Innlent

Veittist að konu og barni og beit tvo lögreglumenn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Alls komu 55 mál inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá 17 til 5.
Alls komu 55 mál inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá 17 til 5. Vilhelm/Vísir

Óskað var eftir skjótri aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18:25 í gærkvöldi vegna karlmanns Breiðholti. Sá var í mjög annarlegu ástandi og hafði veist að barni og konu. Í átökum við lögregluna beit maðurinn tvo lögreglumenn og hrækti á þann þriðja. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Þá hafði lögregla afskipti af tveimur mönnum á áttunda tímanum. Þeir voru að slást. Annar var búinn staf, en hinn flösku. Annar þeirra hlaut minniháttar áverka.

Þá segir í dagbók lögreglu að mikið hafi verið um tilkynningar eða kvartanir vegna fólks í annarlegu ástandi „sem var samborgurum sínum til ama og leiðinda.“ Flestum var vísað í burtu eða ekið á viðeigandi stað. Þó þurfti að flytja tvo á sjúkrahús vegna ástands síns.

Alls voru 55 mál bókuð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan 17 í gærkvöldi og til 5 í morgun. Fjórir voru vistaðir í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×