Segir ekki til fjármagn til að leggja betri vegi um allt land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júlí 2020 11:55 Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri malbikunarfyrirtækisins Hlaðbær Colas, segir að Ísland hafi ekki efni á því að leggja eins góða vegi og mögulegt er alls staðar um landið. Hann segir stærð landsins og fámenni þjóðarinnar valda því að ekki sé hægt að nota bestu efni sem til eru á alla þá 26 þúsund kílómetra sem vegakerfi Íslands spannar. „Þetta er gífurlegt magn af vegum sem við eigum. Vegagerðin er með helminginn af þessu og sveitarfélög og einkaaðilar hinn helminginn. Við erum bara 365 þúsund hræður hérna, þetta er stórt land, og við erum með þessa vegi þar sem þú kemur út úr þéttbýlisstöðunum, austur fyrir Selfoss og norður fyrir Borgarnes, þá tekur við bara klæðing. Tjörunni eða bikinu er sprautað og steinunum dreift í,“ sagði Sigþór í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir að á þeim vegum sem hann nefnir sé hágæðaefni ekki notað til malbikunar. „Enda höfum við bara ekki efni á því að leggja þá betri vegi um allt þetta svæði. Þetta er svo fátt fólk í stóru landi,“ segir Sigþór. Hann segir um ágætis lausn að ræða þegar um er að ræða umferð upp á þúsund bíla á sólarhring. „Við lendum víða í vandræðum af því að, sérstaklega yfir hásumarið þegar traffíkin er af túristum og núna af okkur Íslendingum, þá fer umferðin náttúrulega langt upp fyrir þessa tölu þó hún sé langt undir því yfir veturinn. Þá lendum við í vandræðum.“ Hann segir um að ræða þunn lög á veginum sem þola ekki mikla umferð. Heyra má viðtalið við Sigþór í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni. Samgöngur Bítið Umferðaröryggi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri malbikunarfyrirtækisins Hlaðbær Colas, segir að Ísland hafi ekki efni á því að leggja eins góða vegi og mögulegt er alls staðar um landið. Hann segir stærð landsins og fámenni þjóðarinnar valda því að ekki sé hægt að nota bestu efni sem til eru á alla þá 26 þúsund kílómetra sem vegakerfi Íslands spannar. „Þetta er gífurlegt magn af vegum sem við eigum. Vegagerðin er með helminginn af þessu og sveitarfélög og einkaaðilar hinn helminginn. Við erum bara 365 þúsund hræður hérna, þetta er stórt land, og við erum með þessa vegi þar sem þú kemur út úr þéttbýlisstöðunum, austur fyrir Selfoss og norður fyrir Borgarnes, þá tekur við bara klæðing. Tjörunni eða bikinu er sprautað og steinunum dreift í,“ sagði Sigþór í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir að á þeim vegum sem hann nefnir sé hágæðaefni ekki notað til malbikunar. „Enda höfum við bara ekki efni á því að leggja þá betri vegi um allt þetta svæði. Þetta er svo fátt fólk í stóru landi,“ segir Sigþór. Hann segir um ágætis lausn að ræða þegar um er að ræða umferð upp á þúsund bíla á sólarhring. „Við lendum víða í vandræðum af því að, sérstaklega yfir hásumarið þegar traffíkin er af túristum og núna af okkur Íslendingum, þá fer umferðin náttúrulega langt upp fyrir þessa tölu þó hún sé langt undir því yfir veturinn. Þá lendum við í vandræðum.“ Hann segir um að ræða þunn lög á veginum sem þola ekki mikla umferð. Heyra má viðtalið við Sigþór í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.
Samgöngur Bítið Umferðaröryggi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira