Martin: „Maður er búinn að troða sokk upp í ansi marga“ Ísak Hallmundarson skrifar 7. júlí 2020 19:30 Martin Hermansson varð tvöfaldur meistari með Alba Berlín á nýafstaðinni leiktíð og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann segir mikla vinnu liggja að baki þeim árangri sem hann hefur náð á sínum ferli. „Ekki bara einhver vinna sem gerðist síðasta sumar, þetta er búin að vera þrotlaus vinna síðan maður var sex ára liggur við. Maður vissi snemma hvert maður ætlaði og hefur fórnað og lagt mjög mikið á sig til að vera á þessum stað í dag. Mér finnst þetta enn þá bara vera byrjunin. Mér finnst ég ekki einu sinni hálfnaður þannig vonandi er enn þá bjartara framundan.“ Martin hefur verið orðaður við stórlið eins og Barcelona og Real Madrid og liggur nú undir feldi. „Það gæti verið að þegar ég vakna á morgun verði ég búinn að ákveða hvert ég fer. Síminn er búinn að vera mjög heitur síðustu tvo, þrjá daga. Þetta gerist rosalega hratt, lið úti vilja fá svör af því þeim finnst auðvitað erfitt að bíða og þurfa að vera með annað plan ef þetta virkar ekki. Ég býst við því þess vegna á næstu klukkutímum að ég viti hvar ég verð á næsta tímabili.“ Hann segist hafa verið ánægður í Berlín og þeir sömuleiðis ánægðir með hann en hann þurfi líka að hugsa um næstu skref á ferlinum. „Þetta er búið að taka mörg ár að byggja, sérstaklega sem lítill íslenskur körfuboltamaður í þessum stóra heimi, það er ekki auðvelt að vera Íslendingur í körfuboltaheiminum. Við erum ekki rosalega hátt skrifuð körfuboltaþjóð. Vonandi er maður að opna enn þá fleiri dyr fyrir unga Íslendinga og þeir sjái að þetta sé hægt þó þú sért ekki stærstur eða sterkastur, hoppar ekki hæst eða hleypur hraðast. Með mikilli vinnu og að finna leiðir þá geturu náð langt.“ „Það er rosalega skrýtið að þessar dyr séu orðnar opnar sem voru svo langt í burtu fyrir nokkrum árum. Þegar ég skrifaði undir minn fyrsta atvinnumannasamning í annarri deildinni í Frakklandi, þá voru ekki margir tilbúnir að stökkva á litla Íslendinginn. Maður er búinn að troða sokk upp í ansi marga held ég, ég á fleiri sokka vonandi í hillunni,“ sagði Martin að lokum. Allt viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Martin má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Þýski körfuboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Martin Hermansson varð tvöfaldur meistari með Alba Berlín á nýafstaðinni leiktíð og sýndi allar sínar bestu hliðar. Hann segir mikla vinnu liggja að baki þeim árangri sem hann hefur náð á sínum ferli. „Ekki bara einhver vinna sem gerðist síðasta sumar, þetta er búin að vera þrotlaus vinna síðan maður var sex ára liggur við. Maður vissi snemma hvert maður ætlaði og hefur fórnað og lagt mjög mikið á sig til að vera á þessum stað í dag. Mér finnst þetta enn þá bara vera byrjunin. Mér finnst ég ekki einu sinni hálfnaður þannig vonandi er enn þá bjartara framundan.“ Martin hefur verið orðaður við stórlið eins og Barcelona og Real Madrid og liggur nú undir feldi. „Það gæti verið að þegar ég vakna á morgun verði ég búinn að ákveða hvert ég fer. Síminn er búinn að vera mjög heitur síðustu tvo, þrjá daga. Þetta gerist rosalega hratt, lið úti vilja fá svör af því þeim finnst auðvitað erfitt að bíða og þurfa að vera með annað plan ef þetta virkar ekki. Ég býst við því þess vegna á næstu klukkutímum að ég viti hvar ég verð á næsta tímabili.“ Hann segist hafa verið ánægður í Berlín og þeir sömuleiðis ánægðir með hann en hann þurfi líka að hugsa um næstu skref á ferlinum. „Þetta er búið að taka mörg ár að byggja, sérstaklega sem lítill íslenskur körfuboltamaður í þessum stóra heimi, það er ekki auðvelt að vera Íslendingur í körfuboltaheiminum. Við erum ekki rosalega hátt skrifuð körfuboltaþjóð. Vonandi er maður að opna enn þá fleiri dyr fyrir unga Íslendinga og þeir sjái að þetta sé hægt þó þú sért ekki stærstur eða sterkastur, hoppar ekki hæst eða hleypur hraðast. Með mikilli vinnu og að finna leiðir þá geturu náð langt.“ „Það er rosalega skrýtið að þessar dyr séu orðnar opnar sem voru svo langt í burtu fyrir nokkrum árum. Þegar ég skrifaði undir minn fyrsta atvinnumannasamning í annarri deildinni í Frakklandi, þá voru ekki margir tilbúnir að stökkva á litla Íslendinginn. Maður er búinn að troða sokk upp í ansi marga held ég, ég á fleiri sokka vonandi í hillunni,“ sagði Martin að lokum. Allt viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Martin má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Þýski körfuboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira