Segir ekki til fjármagn til að leggja betri vegi um allt land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júlí 2020 11:55 Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri malbikunarfyrirtækisins Hlaðbær Colas, segir að Ísland hafi ekki efni á því að leggja eins góða vegi og mögulegt er alls staðar um landið. Hann segir stærð landsins og fámenni þjóðarinnar valda því að ekki sé hægt að nota bestu efni sem til eru á alla þá 26 þúsund kílómetra sem vegakerfi Íslands spannar. „Þetta er gífurlegt magn af vegum sem við eigum. Vegagerðin er með helminginn af þessu og sveitarfélög og einkaaðilar hinn helminginn. Við erum bara 365 þúsund hræður hérna, þetta er stórt land, og við erum með þessa vegi þar sem þú kemur út úr þéttbýlisstöðunum, austur fyrir Selfoss og norður fyrir Borgarnes, þá tekur við bara klæðing. Tjörunni eða bikinu er sprautað og steinunum dreift í,“ sagði Sigþór í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir að á þeim vegum sem hann nefnir sé hágæðaefni ekki notað til malbikunar. „Enda höfum við bara ekki efni á því að leggja þá betri vegi um allt þetta svæði. Þetta er svo fátt fólk í stóru landi,“ segir Sigþór. Hann segir um ágætis lausn að ræða þegar um er að ræða umferð upp á þúsund bíla á sólarhring. „Við lendum víða í vandræðum af því að, sérstaklega yfir hásumarið þegar traffíkin er af túristum og núna af okkur Íslendingum, þá fer umferðin náttúrulega langt upp fyrir þessa tölu þó hún sé langt undir því yfir veturinn. Þá lendum við í vandræðum.“ Hann segir um að ræða þunn lög á veginum sem þola ekki mikla umferð. Heyra má viðtalið við Sigþór í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni. Samgöngur Bítið Umferðaröryggi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri malbikunarfyrirtækisins Hlaðbær Colas, segir að Ísland hafi ekki efni á því að leggja eins góða vegi og mögulegt er alls staðar um landið. Hann segir stærð landsins og fámenni þjóðarinnar valda því að ekki sé hægt að nota bestu efni sem til eru á alla þá 26 þúsund kílómetra sem vegakerfi Íslands spannar. „Þetta er gífurlegt magn af vegum sem við eigum. Vegagerðin er með helminginn af þessu og sveitarfélög og einkaaðilar hinn helminginn. Við erum bara 365 þúsund hræður hérna, þetta er stórt land, og við erum með þessa vegi þar sem þú kemur út úr þéttbýlisstöðunum, austur fyrir Selfoss og norður fyrir Borgarnes, þá tekur við bara klæðing. Tjörunni eða bikinu er sprautað og steinunum dreift í,“ sagði Sigþór í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir að á þeim vegum sem hann nefnir sé hágæðaefni ekki notað til malbikunar. „Enda höfum við bara ekki efni á því að leggja þá betri vegi um allt þetta svæði. Þetta er svo fátt fólk í stóru landi,“ segir Sigþór. Hann segir um ágætis lausn að ræða þegar um er að ræða umferð upp á þúsund bíla á sólarhring. „Við lendum víða í vandræðum af því að, sérstaklega yfir hásumarið þegar traffíkin er af túristum og núna af okkur Íslendingum, þá fer umferðin náttúrulega langt upp fyrir þessa tölu þó hún sé langt undir því yfir veturinn. Þá lendum við í vandræðum.“ Hann segir um að ræða þunn lög á veginum sem þola ekki mikla umferð. Heyra má viðtalið við Sigþór í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.
Samgöngur Bítið Umferðaröryggi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira