Klopp segir City eða Bayern líklegust til að vinna Meistaradeildina Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júlí 2020 12:07 Jürgen Klopp hefur náð stórkostlegum árangri sem knattspyrnustjóri Liverpool. VÍSIR/GETTY Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Manchester City og Bayern Munchen séu líklegust til þess að vinna Meistaradeildina í ár en ríkjandi Evrópumeistarar, Liverpool, eru úr leik. Klopp og félagar duttu út fyrir Atletico Madrid í einu af tveimur 16-liða úrslita einvígum sem er lokið en öllu var frestað vegna kórónuveirunnar. Það verður því útsláttarkeppni í Portúgal í ágúst og þar standa tvö lið upp úr fyrir þann þýska. „Fyrir mér þá eru tvö lið líklegust. Það eru Bayern og City. Það yrði áhugaverður leikur. Bayern hefur spilað mjög vel eftir að Hansi Flick tók við. Það er mjög áhugavert hvað þeir hafa gert,“ sagði Klopp. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta raðast upp, ef þau mæta hvort öðru í undanúrslitunum eða úrslitaleiknum eða hvernig sem er, en keppnin í ágúst mun vera mjög áhugaverð.“ Jurgen Klopp tips Man City or Bayern Munich to succeed Liverpool as Champions League winners when European competition restarts https://t.co/XTvACQ5J7Q— MailOnline Sport (@MailSport) July 4, 2020 Klopp er spenntur fyrir úrslitakeppni en segir að varnarleikur City gætu komið þeim um koll. „Þetta verður nýtt en þegar þú horfir á Manchester City og hópinn þeirra þá já, þeir eiga mikla möguleika, en til dæmis í leiknum á þriðjudaginn sem City vann örugglega þá hefðum við átt að skora þrjú mörk. Ekki gleyma því. Við áttum og hefðum gert það á eðlilegum degi.“ „Þeir eru með svo mikil gæði en þeir eru ekki fullkomnir. City eru það ekki, ekki heldur Bayern og ekki heldur við. En þú þarft að vera nærri því fullkominn á úrslitastundum til þess að vinna Meistaradeildina.“ „Allir þurfa heppni og ef þú ætlar að vinna Meistaradeildina þarftu að spila á þínu besta liði í úrslitaleiknum en ég held að þessi tvö lið séu líklegust. Ég mun horfa og þetta verður áhugavert en því miður erum við ekki með í ár. “ Meistaradeildin Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Manchester City og Bayern Munchen séu líklegust til þess að vinna Meistaradeildina í ár en ríkjandi Evrópumeistarar, Liverpool, eru úr leik. Klopp og félagar duttu út fyrir Atletico Madrid í einu af tveimur 16-liða úrslita einvígum sem er lokið en öllu var frestað vegna kórónuveirunnar. Það verður því útsláttarkeppni í Portúgal í ágúst og þar standa tvö lið upp úr fyrir þann þýska. „Fyrir mér þá eru tvö lið líklegust. Það eru Bayern og City. Það yrði áhugaverður leikur. Bayern hefur spilað mjög vel eftir að Hansi Flick tók við. Það er mjög áhugavert hvað þeir hafa gert,“ sagði Klopp. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta raðast upp, ef þau mæta hvort öðru í undanúrslitunum eða úrslitaleiknum eða hvernig sem er, en keppnin í ágúst mun vera mjög áhugaverð.“ Jurgen Klopp tips Man City or Bayern Munich to succeed Liverpool as Champions League winners when European competition restarts https://t.co/XTvACQ5J7Q— MailOnline Sport (@MailSport) July 4, 2020 Klopp er spenntur fyrir úrslitakeppni en segir að varnarleikur City gætu komið þeim um koll. „Þetta verður nýtt en þegar þú horfir á Manchester City og hópinn þeirra þá já, þeir eiga mikla möguleika, en til dæmis í leiknum á þriðjudaginn sem City vann örugglega þá hefðum við átt að skora þrjú mörk. Ekki gleyma því. Við áttum og hefðum gert það á eðlilegum degi.“ „Þeir eru með svo mikil gæði en þeir eru ekki fullkomnir. City eru það ekki, ekki heldur Bayern og ekki heldur við. En þú þarft að vera nærri því fullkominn á úrslitastundum til þess að vinna Meistaradeildina.“ „Allir þurfa heppni og ef þú ætlar að vinna Meistaradeildina þarftu að spila á þínu besta liði í úrslitaleiknum en ég held að þessi tvö lið séu líklegust. Ég mun horfa og þetta verður áhugavert en því miður erum við ekki með í ár. “
Meistaradeildin Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira