Eitt til tvö rafhlaupahjólaslys á hverjum degi á bráðamóttöku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júlí 2020 19:30 Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. „Öllum nýjungum í ferðamáta fólks fylgja einhver slys. Það hefur orðið gífurleg aukning í notkun á þessum rafmagnshlaupahjólum og við sjáum svona eitt til tvö slys á dag vegna þeirra," segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Innflutningur á rafhlaupahjólum hefur stóraukist. Þessi mikla aukning er auðsjáanleg á innflutningi rafhlaupahjóla. Hjólin fengu eigin tollflokk um áramótin og samkvæmt könnun fréttastofu voru á fyrstu fimm mánuðum ársins ríflega 4.500 rafhlaupahjól flutt inn til landsins. Þar af lang flest frá Kína. Það er mun meira en á öllu árinu í fyrra. Talningin er heldur ónákvæmari fyrir fyrri ár, þegar hlaupahjólin féllu í sama tollflokk og fleiri rafknúin hjól. Heildarfjöldinn árið 2019 var þó um 3.800 á árinu öllu. Árið 2018 voru þau um 2.700 og um 1.500 árið 2017. Börn og fullorðnir hafa leitað á bráðamóttöku vegna slysa og eru beinbrot og höfuðákverkar á meðal meiðsla. Áverkar eru þó oftast minniháttar. „Flest öll slysin verða einfaldlega vegna þess að fólk ekur á gangstéttarbrún og missir aðeins jafnvægið en það er mjög lítið um alvarleg slys, þar sem til dæmis er ekið á einhvern. Einhver slys verða síðan þegar fólk er á þessum hjólum undir áhrifum áfengis, sem við að sjálfsögðu mælum ekki með," segir Hjalti. Rafhlaupahjól í eigu leigunnar Hopps hafa samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan hlaupahjólaleigan var opnuð í haust. Það jafngildir um 300 ferðum í kringum landið. Að sögn framkvæmdastjóra Hopps, stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins, er fyrirtækið með yfir eitt hundrað hjól í notkun og hafa þau samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan í haust. Það jafngildir um þrjú hundruð ferðum í kringum landið. Sökum mikillar notkunar segir Hjalti slysatíðnina ekki mjög háa í samanburði við önnur samgönguslys. Hann brýnir þó fyrir fólki að fara gætilega. „Og síðan þarf líka að halda áfram að bæta umferðarkerfið til að veita þeim betra sviprúm sem eru að nota rafmagnshlaupahjól, venjuleg reiðhjólum, hjólabretti og aðra ferðamáta en bílinn," segir Hjalti. Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Sjá meira
Daglega leita einn til tveir á bráðamóttökuna eftir slys á rafmagnshlaupahjóli. Þar af sumir með beinbrot eða höfuðáverka en áverkar eru þó oftast minniháttar. Innflutningur á hlaupahjólum hefur stóraukist milli ára. „Öllum nýjungum í ferðamáta fólks fylgja einhver slys. Það hefur orðið gífurleg aukning í notkun á þessum rafmagnshlaupahjólum og við sjáum svona eitt til tvö slys á dag vegna þeirra," segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Innflutningur á rafhlaupahjólum hefur stóraukist. Þessi mikla aukning er auðsjáanleg á innflutningi rafhlaupahjóla. Hjólin fengu eigin tollflokk um áramótin og samkvæmt könnun fréttastofu voru á fyrstu fimm mánuðum ársins ríflega 4.500 rafhlaupahjól flutt inn til landsins. Þar af lang flest frá Kína. Það er mun meira en á öllu árinu í fyrra. Talningin er heldur ónákvæmari fyrir fyrri ár, þegar hlaupahjólin féllu í sama tollflokk og fleiri rafknúin hjól. Heildarfjöldinn árið 2019 var þó um 3.800 á árinu öllu. Árið 2018 voru þau um 2.700 og um 1.500 árið 2017. Börn og fullorðnir hafa leitað á bráðamóttöku vegna slysa og eru beinbrot og höfuðákverkar á meðal meiðsla. Áverkar eru þó oftast minniháttar. „Flest öll slysin verða einfaldlega vegna þess að fólk ekur á gangstéttarbrún og missir aðeins jafnvægið en það er mjög lítið um alvarleg slys, þar sem til dæmis er ekið á einhvern. Einhver slys verða síðan þegar fólk er á þessum hjólum undir áhrifum áfengis, sem við að sjálfsögðu mælum ekki með," segir Hjalti. Rafhlaupahjól í eigu leigunnar Hopps hafa samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan hlaupahjólaleigan var opnuð í haust. Það jafngildir um 300 ferðum í kringum landið. Að sögn framkvæmdastjóra Hopps, stærstu rafhlaupahjólaleigu landsins, er fyrirtækið með yfir eitt hundrað hjól í notkun og hafa þau samtals verið keyrð yfir 400 þúsund kílómetra síðan í haust. Það jafngildir um þrjú hundruð ferðum í kringum landið. Sökum mikillar notkunar segir Hjalti slysatíðnina ekki mjög háa í samanburði við önnur samgönguslys. Hann brýnir þó fyrir fólki að fara gætilega. „Og síðan þarf líka að halda áfram að bæta umferðarkerfið til að veita þeim betra sviprúm sem eru að nota rafmagnshlaupahjól, venjuleg reiðhjólum, hjólabretti og aðra ferðamáta en bílinn," segir Hjalti.
Umferðaröryggi Rafhlaupahjól Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Sjá meira