Svona verður Vesturlandsvegur eftir breikkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2020 10:27 Skjáskot úr myndbandi Verkís, þar sem umræddur vegkafli er teiknaður upp. Skjáskot/youtube Fyrsti áfangi breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í vikunni. Um er að ræða um 9 kílómetra kafla milli Varmhóla og Hvalfjarðarvegar. Vegurinn verður 2+1 vegur, að því er segir í tilkynningu Vegagerðarinnar, og á honum verða þrjú hringtorg; við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Vegagerðin birti í gær myndband á vef sínum, unnið af verkfræðistofunni Verkís, sem sýnir hvernig breikkaður Vesturlandsvegur á umræddum vegkafla mun líta út. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Fyrsti áfangi nær frá Varmá að Vallá. Tilboð fyrir þann áfanga verða opnuð 11. ágúst en verklok eru áætluð 2023. Næsti áfangi verður boðinn út í haust en verklok hans eru einnig áætluð 2023. Skipulagsstofnun hefur jafnframt lokið álitsgerð á matsskýrslu vegna framkvæmdarinnar. Þó framkvæmdasvæðið nái yfir níu kílómetra er ekki talið að það geti talist viðkvæmt. Helstu neikvæðu þættir framkvæmdarinnar felast í áhrifum á landslag og ásýnd en fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér mun umfangsmeiri vegamannvirki en fyrir eru í dag. Áhrifin á umferðaröryggi eru þó ótvíræð að mati Skipulagsstofnunar en í matsskýrslunni segir: „Á þeim kafla Vesturlandsvegar sem hér er til skoðunar eru tæplega 30 vegamót, tengingar og þveranir auk þess sem umferðin er öll á 1+1 vegi án aðskilnaðar milli akstursstefna. Að meðaltali fara rúmlega 9 þúsund ökutæki um veginn á degi hverjum. Aðskilnaður akstursstefna, fjölgun akreina í sömu átt, fækkun vegtenginga og bygging hringtorga eru allt aðgerðir sem draga úr líkum á umferðarslysum. Sama gildir um uppbyggingu hliðarvega og undirganga undir Vesturlandsveg fyrir innansveitarumferð og aðra en akandi vegfarendur. Áhrif á umferðaröryggi eru metin verulega jákvæð.“ Samgöngur Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Fyrsti áfangi breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í vikunni. Um er að ræða um 9 kílómetra kafla milli Varmhóla og Hvalfjarðarvegar. Vegurinn verður 2+1 vegur, að því er segir í tilkynningu Vegagerðarinnar, og á honum verða þrjú hringtorg; við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Vegagerðin birti í gær myndband á vef sínum, unnið af verkfræðistofunni Verkís, sem sýnir hvernig breikkaður Vesturlandsvegur á umræddum vegkafla mun líta út. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Fyrsti áfangi nær frá Varmá að Vallá. Tilboð fyrir þann áfanga verða opnuð 11. ágúst en verklok eru áætluð 2023. Næsti áfangi verður boðinn út í haust en verklok hans eru einnig áætluð 2023. Skipulagsstofnun hefur jafnframt lokið álitsgerð á matsskýrslu vegna framkvæmdarinnar. Þó framkvæmdasvæðið nái yfir níu kílómetra er ekki talið að það geti talist viðkvæmt. Helstu neikvæðu þættir framkvæmdarinnar felast í áhrifum á landslag og ásýnd en fyrirhugaðar framkvæmdir fela í sér mun umfangsmeiri vegamannvirki en fyrir eru í dag. Áhrifin á umferðaröryggi eru þó ótvíræð að mati Skipulagsstofnunar en í matsskýrslunni segir: „Á þeim kafla Vesturlandsvegar sem hér er til skoðunar eru tæplega 30 vegamót, tengingar og þveranir auk þess sem umferðin er öll á 1+1 vegi án aðskilnaðar milli akstursstefna. Að meðaltali fara rúmlega 9 þúsund ökutæki um veginn á degi hverjum. Aðskilnaður akstursstefna, fjölgun akreina í sömu átt, fækkun vegtenginga og bygging hringtorga eru allt aðgerðir sem draga úr líkum á umferðarslysum. Sama gildir um uppbyggingu hliðarvega og undirganga undir Vesturlandsveg fyrir innansveitarumferð og aðra en akandi vegfarendur. Áhrif á umferðaröryggi eru metin verulega jákvæð.“
Samgöngur Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent