Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júlí 2020 16:43 Hótel Saga hefur mátt þola mikið tekjufall eins og önnur ferðaþjónustufyrirtæki. Vísir/vilhelm Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. Áður hefur verið greint frá því að dótturfélög Arctic Adventures og rútufyrirtækið Gray Line fóru sömu leið, vegna tekjuhruns með tilkomu kórónuveirunnar. Óskað er eftir greiðsluskjóli í samræmi við lög um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar sem samþykkt voru á Alþingi 16. júní síðastliðinn. Markmið laganna er að aðstoða fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna farsóttarinnar; t.a.m. með því að lengja lánstíma og fresta gjalddögum skulda. Meðal skilyrða sem fyrirtæki verður að uppfylla til að komast í greiðsluskjól er að mánaðarlegar heildartekjur af starfseminni hafi lækkað um 75 prósent eða að slíkt tekjufall sé fyrirséð á næstu mánuðum. Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelsstjóri á Sögu, segir í samtali við Viðskiptablaðið að slíkur samdráttur sé fyrir hendi á hótelinu. Bókunarstaða hótelsins hafi verið um 12 prósent og að það stefni í svipað hlutfall í júlí. Tekjur sumarsins verði því að líkindum innan við 10 prósent, samanborið við fyrrasumar. Ingibjörg gerir að sama skapi ráð fyrir að greiða þurfi með rekstri Hótels Sögu næstu mánuði og að afla þurfi nýs hlutafjár. Fyrst og fremst sé þó horft til þess að „halda súrefni í fyrirtækinu“ eins og það er orðað í Viðskiptablaðinu. Greiðsluskjólið veiti andrými. „Þetta gefur okkur þriggja mánaða svigrúm til þess að gera samkomulag við lánardrottna og vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins,“ segir Ingibjörg. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Salan á Hótel Sögu Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Hótel Saga hefur bæst í hóp þeirra ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa sótt um greiðsluskjól á síðustu dögum og vikum. Áður hefur verið greint frá því að dótturfélög Arctic Adventures og rútufyrirtækið Gray Line fóru sömu leið, vegna tekjuhruns með tilkomu kórónuveirunnar. Óskað er eftir greiðsluskjóli í samræmi við lög um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar sem samþykkt voru á Alþingi 16. júní síðastliðinn. Markmið laganna er að aðstoða fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna farsóttarinnar; t.a.m. með því að lengja lánstíma og fresta gjalddögum skulda. Meðal skilyrða sem fyrirtæki verður að uppfylla til að komast í greiðsluskjól er að mánaðarlegar heildartekjur af starfseminni hafi lækkað um 75 prósent eða að slíkt tekjufall sé fyrirséð á næstu mánuðum. Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelsstjóri á Sögu, segir í samtali við Viðskiptablaðið að slíkur samdráttur sé fyrir hendi á hótelinu. Bókunarstaða hótelsins hafi verið um 12 prósent og að það stefni í svipað hlutfall í júlí. Tekjur sumarsins verði því að líkindum innan við 10 prósent, samanborið við fyrrasumar. Ingibjörg gerir að sama skapi ráð fyrir að greiða þurfi með rekstri Hótels Sögu næstu mánuði og að afla þurfi nýs hlutafjár. Fyrst og fremst sé þó horft til þess að „halda súrefni í fyrirtækinu“ eins og það er orðað í Viðskiptablaðinu. Greiðsluskjólið veiti andrými. „Þetta gefur okkur þriggja mánaða svigrúm til þess að gera samkomulag við lánardrottna og vinna að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins,“ segir Ingibjörg.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Salan á Hótel Sögu Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira