Play tilbúið að stökkva fyrr inn ef þörf krefur Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2020 14:06 Flugfélagið Play var formlega kynnt til leiks í byrjun nóvember í fyrra. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn flugfélagsins Play segjast vera tilbúnir að koma inn á flugmarkaðinn fyrr en stefnt hefur verið að, krefjist aðstæður þess. Allur undirbúningur félagsins síðustu mánuði hafi miðast við fyrst flug í haust og segja þau „stutt“ í að sala farmiða verði kynnt. Möguleikar félagsins hafi stóraukist á síðustu vikum enda muni það ekki taka „Covid-vandræðin“ með sér inn í framtíðina eins og mörg önnur flugfélög. Ekki þarf að leita langt til að sjá dæmi þess. Rekstrarvandræði Icelandair hafa verið fyrirferðamikil í fréttum undanfarin misseri, ekki síst eftir eftirspurnarfall samhliða kórónuveirufaraldrinum. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, segist þó lítið vilja tjá sig um stöðu keppinautarins. Ljóst sé hins vegar að staða Icelandair sé alvarleg og að Play-liðar óski félaginu velfarnaðar. „PLAY er fyrst og fremst að koma inn á markað til að búa til samkeppni í flugi til og frá Íslandi og auka framboð fyrir ferðamenn á ódýrara flugi til Evrópu og vestur um haf,“ segir Arnar. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play.play Ekki verður annað séð af yfirlýsingum Play-liða á síðustu vikum en að undirbúningur sé á lokametrunum. „Flugrekstrarleyfið er klárt, bókunarsíðan er tilbúin sem og samningar við þjónustuaðila, birgja sem og kjarasamningar. Það eina sem er í raun eftir núna er að átta sig á hvenær Covid endar og hvernig við klárum restina,“ sagði Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins, til að mynda fyrr í sumar. Arnar Már segir að Play-liðar sjái fram á vaxandi eftirspurn eftir flugi í gegnum veturinn og inn á næsta sumar. Unnið sé að því að hefja áætlunarflug í haust vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. „Við erum hinsvegar tilbúin til að koma inn á markaðinn mun fyrr en það ef aðstæður krefjast þess,“ segir Arnar Már. Airbus-vélarnar tilbúnar Þannig séu flugvélamál félagsins „á mjög góðum stað,“ eins og Arnar orðar það. Aðgengi að vélum hafi breyst mikið að undanförnu. „Í dag er félag eins PLAY álitlegur kostur fyrir marga vegna þess að PLAY mun ekki fara með Covid vandræðin með sér inn í framtíðina og möguleikar okkar til þess að ná góðum árangri á markaði eru því búnar að stóraukast,“ segir Arnar. Ekki skemmi fyrir að hópurinn að baki Play hafi reynslu af flugrekstri, en forsvarsmenn félagsins voru formlega kynntir til leiks á nýrri vefsíðu Play fyrir um hálfum mánuði. Reynsla Play-liða sé þannig „mjög heillandi fyrir t.a.m. flugleigusala,“ segir Arnar. Félagið hafi þegar tryggt sér nokkrar nýlegar þotur úr Airbus A320-línunni sem séu tilbúnar að koma til landsins þegar kallið kemur. „Það er því nokkuð ljóst að aðgangur að vélum er ekki vandamál í stækkun PLAY næstu mánuðina og jafnvel árin.“ Sérhæfðir starfsmenn óskast Um 40 manns starfa hjá Play í dag en félaginu bárust um 4000 starfsumsóknir þegar auglýst var eftir „leikfélögum“ í lok síðasta árs. Arnar segir að ekki hafi tekist að vinna úr þeim öllum en að þó hafi verið tekin nokkur hundruð starfsviðtöl. Þá sé „mjög líklegt“ að Play muni auglýsa eftir einstaklingum í „þónokkur sérhæfð störf á næstunni.“ Arnar segist þó ekki vera tilbúinn að gefa upp nákvæma dagsetningu, aðspurður hvenær sala flugmiða hefjist. Kórónuveiruaðstæður séu einfaldlega þannig að Play-liðar gætu þurft að breyta dagsetningunni með skömmu fyrirvara, þó svo að þau geri ekki ráð fyrir að þurfa þess. „Það er hinsvegar stutt í að við kynnum þá dagsetningu en við erum að vega og meta heppilegasta tímann,“ segir Arnar. Verið sé að fínpússa hlutina. „. Við erum búin að nýta tímann vel í undirbúning flugrekstursins því að það er með þetta eins og allt annað að undirbúningur er lykilatriði og það er aldrei hægt að vera of vel undirbúinn,“ segir Arnar. Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Play áætlar að hefja leik næsta haust Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag. 11. júní 2020 08:26 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Forsvarsmenn flugfélagsins Play segjast vera tilbúnir að koma inn á flugmarkaðinn fyrr en stefnt hefur verið að, krefjist aðstæður þess. Allur undirbúningur félagsins síðustu mánuði hafi miðast við fyrst flug í haust og segja þau „stutt“ í að sala farmiða verði kynnt. Möguleikar félagsins hafi stóraukist á síðustu vikum enda muni það ekki taka „Covid-vandræðin“ með sér inn í framtíðina eins og mörg önnur flugfélög. Ekki þarf að leita langt til að sjá dæmi þess. Rekstrarvandræði Icelandair hafa verið fyrirferðamikil í fréttum undanfarin misseri, ekki síst eftir eftirspurnarfall samhliða kórónuveirufaraldrinum. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, segist þó lítið vilja tjá sig um stöðu keppinautarins. Ljóst sé hins vegar að staða Icelandair sé alvarleg og að Play-liðar óski félaginu velfarnaðar. „PLAY er fyrst og fremst að koma inn á markað til að búa til samkeppni í flugi til og frá Íslandi og auka framboð fyrir ferðamenn á ódýrara flugi til Evrópu og vestur um haf,“ segir Arnar. Arnar Már Magnússon, forstjóri Play.play Ekki verður annað séð af yfirlýsingum Play-liða á síðustu vikum en að undirbúningur sé á lokametrunum. „Flugrekstrarleyfið er klárt, bókunarsíðan er tilbúin sem og samningar við þjónustuaðila, birgja sem og kjarasamningar. Það eina sem er í raun eftir núna er að átta sig á hvenær Covid endar og hvernig við klárum restina,“ sagði Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins, til að mynda fyrr í sumar. Arnar Már segir að Play-liðar sjái fram á vaxandi eftirspurn eftir flugi í gegnum veturinn og inn á næsta sumar. Unnið sé að því að hefja áætlunarflug í haust vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi. „Við erum hinsvegar tilbúin til að koma inn á markaðinn mun fyrr en það ef aðstæður krefjast þess,“ segir Arnar Már. Airbus-vélarnar tilbúnar Þannig séu flugvélamál félagsins „á mjög góðum stað,“ eins og Arnar orðar það. Aðgengi að vélum hafi breyst mikið að undanförnu. „Í dag er félag eins PLAY álitlegur kostur fyrir marga vegna þess að PLAY mun ekki fara með Covid vandræðin með sér inn í framtíðina og möguleikar okkar til þess að ná góðum árangri á markaði eru því búnar að stóraukast,“ segir Arnar. Ekki skemmi fyrir að hópurinn að baki Play hafi reynslu af flugrekstri, en forsvarsmenn félagsins voru formlega kynntir til leiks á nýrri vefsíðu Play fyrir um hálfum mánuði. Reynsla Play-liða sé þannig „mjög heillandi fyrir t.a.m. flugleigusala,“ segir Arnar. Félagið hafi þegar tryggt sér nokkrar nýlegar þotur úr Airbus A320-línunni sem séu tilbúnar að koma til landsins þegar kallið kemur. „Það er því nokkuð ljóst að aðgangur að vélum er ekki vandamál í stækkun PLAY næstu mánuðina og jafnvel árin.“ Sérhæfðir starfsmenn óskast Um 40 manns starfa hjá Play í dag en félaginu bárust um 4000 starfsumsóknir þegar auglýst var eftir „leikfélögum“ í lok síðasta árs. Arnar segir að ekki hafi tekist að vinna úr þeim öllum en að þó hafi verið tekin nokkur hundruð starfsviðtöl. Þá sé „mjög líklegt“ að Play muni auglýsa eftir einstaklingum í „þónokkur sérhæfð störf á næstunni.“ Arnar segist þó ekki vera tilbúinn að gefa upp nákvæma dagsetningu, aðspurður hvenær sala flugmiða hefjist. Kórónuveiruaðstæður séu einfaldlega þannig að Play-liðar gætu þurft að breyta dagsetningunni með skömmu fyrirvara, þó svo að þau geri ekki ráð fyrir að þurfa þess. „Það er hinsvegar stutt í að við kynnum þá dagsetningu en við erum að vega og meta heppilegasta tímann,“ segir Arnar. Verið sé að fínpússa hlutina. „. Við erum búin að nýta tímann vel í undirbúning flugrekstursins því að það er með þetta eins og allt annað að undirbúningur er lykilatriði og það er aldrei hægt að vera of vel undirbúinn,“ segir Arnar.
Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Play áætlar að hefja leik næsta haust Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag. 11. júní 2020 08:26 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Play áætlar að hefja leik næsta haust Skúli Skúlason, stjórnaformaður flugfélagsins Play, segir félagið stefna á að hefja sig til flugs í október á þessu ári. Hann segir flugmarkaðinn gjörbreyttan í kjölfar kórónuveirufaraldursins og segir stöðuna hagstæða fyrir nýtt flugfélag. 11. júní 2020 08:26