Búið að ganga frá kaupum Rapyd á Korta Atli Ísleifsson skrifar 7. júlí 2020 09:21 Rabyd kveðst munu samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum. Myndin er úr safni. Getty Kaup alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd á Korta eru nú frágengin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Korta þar sem segir einnig að fjártæknifyrirtækið ætli sér að samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum. Þá ætli það sér að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“. Haft er eftir Jakobi Má Ásmundssyni, forstjóra Korta, að þetta séu spennandi tímar þar sem fyrirtæki sem sé fremst í flokki í fjártækni í heiminum hafi verið að fjárfesta beint í starfsemi á Íslandi. Það muni gera fyrirtækinu kleift að veita íslenskum viðskiptavinum aðgang að fyrsta flokks fjártækni. „Rapyd mun fjárfesta í starfseminni Reykjavík og gera áætlanir félagsins ráð fyrir auknum vexti og frekari ráðningum á næstu misserum,“ segir Jakob. Þá er haft eftir Arik Shtilman, forstjóra Rapyd, að fyrirtækið sé ánægt með að hafa klárað viðskiptin sem séu mjög stefnumótandi fyrir það. „Nú tekur við vinna við samþættingu færsluhirðingar Korta við fjártæknilausnirnar okkar. Við viljum bjóða íslenskum og evrópskum fyrirtækjum upp á alþjóðlegar greiðslulausnir, hvort sem það er á staðnum eða vefnum. Við viljum að viðskiptavinir okkar hafi aðgang að fyrsta flokks fjártæknilausnum og geti þannig einbeitt sér að því að auka umsvif sín og dafna á sínu sviði,“ segir Shtilman. Greiðslumiðlun Fjártækni Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Sjá meira
Kaup alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd á Korta eru nú frágengin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Korta þar sem segir einnig að fjártæknifyrirtækið ætli sér að samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum. Þá ætli það sér að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“. Haft er eftir Jakobi Má Ásmundssyni, forstjóra Korta, að þetta séu spennandi tímar þar sem fyrirtæki sem sé fremst í flokki í fjártækni í heiminum hafi verið að fjárfesta beint í starfsemi á Íslandi. Það muni gera fyrirtækinu kleift að veita íslenskum viðskiptavinum aðgang að fyrsta flokks fjártækni. „Rapyd mun fjárfesta í starfseminni Reykjavík og gera áætlanir félagsins ráð fyrir auknum vexti og frekari ráðningum á næstu misserum,“ segir Jakob. Þá er haft eftir Arik Shtilman, forstjóra Rapyd, að fyrirtækið sé ánægt með að hafa klárað viðskiptin sem séu mjög stefnumótandi fyrir það. „Nú tekur við vinna við samþættingu færsluhirðingar Korta við fjártæknilausnirnar okkar. Við viljum bjóða íslenskum og evrópskum fyrirtækjum upp á alþjóðlegar greiðslulausnir, hvort sem það er á staðnum eða vefnum. Við viljum að viðskiptavinir okkar hafi aðgang að fyrsta flokks fjártæknilausnum og geti þannig einbeitt sér að því að auka umsvif sín og dafna á sínu sviði,“ segir Shtilman.
Greiðslumiðlun Fjártækni Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Sjá meira