Segir möguleika á að kórónuveiran berist með lofti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. júlí 2020 14:19 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 239 sérfræðingar sendu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, bréf þess efnis að gögn bendi til að smærri agnir geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Fram að þessu hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að kórónuveiran, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, berist á milli fólks með svokölluðu snerti- eða dropasmiti, til dæmist þegar smitað fólk hóstar, hnerrar eða talar. Smitið berist þegar fólk komist í snertingu við mengaðan hlut eða fær á sig dropa frá smituðum einstakling. Vísindamennirnir 239 sem koma frá 32 löndum vara við því að gögn bendi til að veiran geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. WHO þurfi að endurmeta leiðbeiningar sínar vegna þess. Vísindamennirnir hyggjast birta grein um álit sitt í vísindariti í næstu viku, að sögn New York Times. Yfirmaður smitvarna hjá WHO efast þá ályktun að veiran berist með lofti. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fundi WHO í Sviss vegna kórónuveirunnar. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa verið sein að taka við nýjum upplýsingum um kórónuveirunar.EPA-EFE/FABRICE COFFRINI Þá hafa margir bent á að stofnunin hafi í faraldrinum verið svifasein og haldið fast í ályktanir sínar þrátt fyrir að nýir hlutir hafi verið komnir í ljós. Tilfellum kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hefur aldrei fjölgað meira á heimsvísu en síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Alls greindust 212.326 tilfelli í heiminum síðasta sólarhringinn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að aðstæður í þeim löndum sem þar sem faraldurinn breiðist hvað hraðast út séu allt aðrar en hér á landi. Hann segir jafnframt að þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst hér á landi hafi komið upp smit sem hafi mögulega borist með lofti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vara við því að kórónuveiran geti borist með lofti Hundruð vísindamanna vara við því að vísbendingar séu um að nýtt afbrigði kórónuveiru geti borist með lofti og smitað fólk í opnu bréfi sem þeir hafa skrifað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 5. júlí 2020 20:45 Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða 5. júlí 2020 11:59 Japanskir næturgöltrarar sýkjast í tugavís Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. 3. júlí 2020 06:17 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir að kórónuveiran geti mögulega borist með lofti, en þegar faraldurinn barst hingað til lands voru dæmi um að fólk smitaðist eftir að hafa verið á kóræfingu. 239 sérfræðingar sendu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, bréf þess efnis að gögn bendi til að smærri agnir geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. Fram að þessu hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að kórónuveiran, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum, berist á milli fólks með svokölluðu snerti- eða dropasmiti, til dæmist þegar smitað fólk hóstar, hnerrar eða talar. Smitið berist þegar fólk komist í snertingu við mengaðan hlut eða fær á sig dropa frá smituðum einstakling. Vísindamennirnir 239 sem koma frá 32 löndum vara við því að gögn bendi til að veiran geti borist með lofti og smitað fólk sem andar því að sér. WHO þurfi að endurmeta leiðbeiningar sínar vegna þess. Vísindamennirnir hyggjast birta grein um álit sitt í vísindariti í næstu viku, að sögn New York Times. Yfirmaður smitvarna hjá WHO efast þá ályktun að veiran berist með lofti. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fundi WHO í Sviss vegna kórónuveirunnar. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa verið sein að taka við nýjum upplýsingum um kórónuveirunar.EPA-EFE/FABRICE COFFRINI Þá hafa margir bent á að stofnunin hafi í faraldrinum verið svifasein og haldið fast í ályktanir sínar þrátt fyrir að nýir hlutir hafi verið komnir í ljós. Tilfellum kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hefur aldrei fjölgað meira á heimsvísu en síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Alls greindust 212.326 tilfelli í heiminum síðasta sólarhringinn. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, segir að aðstæður í þeim löndum sem þar sem faraldurinn breiðist hvað hraðast út séu allt aðrar en hér á landi. Hann segir jafnframt að þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst hér á landi hafi komið upp smit sem hafi mögulega borist með lofti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vara við því að kórónuveiran geti borist með lofti Hundruð vísindamanna vara við því að vísbendingar séu um að nýtt afbrigði kórónuveiru geti borist með lofti og smitað fólk í opnu bréfi sem þeir hafa skrifað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 5. júlí 2020 20:45 Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða 5. júlí 2020 11:59 Japanskir næturgöltrarar sýkjast í tugavís Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. 3. júlí 2020 06:17 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Vara við því að kórónuveiran geti borist með lofti Hundruð vísindamanna vara við því að vísbendingar séu um að nýtt afbrigði kórónuveiru geti borist með lofti og smitað fólk í opnu bréfi sem þeir hafa skrifað Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. 5. júlí 2020 20:45
Fyrsta smitið greint í Færeyjum frá því í apríl Kórónuveiran er aftur komin á stjá í Færeyjum eftir langt hlé. Ferðalangur sem kom þangað í gær með flugi greindist með smit eftir að hafa farið í skimun á flugvellinum í Vágum. Gengið er út frá því að um gamalt smit sé að ræða 5. júlí 2020 11:59
Japanskir næturgöltrarar sýkjast í tugavís Annan daginn í röð greindust á annað hundrað kórónuveirusmit í Tókýó, höfuðborg Japans, sem er sagt valda þarlendum heilbrigðisyfirvöldum áhyggjum. 3. júlí 2020 06:17