Lýðræði í netheimum og afstaða til Kína á norðurslóðum meðal viðfangsefna í nýrri skýrslu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2020 19:09 Björn Bjarnason vann skýrsluna ásamt Jónu Sólveigu Elínardóttur. Vísir/Baldur Sameiginlegar reglur til að tryggja lýðræði í netheimum og sameiginleg afstaða til Kína á norðurslóðum eru meðal tillagna sem settar eru fram í nýrri skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Björn Bjarnason var í haust fenginn til að skrifa skýrslu um þróun samstarfs Norðurlandanna á sviði utanríkis- og öryggismála. Skýrslan hefur nú verið afhent utanríkisráðherrum ríkjanna. „Nú er spurningin hvað verður gert með skýrsluna, hvað verður gert með þessar fjórtán tillögur. Þær fjalla um loftslagsmál, þær fjalla um netöryggismál og allt sem varðar upplýsingatæknina og öryggi hennar og það er fjallað um fjölþjóðasamskipti og alþjóðalög,“ segir Björn. Meðal annars er lagt til að Norðurlöndin móti sér sameiginlega afstöðu til umsvifa Kínverja á Norðurslóðum. Hafa þessi ríki ekki verið að ganga í takt hvað það varðar? „Þau hafa gengið í takt í höfuðatriðum, hins vegar þarf að greina vel og átta sig á því hvað er að gerast á norðurslóðum. Við erum þarna að fjalla um þetta undir merkjum loftslagsbreytinganna, hvernig Kínverjar koma inn á svæðið í rannsóknir og áhuga á siglingum, hvað gerist næst,“ segir Björn. Þá leggur Björn til að ríkin móti sér sameiginlegar reglur hvað lítur að lýðræði á internetinu og óeðlilegum tilraunum til að hafa áhrif á skoðanamyndun. „Þetta er mikið til umræðu. Og var mikið til umræðu 2016 í kosningunum í Bandaríkjunum og það er mikið til umræðu. Er verið að nota samfélagsmiðlana til að hafa áhrif og er verið að miðla upplýsingum inn í samfélög, opin samfélög, sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á skoðanamyndun,“ segir Björn. Hann vísar til þess að á vegum þjóðaröryggisráðs sé nú starfandi hópur sem rannsakar upplýsingaóreiðu. „Við göngum kannski skrefi lengra í þessa átt og teljum nauðsynlegt að Norðurlöndin móti sér helst sameiginlega stefnu,“ segir Björn. „Því að ef að svona árásir eru gerðar þá er mjög vandasamt að finna sökudólginn. En ef að ríki taka sig saman og lýsa einhverju yfir, því enginn vill kannast við að hann sé að beita þessum aðferðum, en ef að ríki komast að sameiginlegri niðurstöðu um einhvern aðila sem standi að baki slíkum aðferðum að þá styrkir það stöðu þeirra sem að vilja berjast gegn þeim,“ segir Björn. Hann telji raunhæft að Norðurlöndin geti mótað sér sameiginlega stefnu í þeim efnum. Ítarlegra viðtal við Björn um efni skýrslunnar er að finna í spilaranum hér að neðan. Utanríkismál Varnarmál Netöryggi Norðurslóðir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Sameiginlegar reglur til að tryggja lýðræði í netheimum og sameiginleg afstaða til Kína á norðurslóðum eru meðal tillagna sem settar eru fram í nýrri skýrslu um norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Björn Bjarnason var í haust fenginn til að skrifa skýrslu um þróun samstarfs Norðurlandanna á sviði utanríkis- og öryggismála. Skýrslan hefur nú verið afhent utanríkisráðherrum ríkjanna. „Nú er spurningin hvað verður gert með skýrsluna, hvað verður gert með þessar fjórtán tillögur. Þær fjalla um loftslagsmál, þær fjalla um netöryggismál og allt sem varðar upplýsingatæknina og öryggi hennar og það er fjallað um fjölþjóðasamskipti og alþjóðalög,“ segir Björn. Meðal annars er lagt til að Norðurlöndin móti sér sameiginlega afstöðu til umsvifa Kínverja á Norðurslóðum. Hafa þessi ríki ekki verið að ganga í takt hvað það varðar? „Þau hafa gengið í takt í höfuðatriðum, hins vegar þarf að greina vel og átta sig á því hvað er að gerast á norðurslóðum. Við erum þarna að fjalla um þetta undir merkjum loftslagsbreytinganna, hvernig Kínverjar koma inn á svæðið í rannsóknir og áhuga á siglingum, hvað gerist næst,“ segir Björn. Þá leggur Björn til að ríkin móti sér sameiginlegar reglur hvað lítur að lýðræði á internetinu og óeðlilegum tilraunum til að hafa áhrif á skoðanamyndun. „Þetta er mikið til umræðu. Og var mikið til umræðu 2016 í kosningunum í Bandaríkjunum og það er mikið til umræðu. Er verið að nota samfélagsmiðlana til að hafa áhrif og er verið að miðla upplýsingum inn í samfélög, opin samfélög, sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á skoðanamyndun,“ segir Björn. Hann vísar til þess að á vegum þjóðaröryggisráðs sé nú starfandi hópur sem rannsakar upplýsingaóreiðu. „Við göngum kannski skrefi lengra í þessa átt og teljum nauðsynlegt að Norðurlöndin móti sér helst sameiginlega stefnu,“ segir Björn. „Því að ef að svona árásir eru gerðar þá er mjög vandasamt að finna sökudólginn. En ef að ríki taka sig saman og lýsa einhverju yfir, því enginn vill kannast við að hann sé að beita þessum aðferðum, en ef að ríki komast að sameiginlegri niðurstöðu um einhvern aðila sem standi að baki slíkum aðferðum að þá styrkir það stöðu þeirra sem að vilja berjast gegn þeim,“ segir Björn. Hann telji raunhæft að Norðurlöndin geti mótað sér sameiginlega stefnu í þeim efnum. Ítarlegra viðtal við Björn um efni skýrslunnar er að finna í spilaranum hér að neðan.
Utanríkismál Varnarmál Netöryggi Norðurslóðir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira