Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2020 20:00 Forstjóri Icelandair segir félagið ekki komast lengra í viðræðum við flugfreyjur sem kolfelldu nýgerðan kjarasamning. Formaður Flugfreyjufélagsins segir öllum fyrir bestu að Icelandair bakki með kröfur sínar en það ræðst á næstu vikum hvort félaginu takist að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu sinni. kjarasamningur, Icelandair, flugsamgöngur,Foto: HÞ Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands kolfelldu nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. En rúmlega 85 prósent félagsmanna greiddu atkvæði, 26,5 prósent sögðu já en nærri 73 prósent höfnuðu samningnum. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins segir samninginn hafa snúist um hagræðingarkröfur Icelandair gagnvart flugfreyjum. „Og miklar breytingar á núgildandi kjarasamningi. Það er nokkuð ljóst að félagsmenn telja of langt gengið í þeim efnum,“ segir Guðlaug. Staðan í kjaradeilunni hefur harnað því Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair segir að lengra verði ekki komist. Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair sér ekki tilgang í að mæta til frekari funda hjá ríkissáttasemjara þar sem félagið hafi nú þegar boðið það sem það geti í samningaviðræðum við flugfreyjur.Stöð 2/Sigurjón „Ég reikna með að ríkissáttasemjari boði fund. En ég veit ekki hvaða tilgangi það þjónar því við komumst því miður ekki lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða. Við þurfum að tryggja samkepnishæfni félagsins sem við gerðum í þessum samningum sem skrifað var undir. Á sama tíma og við stóðum vörð um starfskjör flugþjóna og flugfreyja hjá okkur,“ segir Bogi. Guðlaug telur hins vegar öllum fyrir bestu að Icelandair bakki með sínar kröfur. En félagið hefur rætt um aðrar og óskilgreindar leiðir náist ekki að semja við flugfreyjufélagið. Óttast þú að gripið verði til slíkra ráða? Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ekki trúa öðru en Icelandair fari að leikreglum á íslenskum vinnumarkaði og gangi frá samningum við flugfreyjur.Stöð 2/Sigurjón „Ég neita að trúa því að að jafnstórt félag og Icelandair á íslenskum vinnumarkaði fari að brjóta reglur á vinnumarkaði. Ég ætla að trúa því að hér förum við eftir settum reglum,“ segir Guðlaug. Getið þið skipt um flugfreyjurnar með því að taka þær hjá starfsmannaleigum í útlöndum eða eitthvað slíkt? „Það hefur alls ekki verið stefnan okkar. Við erum að vinna á íslenskum vinnumarkaði og stefnum að því að vera í íslensku vinnuumhverfi áfram,” segir Bogi. En það eru ekki bara kjarasamningar við flugfreyjur sem stendur út af borðinu hjá Icelandair. Því enn á félagið eftir að semja við Boeing verksmiðjurnar vegna Max flugvélanna og afla gríðarlega mikils hlutafjár. „Við ætlum að fara í það í ágústmánuði og klára þessa verkþætti sem við erum í núna í júlí. Semja við lánadrottna, Boeing, flugstéttirnar; og það verður að ganga eftir núna í júlímánuði. Ef ekki þá er staðan orðin önnur og við þurfum einhvern veginn að endurmeta hana,“ segir Bogi Níls Bogason. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52 Flugfreyjur ganga til atkvæðagreiðslu á næstu dögum Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair hefst á næstu dögum en kosning hefur tafist vegna undirbúnings kjörskrár. 30. júní 2020 14:00 Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst Icelandair segist hafa náð góðum árangri í viðræðum við marga af helstu hagaðilum félagsins, en samkomulag við þá er forsenda þess að félagið geti hafið hlutafjárútboð. 29. júní 2020 09:09 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir félagið ekki komast lengra í viðræðum við flugfreyjur sem kolfelldu nýgerðan kjarasamning. Formaður Flugfreyjufélagsins segir öllum fyrir bestu að Icelandair bakki með kröfur sínar en það ræðst á næstu vikum hvort félaginu takist að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu sinni. kjarasamningur, Icelandair, flugsamgöngur,Foto: HÞ Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands kolfelldu nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. En rúmlega 85 prósent félagsmanna greiddu atkvæði, 26,5 prósent sögðu já en nærri 73 prósent höfnuðu samningnum. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins segir samninginn hafa snúist um hagræðingarkröfur Icelandair gagnvart flugfreyjum. „Og miklar breytingar á núgildandi kjarasamningi. Það er nokkuð ljóst að félagsmenn telja of langt gengið í þeim efnum,“ segir Guðlaug. Staðan í kjaradeilunni hefur harnað því Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair segir að lengra verði ekki komist. Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair sér ekki tilgang í að mæta til frekari funda hjá ríkissáttasemjara þar sem félagið hafi nú þegar boðið það sem það geti í samningaviðræðum við flugfreyjur.Stöð 2/Sigurjón „Ég reikna með að ríkissáttasemjari boði fund. En ég veit ekki hvaða tilgangi það þjónar því við komumst því miður ekki lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða. Við þurfum að tryggja samkepnishæfni félagsins sem við gerðum í þessum samningum sem skrifað var undir. Á sama tíma og við stóðum vörð um starfskjör flugþjóna og flugfreyja hjá okkur,“ segir Bogi. Guðlaug telur hins vegar öllum fyrir bestu að Icelandair bakki með sínar kröfur. En félagið hefur rætt um aðrar og óskilgreindar leiðir náist ekki að semja við flugfreyjufélagið. Óttast þú að gripið verði til slíkra ráða? Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segist ekki trúa öðru en Icelandair fari að leikreglum á íslenskum vinnumarkaði og gangi frá samningum við flugfreyjur.Stöð 2/Sigurjón „Ég neita að trúa því að að jafnstórt félag og Icelandair á íslenskum vinnumarkaði fari að brjóta reglur á vinnumarkaði. Ég ætla að trúa því að hér förum við eftir settum reglum,“ segir Guðlaug. Getið þið skipt um flugfreyjurnar með því að taka þær hjá starfsmannaleigum í útlöndum eða eitthvað slíkt? „Það hefur alls ekki verið stefnan okkar. Við erum að vinna á íslenskum vinnumarkaði og stefnum að því að vera í íslensku vinnuumhverfi áfram,” segir Bogi. En það eru ekki bara kjarasamningar við flugfreyjur sem stendur út af borðinu hjá Icelandair. Því enn á félagið eftir að semja við Boeing verksmiðjurnar vegna Max flugvélanna og afla gríðarlega mikils hlutafjár. „Við ætlum að fara í það í ágústmánuði og klára þessa verkþætti sem við erum í núna í júlí. Semja við lánadrottna, Boeing, flugstéttirnar; og það verður að ganga eftir núna í júlímánuði. Ef ekki þá er staðan orðin önnur og við þurfum einhvern veginn að endurmeta hana,“ segir Bogi Níls Bogason.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52 Flugfreyjur ganga til atkvæðagreiðslu á næstu dögum Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair hefst á næstu dögum en kosning hefur tafist vegna undirbúnings kjörskrár. 30. júní 2020 14:00 Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst Icelandair segist hafa náð góðum árangri í viðræðum við marga af helstu hagaðilum félagsins, en samkomulag við þá er forsenda þess að félagið geti hafið hlutafjárútboð. 29. júní 2020 09:09 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sjá meira
Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36
Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52
Flugfreyjur ganga til atkvæðagreiðslu á næstu dögum Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair hefst á næstu dögum en kosning hefur tafist vegna undirbúnings kjörskrár. 30. júní 2020 14:00
Fresta hlutafjárútboði fram í ágúst Icelandair segist hafa náð góðum árangri í viðræðum við marga af helstu hagaðilum félagsins, en samkomulag við þá er forsenda þess að félagið geti hafið hlutafjárútboð. 29. júní 2020 09:09