Innlent

Ákærður fyrir að nauðga fjórum konum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness.
Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem veitti meðferð við stoðkerfisvanda, hefur verði ákærður fyrir að hafa nauðgað fjórum konum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Maðurinn meðhöndlaði konurnar einhvern tíma á tíu ára tímabili, frá 2007 til 2017.

Mun fleiri konur kærðu manninn fyrir sömu sakir, en fjögur mál hafa nú leitt til ákæru. Samkvæmt Fréttablaðinu hefur málið þegar verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness og verður þinghald lokað.

Við rannsókn lögreglu á meintum brotum mannsins var meðal annars stuðst við mat tveggja sjúkranuddara. Var þeim ætlað að meta hvort háttsemi hans væri samkvæm viðurkenndum nuddaðferðum. Verjandi mannsins hefur hins vegar mótmælt slíkri matsgerð og segir skjólstæðing sinn ekki hafa selt þjónustu sína sem sjúkranudd, þar sem hann væri ekki sjúkranuddari. Rannsóknin hófst árið 2018.

Í skýrslum nokkurra þeirra kvenna sem sakað hafa manninn um kynferðisbrot segir að hann hafi í einhverjum tilfellum meðhöndlað stoðkerfisvanda þeirra í gegn um leggöng, og þá óháð því hvar í líkamanum þær fundu til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×