Nafnlaust bréf komið í hendur lögreglu: Líkt við apa og sagt að drepa sig Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2020 15:17 Bréfið var nafnlaust. Mynd/Aðsend Steingrímur Ingi Gunnarsson, nítján ára, fékk nafnlaust bréf í pósti þar sem hann var sagður ljótur og honum sagt að drepa sig. Faðir hans, séra Gunnar Einar Steingrímsson sóknarprestur, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær. Fréttablaðið fjallaði um málið í gær. Með færslunni birti Gunnar mynd af bréfinu, en í því er afar ljótum orðum beint að Steingrími. Honum er meðal annars líkt við apa, og eins og áður sagði, sagt að drepa sig. Í færslu sinni kallar Gunnar athæfið einelti af verstu sort og segir þetta ekki verða liðið. „Það er ótrúlegt að svona lagað skuli berast í póstinum (nafnlaust að sjálfsögðu að hætti heiguls)!“ Bréfið komið í vörslu lögreglu Í samtali við Vísi segir Gunnar að í dag hafi verið haft samband við lögreglu vegna málsins. „Við erum búin að ræða við lögreglu. Þetta er komið á skrá hjá þeim og bréfið er í vörslu lögreglunnar,“ segir Gunnar. Hann segir að ekki sé hægt að kæra málið, þar sem bréfið hafi verið nafnlaust og því á huldu hver gerandinn er. „Ef við vitum hver gerandinn er, er ég ekki viss um að við munum kæra. Heldur fyrst og fremst reyna að aðstoða viðkomandi við að leita sér hjálpar. Það er greinilegt að þetta er aðili sem líður bara illa og á erfitt með að finna réttan farveg fyrir tilfinningar sínar,“ segir Gunnar og bætir við að hann telji að viðkomandi yrði enginn sérstakur greiði gerður með því að fá á sig kæru vegna málsins. „Ég held að það sé ekki rétt hjálp.“ Finnur til með viðkomandi Gunnar segir son sinn hafa tekið málinu af mikilli ró. „Hann er náttúrulega enginn krakki. Hann er að verða 19 ára þannig að hann tekur þessu bara með jafnaðargeði. Auðvitað er þetta óþægilegt, auðvitað finnst engum gaman að fá svona í pósti, það er alveg á hreinu.“ Gunnar segir að sonur sinn hafi sjálfur sagt þegar hann opnaði umslagið með bréfinu að hann fyndi til með sendandanum. Eitthvað hlyti að vera að hjá viðkomandi. „Það var ég sem var miklu reiðari heldur en nokkurn tímann hann. Hann tekur þessu bara með ró og er ekkert að velta þessu allt of mikið fyrir sér,“ segir Gunnar. Steingrímur kvaðst finna til með þeim sem sendi bréfið.Mynd/Aðsend Hissa á viðbrögðunum Þegar þetta er skrifað hafa yfir 1.300 brugðist við færslunni með like-puttum eða öðrum tjáknum. Gunnar kveðst nokkuð hissa á þessum miklu viðbrögðum, en segir þó ánægjulegt að færslan hafi vakið jafn mikla athygli og raun ber vitni. „Ég þakka fyrir ótrúlega mikið af símtölum, skilaboðum og símtölum sem við höfum fengið. Einelti er náttúrulega ekkert annað en ofbeldi, og meinsemd í samfélaginu sem þarf að uppræta,“ segir Gunnar. Hann segir markmiðið með færslunni hafa verið að vekja athygli á því að einelti eigi ekki að líðast nokkurs staðar í samfélaginu. „Þetta var ekki gert með það í huga að ná sér eitthvað niður á þeim sem sendi bréfið, heldur einmitt þvert á móti til þess að vekja athygli á þessu og svo viðkomandi gæti hugsanlega, og vonandi, fengið hjálp.“ Lögreglumál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Steingrímur Ingi Gunnarsson, nítján ára, fékk nafnlaust bréf í pósti þar sem hann var sagður ljótur og honum sagt að drepa sig. Faðir hans, séra Gunnar Einar Steingrímsson sóknarprestur, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær. Fréttablaðið fjallaði um málið í gær. Með færslunni birti Gunnar mynd af bréfinu, en í því er afar ljótum orðum beint að Steingrími. Honum er meðal annars líkt við apa, og eins og áður sagði, sagt að drepa sig. Í færslu sinni kallar Gunnar athæfið einelti af verstu sort og segir þetta ekki verða liðið. „Það er ótrúlegt að svona lagað skuli berast í póstinum (nafnlaust að sjálfsögðu að hætti heiguls)!“ Bréfið komið í vörslu lögreglu Í samtali við Vísi segir Gunnar að í dag hafi verið haft samband við lögreglu vegna málsins. „Við erum búin að ræða við lögreglu. Þetta er komið á skrá hjá þeim og bréfið er í vörslu lögreglunnar,“ segir Gunnar. Hann segir að ekki sé hægt að kæra málið, þar sem bréfið hafi verið nafnlaust og því á huldu hver gerandinn er. „Ef við vitum hver gerandinn er, er ég ekki viss um að við munum kæra. Heldur fyrst og fremst reyna að aðstoða viðkomandi við að leita sér hjálpar. Það er greinilegt að þetta er aðili sem líður bara illa og á erfitt með að finna réttan farveg fyrir tilfinningar sínar,“ segir Gunnar og bætir við að hann telji að viðkomandi yrði enginn sérstakur greiði gerður með því að fá á sig kæru vegna málsins. „Ég held að það sé ekki rétt hjálp.“ Finnur til með viðkomandi Gunnar segir son sinn hafa tekið málinu af mikilli ró. „Hann er náttúrulega enginn krakki. Hann er að verða 19 ára þannig að hann tekur þessu bara með jafnaðargeði. Auðvitað er þetta óþægilegt, auðvitað finnst engum gaman að fá svona í pósti, það er alveg á hreinu.“ Gunnar segir að sonur sinn hafi sjálfur sagt þegar hann opnaði umslagið með bréfinu að hann fyndi til með sendandanum. Eitthvað hlyti að vera að hjá viðkomandi. „Það var ég sem var miklu reiðari heldur en nokkurn tímann hann. Hann tekur þessu bara með ró og er ekkert að velta þessu allt of mikið fyrir sér,“ segir Gunnar. Steingrímur kvaðst finna til með þeim sem sendi bréfið.Mynd/Aðsend Hissa á viðbrögðunum Þegar þetta er skrifað hafa yfir 1.300 brugðist við færslunni með like-puttum eða öðrum tjáknum. Gunnar kveðst nokkuð hissa á þessum miklu viðbrögðum, en segir þó ánægjulegt að færslan hafi vakið jafn mikla athygli og raun ber vitni. „Ég þakka fyrir ótrúlega mikið af símtölum, skilaboðum og símtölum sem við höfum fengið. Einelti er náttúrulega ekkert annað en ofbeldi, og meinsemd í samfélaginu sem þarf að uppræta,“ segir Gunnar. Hann segir markmiðið með færslunni hafa verið að vekja athygli á því að einelti eigi ekki að líðast nokkurs staðar í samfélaginu. „Þetta var ekki gert með það í huga að ná sér eitthvað niður á þeim sem sendi bréfið, heldur einmitt þvert á móti til þess að vekja athygli á þessu og svo viðkomandi gæti hugsanlega, og vonandi, fengið hjálp.“
Lögreglumál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent