Ótrúleg saga samherja Andra Fannars hjá Bologna | Skoraði gegn Inter um helgina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2020 15:30 Juwara fagnar jöfnunarmarki sínu á meðan Alexis Sanchez og Ashley Young labba niðurlútir í átt að miðju vallarins. Mattia Ozbot/Getty Images Bologna vann óvænt 2-1 sigur gegn Inter Milan í ítölsku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi. Íslendingurinn Andri Fannar Baldursson kom inn af varamannabekk liðsins undir lok leiks en það var annar táningur í herbúðum Bologna sem stal senunni. Musa Juwara er 18 ára gamall drengur frá Gambíu. Hann jafnaði leikinn á 75. mínútu, aðeins tíu mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum. Var þetta hans fyrsta mark sem atvinnumaður. Musa Barrow skoraði svo sigurmark Bologna þegar tíu mínútur voru til leiksloka. FIRST professional goal Musa Juwara, take a bow Read his incredible story here https://t.co/U7ZU2K2Tik pic.twitter.com/QNBsN5t8aw— ForzaItalianFootball (@SerieAFFC) July 5, 2020 Juwara flúði slæmar aðstæður þar í landi árið 2016 og komst til Ítalíu með bát yfir Miðjarðarhafið. Hann er einn af þeim heppnu sem komst yfir en því miður gera það ekki allir sem leggja í þessa ferð sem lifa það af. Fékk hann síðan tækifæri hjá áhugamannaliðinu Virtus Avigliano. Gerðist þjálfari liðsins, Vitantonio Summa, forráðamaður Juwara þar sem hann fór einn síns liðs frá Gambíu til Ítalíu. Frammistaða Juwara með Avigliano var ekki lengi að vekja athygli út fyrir borgarmörkin. Leikmaðurinn þykir einkar öflugur kantmaður miðað við aldur og eins og hendi væri veifað þá var Chievo Verona búið að hafa samband með það í huga að semja við drenginn. Gekk hann í raðir liðsins árið 2017. Var aðdragandi félagaskiptanna nokkuð langur en í fyrstu mátti hann ekki semja við félagið sökum þess að hann væri flóttamaður í landinu. Eftir að hafa áfrýjað því máli fékk Juwara grænt ljóst á félagaskiptin og gerðist leikmaður Chievo. Eftir óvænt lán til Torino á síðasta ári – til að taka þátt í hinu virta Torneo di Viareggio unglingamóti, þar sem Juwara skoraði þrjú mörk í þremur leikjum – þá fékk hann sénsinn í aðalliði Chievo er liðið spilaði við Frosinone Calcio í maí á síðasta ári. Left his home country at the age of 1 4 Travelled alone from Gambia to Italy Starting playing for a local club in Potenza Adopted by his coach And now, he's scoring in Serie A Musa Juwara, remember the name #InterBologna #WeAreOne pic.twitter.com/uHdvEeBHne— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) July 5, 2020 Hann gekk svo í raðir Bologna síðasta sumar. Þar hitti hann Andra Fannar í U19 ára liði félagsins en fljótlega voru þeir félagar komnir í aðalliðshópinn undir styrkri stjórn Serbans Siniša Mihajlović. Þeir komu svo báðir við sögu hjá aðalliði Bologna í febrúar síðastliðnum. Juwara kom inn af bekknum gegn Roma og Andri Fannar gegn Udinese. Juwara hafði þá þegar leikið gegn Udinese í ítölsku bikarkeppninni. Báðir komu svo inn af bekknum þegar Bologna kom til baka gegn Inter Milan um helgina og gerði þar með endanlega út um allar vonir að blanda sér í baráttuna um ítalska meistaratitilinn. MATCH REPORTA day when the Gambian flag was raised at San Siro https://t.co/Yx6HAQMtLX#InterBologna #WeAreOne pic.twitter.com/8po608PPLi— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) July 6, 2020 Andri Fannar verður að öllum líkindum áfram í herbúðum Bologna á næstu leiktíð og eru samningaviðræðræður nú þegar farnar af stað. „Bologna vill gera langtíma samning við mig og samningaviðræður eru í gangi núna. Ég ætla bara að halda afram að standa mig á æfingum og sýna hvað ég get og þá vonandi fæ ég fleiri tækifæri. En þetta er auðvitað geggjað að vera partur af þessu liði. Ég er stoltur en ég er hungraður í miklu meira,“ sagði Andri Fannar í samtali við RÚV á dögunum. Andri Fannar í leiknum gegn Inter um helgina.Mattia Ozbot/Getty Images Bologna er í 9. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 41 stig þegar átta umferðir eru eftir. Liðið er sjö stigum frá Napoli sem situr í 6. sætinu en það gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Ítalska deildin er sýnd á Stöð 2 Sport og vonandi sjáum við meira af Andra í komandi leikjum. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og atvikin þegar Bologna kom til baka gegn Inter og Andri Fannar kom inn á Bologna vann magnaðan endurkomusigur á Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Inter voru marki yfir og manni fleiri en Bologna kom til baka og vann sterkan 1-2 útisigur. 5. júlí 2020 21:00 Inter klúðraði leik sem þeir voru með í höndunum | Andri kom inn á undir lokin Inter klúðraði nánast unnum leik gegn Andra Fannari Baldurssyni og félögum í Bologna. 5. júlí 2020 17:15 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Sjá meira
Bologna vann óvænt 2-1 sigur gegn Inter Milan í ítölsku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi. Íslendingurinn Andri Fannar Baldursson kom inn af varamannabekk liðsins undir lok leiks en það var annar táningur í herbúðum Bologna sem stal senunni. Musa Juwara er 18 ára gamall drengur frá Gambíu. Hann jafnaði leikinn á 75. mínútu, aðeins tíu mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum. Var þetta hans fyrsta mark sem atvinnumaður. Musa Barrow skoraði svo sigurmark Bologna þegar tíu mínútur voru til leiksloka. FIRST professional goal Musa Juwara, take a bow Read his incredible story here https://t.co/U7ZU2K2Tik pic.twitter.com/QNBsN5t8aw— ForzaItalianFootball (@SerieAFFC) July 5, 2020 Juwara flúði slæmar aðstæður þar í landi árið 2016 og komst til Ítalíu með bát yfir Miðjarðarhafið. Hann er einn af þeim heppnu sem komst yfir en því miður gera það ekki allir sem leggja í þessa ferð sem lifa það af. Fékk hann síðan tækifæri hjá áhugamannaliðinu Virtus Avigliano. Gerðist þjálfari liðsins, Vitantonio Summa, forráðamaður Juwara þar sem hann fór einn síns liðs frá Gambíu til Ítalíu. Frammistaða Juwara með Avigliano var ekki lengi að vekja athygli út fyrir borgarmörkin. Leikmaðurinn þykir einkar öflugur kantmaður miðað við aldur og eins og hendi væri veifað þá var Chievo Verona búið að hafa samband með það í huga að semja við drenginn. Gekk hann í raðir liðsins árið 2017. Var aðdragandi félagaskiptanna nokkuð langur en í fyrstu mátti hann ekki semja við félagið sökum þess að hann væri flóttamaður í landinu. Eftir að hafa áfrýjað því máli fékk Juwara grænt ljóst á félagaskiptin og gerðist leikmaður Chievo. Eftir óvænt lán til Torino á síðasta ári – til að taka þátt í hinu virta Torneo di Viareggio unglingamóti, þar sem Juwara skoraði þrjú mörk í þremur leikjum – þá fékk hann sénsinn í aðalliði Chievo er liðið spilaði við Frosinone Calcio í maí á síðasta ári. Left his home country at the age of 1 4 Travelled alone from Gambia to Italy Starting playing for a local club in Potenza Adopted by his coach And now, he's scoring in Serie A Musa Juwara, remember the name #InterBologna #WeAreOne pic.twitter.com/uHdvEeBHne— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) July 5, 2020 Hann gekk svo í raðir Bologna síðasta sumar. Þar hitti hann Andra Fannar í U19 ára liði félagsins en fljótlega voru þeir félagar komnir í aðalliðshópinn undir styrkri stjórn Serbans Siniša Mihajlović. Þeir komu svo báðir við sögu hjá aðalliði Bologna í febrúar síðastliðnum. Juwara kom inn af bekknum gegn Roma og Andri Fannar gegn Udinese. Juwara hafði þá þegar leikið gegn Udinese í ítölsku bikarkeppninni. Báðir komu svo inn af bekknum þegar Bologna kom til baka gegn Inter Milan um helgina og gerði þar með endanlega út um allar vonir að blanda sér í baráttuna um ítalska meistaratitilinn. MATCH REPORTA day when the Gambian flag was raised at San Siro https://t.co/Yx6HAQMtLX#InterBologna #WeAreOne pic.twitter.com/8po608PPLi— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) July 6, 2020 Andri Fannar verður að öllum líkindum áfram í herbúðum Bologna á næstu leiktíð og eru samningaviðræðræður nú þegar farnar af stað. „Bologna vill gera langtíma samning við mig og samningaviðræður eru í gangi núna. Ég ætla bara að halda afram að standa mig á æfingum og sýna hvað ég get og þá vonandi fæ ég fleiri tækifæri. En þetta er auðvitað geggjað að vera partur af þessu liði. Ég er stoltur en ég er hungraður í miklu meira,“ sagði Andri Fannar í samtali við RÚV á dögunum. Andri Fannar í leiknum gegn Inter um helgina.Mattia Ozbot/Getty Images Bologna er í 9. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 41 stig þegar átta umferðir eru eftir. Liðið er sjö stigum frá Napoli sem situr í 6. sætinu en það gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Ítalska deildin er sýnd á Stöð 2 Sport og vonandi sjáum við meira af Andra í komandi leikjum.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og atvikin þegar Bologna kom til baka gegn Inter og Andri Fannar kom inn á Bologna vann magnaðan endurkomusigur á Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Inter voru marki yfir og manni fleiri en Bologna kom til baka og vann sterkan 1-2 útisigur. 5. júlí 2020 21:00 Inter klúðraði leik sem þeir voru með í höndunum | Andri kom inn á undir lokin Inter klúðraði nánast unnum leik gegn Andra Fannari Baldurssyni og félögum í Bologna. 5. júlí 2020 17:15 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Sjá meira
Sjáðu mörkin og atvikin þegar Bologna kom til baka gegn Inter og Andri Fannar kom inn á Bologna vann magnaðan endurkomusigur á Inter í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Inter voru marki yfir og manni fleiri en Bologna kom til baka og vann sterkan 1-2 útisigur. 5. júlí 2020 21:00
Inter klúðraði leik sem þeir voru með í höndunum | Andri kom inn á undir lokin Inter klúðraði nánast unnum leik gegn Andra Fannari Baldurssyni og félögum í Bologna. 5. júlí 2020 17:15