Engin áform um að ræða við Washington Andri Eysteinsson skrifar 4. júlí 2020 15:54 KIm Jong Un og Donald Trump í Singapúr árið 2018. Photo/Evan Vucci Norður-kóresk yfirvöld hafa áréttað að engin áform sé uppi um að hefja viðræður um kjarnorkuvopnamál við yfirvöld í Washington. Ekki nema að Bandaríkjastjórn láti af því sem kallað eru fjandsamlegum stefnum í málefnum Norður-Kóreu. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi í stjórn Donald Trump hafði velt því upp á dögunum að mögulega myndi Trump kalla til viðræðna við Kim Jong un leiðtoga Norður Kóreu í október. Sagði Bolton að Trump gæti nýtt þær viðræður til þess að fleyta sér áfram í kosningabaráttunni enda forsetakosningar fram undan í nóvember. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Choe Son Hui sagði þetta þó tóman þvætting í yfirlýsingu sem gefin var út. Kim og Trump hafa fundað í þrígang frá því að Trump tók við forsetaembættinu árið 2017 en viðræðurnar hafa farið fram án árangurs. Á fundi leiðtoganna í Víetnam í fyrra eru Bandaríkjamenn sagðir hafa hafnað kröfum Norður-Kóreu um ívilnanir í skiptum fyrir það að Norður-Kórea láti af kjarnorkuvopnavæðingu sinni. Forseti Suður-Kóreu, nágrannaríkis Norður-Kóreu, Moon Jae-in hefur barist fyrir því að viðræður milli kjarnorkuveldanna tveggja hefjist að nýju. Sagðist hann í samtali við leiðtoga Evrópuríkja í vikunni að hann vonaðist eftir því að leiðtogarnir myndu hittast og ræða málin fyrir kosningarnar í nóvember. „Er mögulegt að hefja samtal eða viðræður við Bandaríkin á meðan að fjandsamlegar stefnur ríkisins gagnvart Norður-Kóreu eru til staðar,“ sagði í yfirlýsingu Choe Son Hui. „Við finnum ekki fyrir þörf á því að setjast niður með Bandaríkjastjórn þar sem að hún telur samtal milli ríkjanna ekki vera neitt nema tól til þess að takast á við stjórnmálakrísuna sem ríkir í landinu,“ sagi einnig í yfirlýsingunni. Norður-Kórea Bandaríkin Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Norður-kóresk yfirvöld hafa áréttað að engin áform sé uppi um að hefja viðræður um kjarnorkuvopnamál við yfirvöld í Washington. Ekki nema að Bandaríkjastjórn láti af því sem kallað eru fjandsamlegum stefnum í málefnum Norður-Kóreu. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi í stjórn Donald Trump hafði velt því upp á dögunum að mögulega myndi Trump kalla til viðræðna við Kim Jong un leiðtoga Norður Kóreu í október. Sagði Bolton að Trump gæti nýtt þær viðræður til þess að fleyta sér áfram í kosningabaráttunni enda forsetakosningar fram undan í nóvember. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Choe Son Hui sagði þetta þó tóman þvætting í yfirlýsingu sem gefin var út. Kim og Trump hafa fundað í þrígang frá því að Trump tók við forsetaembættinu árið 2017 en viðræðurnar hafa farið fram án árangurs. Á fundi leiðtoganna í Víetnam í fyrra eru Bandaríkjamenn sagðir hafa hafnað kröfum Norður-Kóreu um ívilnanir í skiptum fyrir það að Norður-Kórea láti af kjarnorkuvopnavæðingu sinni. Forseti Suður-Kóreu, nágrannaríkis Norður-Kóreu, Moon Jae-in hefur barist fyrir því að viðræður milli kjarnorkuveldanna tveggja hefjist að nýju. Sagðist hann í samtali við leiðtoga Evrópuríkja í vikunni að hann vonaðist eftir því að leiðtogarnir myndu hittast og ræða málin fyrir kosningarnar í nóvember. „Er mögulegt að hefja samtal eða viðræður við Bandaríkin á meðan að fjandsamlegar stefnur ríkisins gagnvart Norður-Kóreu eru til staðar,“ sagði í yfirlýsingu Choe Son Hui. „Við finnum ekki fyrir þörf á því að setjast niður með Bandaríkjastjórn þar sem að hún telur samtal milli ríkjanna ekki vera neitt nema tól til þess að takast á við stjórnmálakrísuna sem ríkir í landinu,“ sagi einnig í yfirlýsingunni.
Norður-Kórea Bandaríkin Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira