Bætti á sig 20 kg á níu mánuðum og hefur aldrei slegið lengra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2020 15:30 Bryson DeChambeau bregður á leik með verðlaunagripinn sem hann fékk fyrir að vinna Rocket Mortgage Classic mótið. getty/Gregory Shamus Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau hrósaði sigri á Rocket Mortgage Classic mótinu í golfi um helgina. Þetta var fyrsti sigur hans á PGA-mótaröðinni í ár og sá sjötti á ferlinum. DeChambeau lék á 23 höggum undir pari og var þremur höggum á undan landa sínum, Matthew Wolff. Upphafshögg DeChambeaus á mótinu í Detriot um helgina vöktu mikla athygli en þau voru að meðaltali 320 metra löng. DeChambeau virðist allavega vera með krafta í kögglunum. Hann hefur bætt á sig á miklum vöðvamassa og þyngst um rúmlega 20 kg á síðustu níu mánuðum. „Þetta er tilfinningaþrungin stund fyrir mig því ég gerði svolítið öðruvísi. Ég breytti líkama mínum, hugarfarinu og náði að vinna þrátt fyrir að spila á allt annan hátt. Og það var hálf ótrúlegt að sjá það,“ sagði DeChambeau þegar hann sat fyrir svörum eftir mótið í Detroit. DeChambeau ætlaði að halda upp á sigurinn á Rocket Mortage Classic með því að fá sér uppáhalds réttinn sinn. „Ég fæ mér nokkra próteinsjeika því ég á æfingu í fyrramálið. Svo get ég vonandi fengið góða steik og kartöflur einhvers staðar. Það er uppáhalds maturinn minn. Við hljótum að geta fundið hann einhvers staðar,“ sagði kylfingurinn. Klippa: Bryson DeChambeau hrósaði sigri í Detroit Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner, sem endaði í 3. sæti á Rocket Mortage Classic, hrósaði DeChambeau eftir mótið og sagði að hann hefði breytt því hvernig golf er spilað. DeChambeau er með lengstu upphafshögg á PGA-mótaröðinni í ár en þau eru 295 metrar að meðaltali. Miðað við frammistöðuna á Rocket Mortage Classic á sú tala væntanlega eftir að hækka eftir því sem líður á tímabilið. Lengsta högg DeChambeaus á mótinu í Detroit um helgina var 345 metrar. DeChambeau er í 4. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar. Webb Simpson er efstur, Justin Thomas í 2. sæti og Im Sung-jae í því þriðja. Næsta mót, Workday Charity Open, hefst 12. júlí. Klippa: DeChambeau vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau hrósaði sigri á Rocket Mortgage Classic mótinu í golfi um helgina. Þetta var fyrsti sigur hans á PGA-mótaröðinni í ár og sá sjötti á ferlinum. DeChambeau lék á 23 höggum undir pari og var þremur höggum á undan landa sínum, Matthew Wolff. Upphafshögg DeChambeaus á mótinu í Detriot um helgina vöktu mikla athygli en þau voru að meðaltali 320 metra löng. DeChambeau virðist allavega vera með krafta í kögglunum. Hann hefur bætt á sig á miklum vöðvamassa og þyngst um rúmlega 20 kg á síðustu níu mánuðum. „Þetta er tilfinningaþrungin stund fyrir mig því ég gerði svolítið öðruvísi. Ég breytti líkama mínum, hugarfarinu og náði að vinna þrátt fyrir að spila á allt annan hátt. Og það var hálf ótrúlegt að sjá það,“ sagði DeChambeau þegar hann sat fyrir svörum eftir mótið í Detroit. DeChambeau ætlaði að halda upp á sigurinn á Rocket Mortage Classic með því að fá sér uppáhalds réttinn sinn. „Ég fæ mér nokkra próteinsjeika því ég á æfingu í fyrramálið. Svo get ég vonandi fengið góða steik og kartöflur einhvers staðar. Það er uppáhalds maturinn minn. Við hljótum að geta fundið hann einhvers staðar,“ sagði kylfingurinn. Klippa: Bryson DeChambeau hrósaði sigri í Detroit Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner, sem endaði í 3. sæti á Rocket Mortage Classic, hrósaði DeChambeau eftir mótið og sagði að hann hefði breytt því hvernig golf er spilað. DeChambeau er með lengstu upphafshögg á PGA-mótaröðinni í ár en þau eru 295 metrar að meðaltali. Miðað við frammistöðuna á Rocket Mortage Classic á sú tala væntanlega eftir að hækka eftir því sem líður á tímabilið. Lengsta högg DeChambeaus á mótinu í Detroit um helgina var 345 metrar. DeChambeau er í 4. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar. Webb Simpson er efstur, Justin Thomas í 2. sæti og Im Sung-jae í því þriðja. Næsta mót, Workday Charity Open, hefst 12. júlí. Klippa: DeChambeau vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu
Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira