Var sex ára þegar hún sá Kötlugos 1918 og fagnar 108 ára afmæli í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2020 20:00 Dóra Ólafsdóttir er elsti núlifandi Íslendingurinn en hún á 108 ára afmæli í dag. Vísir/Baldur Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. Hún segir margt skrýtið í nútímanum og hvetur Íslendinga til að standa í lappirnar. Það var flaggað við hjúkrunarheimilið Skjól þar sem Dóra býr í tilefni dagsins en hún flutti suður til Reykjavíkur frá Akureyri þegar hún var hundrað ára. Dóra starfaði lengi vel hjá Landsímanum fyrir norðan. Hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd 6. júlí árið 1912 í Grýtubakkahreppi. Dóra er við ágætis heilsu en heyrnin er farin að gefa sig. „Ég reyni að prjóna svolítið og svo les ég með stækkunarglerinu,“ segir Dóra í samtali við fréttastofu. Dóra fylgist vel með málefnum líðandi stundar, les blöðin og hlustar á útvarpið. „Ef maður les gamla tímann og ber það saman við nýja tímann, það er mikil breyting. Kannski ekki allt til batnaðar en mikið. En mér finnst mikill óþarfi í þessu,“ segir Dóra og nefndir sem dæmi að henni hugnist ekki allir nýrri straumar tískunnar. Áskell sonur Dóru er á meðal þeirra sem heimsóttu Dóru í tilefni dagsins en hún fagnar því að mega aftur fá gesti sem ekki var hægt á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð hæst. „Eitthvað rámar mig nú í það,“ segir Dóra, spurð hvort hún muni eitthvað eftir spænsku veikinni svokölluðu árið 1918, en þá var Dóra sex ára. Betur man hún eftir Kötlugosinu það sama ár. „Þá var ég í Höfða að passa lítinn krakka og leit svona út um gluggann,“ segir Dóra. „Ég eiginlega vissi nú ekki hvað var að ske en ég sá þetta gos. En svo kom aska þarna í garðinn um nóttina.“ Aðspurð segist Dóra ekki treysta sér til að spá fyrir um hversu háum aldri hún muni ná. „Það veit nú bara guð almáttugur, ég spái ekkert í það. Ég bara tek því sem að höndum ber og stíg vel í fæturna,“ segir Dóra. „Ég segi alltaf við þá sem ég er aðspjalla við eitthvað; Standið nú vel í lappirnar fyrir land og þjóð.“ Tímamót Katla Reykjavík Akureyri Grýtubakkahreppur Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. Hún segir margt skrýtið í nútímanum og hvetur Íslendinga til að standa í lappirnar. Það var flaggað við hjúkrunarheimilið Skjól þar sem Dóra býr í tilefni dagsins en hún flutti suður til Reykjavíkur frá Akureyri þegar hún var hundrað ára. Dóra starfaði lengi vel hjá Landsímanum fyrir norðan. Hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd 6. júlí árið 1912 í Grýtubakkahreppi. Dóra er við ágætis heilsu en heyrnin er farin að gefa sig. „Ég reyni að prjóna svolítið og svo les ég með stækkunarglerinu,“ segir Dóra í samtali við fréttastofu. Dóra fylgist vel með málefnum líðandi stundar, les blöðin og hlustar á útvarpið. „Ef maður les gamla tímann og ber það saman við nýja tímann, það er mikil breyting. Kannski ekki allt til batnaðar en mikið. En mér finnst mikill óþarfi í þessu,“ segir Dóra og nefndir sem dæmi að henni hugnist ekki allir nýrri straumar tískunnar. Áskell sonur Dóru er á meðal þeirra sem heimsóttu Dóru í tilefni dagsins en hún fagnar því að mega aftur fá gesti sem ekki var hægt á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð hæst. „Eitthvað rámar mig nú í það,“ segir Dóra, spurð hvort hún muni eitthvað eftir spænsku veikinni svokölluðu árið 1918, en þá var Dóra sex ára. Betur man hún eftir Kötlugosinu það sama ár. „Þá var ég í Höfða að passa lítinn krakka og leit svona út um gluggann,“ segir Dóra. „Ég eiginlega vissi nú ekki hvað var að ske en ég sá þetta gos. En svo kom aska þarna í garðinn um nóttina.“ Aðspurð segist Dóra ekki treysta sér til að spá fyrir um hversu háum aldri hún muni ná. „Það veit nú bara guð almáttugur, ég spái ekkert í það. Ég bara tek því sem að höndum ber og stíg vel í fæturna,“ segir Dóra. „Ég segi alltaf við þá sem ég er aðspjalla við eitthvað; Standið nú vel í lappirnar fyrir land og þjóð.“
Tímamót Katla Reykjavík Akureyri Grýtubakkahreppur Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira