Trump heldur því fram að 99 prósent kórónuveirusmita séu „algjörlega skaðlaus“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2020 09:16 Donald Trump og eiginkona hans Melania við Hvíta húsið í gær. AP Photo/Patrick Semansky Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram að 99 prósent kórónuveirusmita í Bandaríkjunum væru skaðlaus, í ávarpi þar sem hann fagnaði þjóðhátíðaradegi Bandaríkjanna í gær, 4. júlí. Þrátt fyrir að embættismenn víða um Bandaríkin hafi hvatt til þess að halda þjóðhátíðardagsfögnuði í lágmarki vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum stöðvaði það ekki forsetann í að halda mikla veislu við Hvíta húsið. Á myndum má sjá að fáir gengu með grímur en Trump gerði lítið úr þeirri ógn sem stafar af kórónuveirunni, en mikið úr viðbrögðum ríkistjórnar sinni við henni. „Nú erum við búin að prófa 40 milljónir manna, og með því að gera það sjáum við tilfellin, 99 prósent þeirra eru algjörlega skaðlaus,“ sagði Trump og bætti við að þetta væru niðurstöður sem ekkert annað ríki gæti státað sig af, án þess að færa sannanir fyrir því. „Það prófar enginn til jafns við okkur, ekki hvað varðar tölur og ekki hvað varðar gæði,“ hélt hann áfram Helstu fjölmiðlar taka fram að Trump hafi ekki fært nein rök fyrir því að 99 prósent tilfella kórónuveirusmita séu skaðlaus. Þannig bendir CNN á að smitvarnarstofnun Bandaríkjanna reikni með að um 35 prósent þeirra sem smitist séu einkennalausir, en að allir sem fái veiruna geti smitað út frá sér. Þá hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að jafn vel þótt að dánartíðni þeirra sem smitist sé líklega minni en eitt prósent er talið að um tuttugu prósent þeirra sem smitist verði það veikir að þeir þurfi á aukinni aðstoð að halda, svo sem í formi sjúkrahúsþjónustu. Alls hafa um 2,8 milljónir smitast í Bandaríkjunum og um 130 þúsund látist vegna faraldursins. Donald Trump og eiginkona hans Melania fylgjast með.AP Photo/Patrick Semansky) Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum uppgangi í Bandaríkjunum og hafa ný smit á hverjum degi verið á bilinu 40 þúsund til 55 þúsund. Smit eru á uppleið í 39 ríkjum af 50 eftir að slakað var á smitvörnum víða um Bandaríkin. Trump fór víða í ræðunni og endurómaði skilaboð úr ræðu sinni fyrir framan Mt. Rushmore minnismerkið fyrir helgi, þar sem hann hét því að berjast gegn öfgafullum „vinstri-fasistum“ sem hann sagði vera að reyna að rífa í sundur Bandaríkin. Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram að 99 prósent kórónuveirusmita í Bandaríkjunum væru skaðlaus, í ávarpi þar sem hann fagnaði þjóðhátíðaradegi Bandaríkjanna í gær, 4. júlí. Þrátt fyrir að embættismenn víða um Bandaríkin hafi hvatt til þess að halda þjóðhátíðardagsfögnuði í lágmarki vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum stöðvaði það ekki forsetann í að halda mikla veislu við Hvíta húsið. Á myndum má sjá að fáir gengu með grímur en Trump gerði lítið úr þeirri ógn sem stafar af kórónuveirunni, en mikið úr viðbrögðum ríkistjórnar sinni við henni. „Nú erum við búin að prófa 40 milljónir manna, og með því að gera það sjáum við tilfellin, 99 prósent þeirra eru algjörlega skaðlaus,“ sagði Trump og bætti við að þetta væru niðurstöður sem ekkert annað ríki gæti státað sig af, án þess að færa sannanir fyrir því. „Það prófar enginn til jafns við okkur, ekki hvað varðar tölur og ekki hvað varðar gæði,“ hélt hann áfram Helstu fjölmiðlar taka fram að Trump hafi ekki fært nein rök fyrir því að 99 prósent tilfella kórónuveirusmita séu skaðlaus. Þannig bendir CNN á að smitvarnarstofnun Bandaríkjanna reikni með að um 35 prósent þeirra sem smitist séu einkennalausir, en að allir sem fái veiruna geti smitað út frá sér. Þá hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að jafn vel þótt að dánartíðni þeirra sem smitist sé líklega minni en eitt prósent er talið að um tuttugu prósent þeirra sem smitist verði það veikir að þeir þurfi á aukinni aðstoð að halda, svo sem í formi sjúkrahúsþjónustu. Alls hafa um 2,8 milljónir smitast í Bandaríkjunum og um 130 þúsund látist vegna faraldursins. Donald Trump og eiginkona hans Melania fylgjast með.AP Photo/Patrick Semansky) Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum uppgangi í Bandaríkjunum og hafa ný smit á hverjum degi verið á bilinu 40 þúsund til 55 þúsund. Smit eru á uppleið í 39 ríkjum af 50 eftir að slakað var á smitvörnum víða um Bandaríkin. Trump fór víða í ræðunni og endurómaði skilaboð úr ræðu sinni fyrir framan Mt. Rushmore minnismerkið fyrir helgi, þar sem hann hét því að berjast gegn öfgafullum „vinstri-fasistum“ sem hann sagði vera að reyna að rífa í sundur Bandaríkin. Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27
Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02