Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2020 19:43 Viðbragðsaðilar huga að slösuðum mótmælenda eftir að ökumaður ók inn í hóp þeirra á hraðbraut við Seattle á aðfaranótt laugardags. AP/James Anderson Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. Atvikið átti sér stað á I-5 hraðbrautinni við Seattle á aðfaranótt laugardags. Þar hafði hópur safnast saman til þess að mótmæla lögregluofbeldi og var hluta hraðbrautarinnar lokað vegna þess. Ökumaður hvítrar Jagúarbifreiðar ók bíl sínum fram hjá bifreiðum ríkislögreglunnar sem lokuðu veginum og keyrði inn í hóp mótmælendanna. Summer Taylor, 24 ára gömul, lést af sárum sem hún hlaut þegar bílnum var ekið á hana í gærkvöldi. Diaz Love, 32 ára, slasaðist einnig alvarlega og er í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Ökuamður bifreiðarinnar, Dawit Kelete, flúði vettvangi en einn mótmælendanna elti hann á bíl og náði að stöðva för hans áður en lögreglumenn bar að sem handtóku Kelete. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi sakaður um líkamsárás með ökutæki. Samkvæmt dómskjölum var þungt yfir honum þegar hann var handtekinn og er hann sagður hafa spurt um líðan mótmælendanna. Hvorki liggur fyrir hvað Kelete gekk til né hvernig hann komst á hraðbrautina sem ríkislögreglan hafði lokað meira en klukkustund áður en hann ók inn í hópinn. Lögregluna grunar að Kelete hafi ekið gegn akstursstefnu upp frárein áður en hann ók fram hjá vegartálmum sem lokuðu hraðbrautinni. Umfangsmikil mótmæli hafa geisað í Seattle eftir dráp lögreglumanna á George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, í Minneapolis í maí. Mótmælendur hafa meðal annars lokað hraðbrautinni nítján daga í röð. Ríkislögreglan í Washington segir að mótmæli þar verði nú bönnuð og að mótmælendur sem safnast þar saman verði handteknir. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. Atvikið átti sér stað á I-5 hraðbrautinni við Seattle á aðfaranótt laugardags. Þar hafði hópur safnast saman til þess að mótmæla lögregluofbeldi og var hluta hraðbrautarinnar lokað vegna þess. Ökumaður hvítrar Jagúarbifreiðar ók bíl sínum fram hjá bifreiðum ríkislögreglunnar sem lokuðu veginum og keyrði inn í hóp mótmælendanna. Summer Taylor, 24 ára gömul, lést af sárum sem hún hlaut þegar bílnum var ekið á hana í gærkvöldi. Diaz Love, 32 ára, slasaðist einnig alvarlega og er í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Ökuamður bifreiðarinnar, Dawit Kelete, flúði vettvangi en einn mótmælendanna elti hann á bíl og náði að stöðva för hans áður en lögreglumenn bar að sem handtóku Kelete. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi sakaður um líkamsárás með ökutæki. Samkvæmt dómskjölum var þungt yfir honum þegar hann var handtekinn og er hann sagður hafa spurt um líðan mótmælendanna. Hvorki liggur fyrir hvað Kelete gekk til né hvernig hann komst á hraðbrautina sem ríkislögreglan hafði lokað meira en klukkustund áður en hann ók inn í hópinn. Lögregluna grunar að Kelete hafi ekið gegn akstursstefnu upp frárein áður en hann ók fram hjá vegartálmum sem lokuðu hraðbrautinni. Umfangsmikil mótmæli hafa geisað í Seattle eftir dráp lögreglumanna á George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, í Minneapolis í maí. Mótmælendur hafa meðal annars lokað hraðbrautinni nítján daga í röð. Ríkislögreglan í Washington segir að mótmæli þar verði nú bönnuð og að mótmælendur sem safnast þar saman verði handteknir.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira