Stefna Hval og vilja fá rúmlega einn og hálfan milljarð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júlí 2020 08:13 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi Hvals. Getty/Arnaldur Halldórsson Þrír hluthafar í Hval hf. hafa stefnt félaginu, og krefjast þess að hlutir þeirra verði innleystir. Þeir vilja fá samtal 1,56 milljarða í sinn hlut, auk dráttarvaxta. Samtals nemur hlutur þeirra 5,3% í félaginu. Frá þessu er greint í Markaðnum. Þar kemur fram að hluthafarnir, sem eru félög í eigu þeirra Einars Sveinssonar, Benedikts Einarssonar og Ingimundar Sveinssonar, saki Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra og stærsta einstaka hluthafa félagsins um að hafa, með kaupum sínum á hlutum í Hval „á verulegu undirverði“ og fráfalli forkaupsréttar stjórnar félagsins að þeim, aflað sér „ótilhlýðilegra hagsmuna,“ á kostnað annarra hluthafa. Telja kröfuhafarnir að Kristján hafi með þessu brotið gegn ákvæðum laga um hlutafélög. Því eigi félög þeirra rétt á innlausn hluta sinna, samkvæmt 26. grein laganna. Í umfjöllun Markaðarins er því slegið föstu að ekki hafi áður reynt á umrætt ákvæði fyrir dómstólum, en í því segir að hluthafi geti krafist dóms, standi veigamikil rök til þess að honum verði gert kleift að losna úr félaginu. Markaðurinn hefur eftir Kristjáni að verði gengið að kröfum hluthafanna gæti það falið í sér að Hvalur hf. verði leyst upp, þar sem eiga mætti von á því að fleiri hluthafa krefðust þess að vera keyptir út á sama gengi, og félaginu slitið í kjölfarið. Segist hann þó ekki telja að það sé vilji meirihluta annarra hluthafa félagsins. Aðalmeðferð hefjist í haust Í málsvörn Hvals er þess krafist að því sé hafnað að lögbundin skilyrði innlausnar séu til staðar. Þá krefst Hvalur þess til vara, ef fallist verður á innlausn hlutanna, að ekki verði eingöngu litið til upplausnarvirðis félagsins eins og hluthafarnir hafa farið fram á. Heldur verði litið til verðs í síðustu þekktu viðskuptum, auk sjónarmiða um minnihlutaafslátt og seljanleikaafslátt frá upplausnarvirði. Þau sjónarmið myndu leiða til þess að verð hlutanna stæði nærri verði síðustu viðskipta, en Hvalur hefur aflað verðmats hjá Deloitte vegna málsins. Markaðurinn segir gert ráð fyrir því að aðalmeðferð málsins hefjist í héraðsdómi Vesturlands í september á þessu ári. Hvalveiðar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þrír hluthafar í Hval hf. hafa stefnt félaginu, og krefjast þess að hlutir þeirra verði innleystir. Þeir vilja fá samtal 1,56 milljarða í sinn hlut, auk dráttarvaxta. Samtals nemur hlutur þeirra 5,3% í félaginu. Frá þessu er greint í Markaðnum. Þar kemur fram að hluthafarnir, sem eru félög í eigu þeirra Einars Sveinssonar, Benedikts Einarssonar og Ingimundar Sveinssonar, saki Kristján Loftsson, framkvæmdastjóra og stærsta einstaka hluthafa félagsins um að hafa, með kaupum sínum á hlutum í Hval „á verulegu undirverði“ og fráfalli forkaupsréttar stjórnar félagsins að þeim, aflað sér „ótilhlýðilegra hagsmuna,“ á kostnað annarra hluthafa. Telja kröfuhafarnir að Kristján hafi með þessu brotið gegn ákvæðum laga um hlutafélög. Því eigi félög þeirra rétt á innlausn hluta sinna, samkvæmt 26. grein laganna. Í umfjöllun Markaðarins er því slegið föstu að ekki hafi áður reynt á umrætt ákvæði fyrir dómstólum, en í því segir að hluthafi geti krafist dóms, standi veigamikil rök til þess að honum verði gert kleift að losna úr félaginu. Markaðurinn hefur eftir Kristjáni að verði gengið að kröfum hluthafanna gæti það falið í sér að Hvalur hf. verði leyst upp, þar sem eiga mætti von á því að fleiri hluthafa krefðust þess að vera keyptir út á sama gengi, og félaginu slitið í kjölfarið. Segist hann þó ekki telja að það sé vilji meirihluta annarra hluthafa félagsins. Aðalmeðferð hefjist í haust Í málsvörn Hvals er þess krafist að því sé hafnað að lögbundin skilyrði innlausnar séu til staðar. Þá krefst Hvalur þess til vara, ef fallist verður á innlausn hlutanna, að ekki verði eingöngu litið til upplausnarvirðis félagsins eins og hluthafarnir hafa farið fram á. Heldur verði litið til verðs í síðustu þekktu viðskuptum, auk sjónarmiða um minnihlutaafslátt og seljanleikaafslátt frá upplausnarvirði. Þau sjónarmið myndu leiða til þess að verð hlutanna stæði nærri verði síðustu viðskipta, en Hvalur hefur aflað verðmats hjá Deloitte vegna málsins. Markaðurinn segir gert ráð fyrir því að aðalmeðferð málsins hefjist í héraðsdómi Vesturlands í september á þessu ári.
Hvalveiðar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira