Grindverk Kalla í Pelsinum ekki lengur í vegi fyrir vegfarendum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2020 12:23 Búið er að opna fyrir gangandi umferð á svæðinu. Vísir/Helga/Baldur Búið er að opna fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur.Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, lokaði með grindverki fyrir svæðið síðastliðið sumar. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að kveðið hafi verið á um gangandi umferð um svæðið í deiliskipulagi borgarinnar á sínum tíma hafi það ekki haft lögformlegt gildi, þar sem láðist að þinglýsa skipulaginu. Því hafi lóðarhafi verið í fullum rétti til þess að loka fyrir umferð. Nú sé hins vegar búið að ganga frá breytingu á deiliskipulaginu, þar sem lóðarhafi hafi óskað eftir því að fá að bæta við svölum á byggingu sína við svæðið. Í leiðinni hafi verið ákveðið að setja inn kvöð um gangandi umferð. „Að því loknu er þetta klárað og þinglýst. Þá gátum við þinglýst kvöðinni í leiðinni. Þá erum við sem sveitarfélag komin með hald í að tryggja þessa leið. Sem ég held að sé bara bót í máli fyrir alla aðila.“ Hún segir um sameiginlega lendingu í málinu að ræða, og að aðilar séu sáttir. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík.Vísir/Vilhelm „Stundum þarf bara aðeins að setjast niður, tala saman og sjá einhverja sameiginlega leið. Við viljum að sjálfsögðu hafa blómlega starfsemi í þessum húsum og þau séu nýtt og fá gangandi umferð. Við teljum að það sé til hagsbóta fyrir fólk í borginni en líka fyrir þessa starfsemi. Það þýðir bara meiri verslun og betra svæði, þannig þegar þetta náðist, þetta samtal og þessi sameiginlega niðurstaða þá var þetta ekkert mál,“ segir Sigurborg. Hún segir borgaryfirvöld hafa lagt áherslu á að halda í göngutenginguna á svæðinu, sem eins og áður segir tengir saman Vesturgötu og Tryggvagötu. Hún segir tenginguna skipta miklu máli fyrir gangandi umferð. Samgöngur Reykjavík Skipulag Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Búið er að opna fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur.Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, lokaði með grindverki fyrir svæðið síðastliðið sumar. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að kveðið hafi verið á um gangandi umferð um svæðið í deiliskipulagi borgarinnar á sínum tíma hafi það ekki haft lögformlegt gildi, þar sem láðist að þinglýsa skipulaginu. Því hafi lóðarhafi verið í fullum rétti til þess að loka fyrir umferð. Nú sé hins vegar búið að ganga frá breytingu á deiliskipulaginu, þar sem lóðarhafi hafi óskað eftir því að fá að bæta við svölum á byggingu sína við svæðið. Í leiðinni hafi verið ákveðið að setja inn kvöð um gangandi umferð. „Að því loknu er þetta klárað og þinglýst. Þá gátum við þinglýst kvöðinni í leiðinni. Þá erum við sem sveitarfélag komin með hald í að tryggja þessa leið. Sem ég held að sé bara bót í máli fyrir alla aðila.“ Hún segir um sameiginlega lendingu í málinu að ræða, og að aðilar séu sáttir. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík.Vísir/Vilhelm „Stundum þarf bara aðeins að setjast niður, tala saman og sjá einhverja sameiginlega leið. Við viljum að sjálfsögðu hafa blómlega starfsemi í þessum húsum og þau séu nýtt og fá gangandi umferð. Við teljum að það sé til hagsbóta fyrir fólk í borginni en líka fyrir þessa starfsemi. Það þýðir bara meiri verslun og betra svæði, þannig þegar þetta náðist, þetta samtal og þessi sameiginlega niðurstaða þá var þetta ekkert mál,“ segir Sigurborg. Hún segir borgaryfirvöld hafa lagt áherslu á að halda í göngutenginguna á svæðinu, sem eins og áður segir tengir saman Vesturgötu og Tryggvagötu. Hún segir tenginguna skipta miklu máli fyrir gangandi umferð.
Samgöngur Reykjavík Skipulag Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent