Börn Brittu Nielsen fá þunga fangelsisdóma Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2020 12:15 Britta Nielsen í réttarsal árið 2018. Vísir/AP Þrjú börn Brittu Nielsen, fyrrverandi starfsmanns danskra félagsmálayfirvalda, voru í dag dæmd í fangelsi fyrir hylmingu. Þeim var gefið að sök að hafa tekið við samtals um 50 milljónum danskra króna frá móður sinni, sem dómurinn taldi ljóst að þau hefðu átt að vita að væri illa fengið fé. Öll hafa systkinin áfrýjað dómunum. Nielsen var ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu og hafði hún að stórum hluta játað sök. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik í febrúar síðastliðnum. Fertugur sonur Nielsen, Jimmy Hayat, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dætur hennar, hin 36 ára Jamilla Hayat og Samina Hayat, 33 ára, hlutu einnig fangelsisdóma; Jamilla eitt og hálft ár og Samina þrjú og hálft ár. Í frétt danska ríkisútvarpsins DR segir að sú síðastnefnda hafi þegið mest fé frá móður sinni, eða alls um 37 milljónir danskra króna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Saminu hefði átt að vera ljóst að fé móður hennar væri illa fengið. Samina og systkini hennar neituðu öll sök og báru því fyrir sig að þau hefðu ekki vitað að móðir þeirra hefði komist yfir fjármunina með glæpsamlegum hætti. Dómurinn taldi framburð þeirra þess efnis ekki trúverðugan. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hefði Nielsen dregið sér fé alls 298 sinnum með ólöglegum hætti. Var hún ákærð fyrir að draga sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna, en málið er eitt umfangsmesta fjársvikamál sem komið hefur upp í Danmörku. Þá sagði jafnframt í ákæru að Nielsen hefði dregið sér fé á árunum1993 til 2002 en þá með öðrum aðgerðum. Auk alls þessa var hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Nielsen sagði fyrir dómi að hún hefði eytt peningunum að stórum hluta í sjálfan sig – en einnig í börn sín. „Þetta varð að einhvers konar fíkn, ég tók peninga og keypti það sem mér datt í hug. Var góð við börnin mín, var góð við fjölskyldu mína.“ Danmörk Mest lesið Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Fleiri fréttir Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Sjá meira
Þrjú börn Brittu Nielsen, fyrrverandi starfsmanns danskra félagsmálayfirvalda, voru í dag dæmd í fangelsi fyrir hylmingu. Þeim var gefið að sök að hafa tekið við samtals um 50 milljónum danskra króna frá móður sinni, sem dómurinn taldi ljóst að þau hefðu átt að vita að væri illa fengið fé. Öll hafa systkinin áfrýjað dómunum. Nielsen var ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu og hafði hún að stórum hluta játað sök. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik í febrúar síðastliðnum. Fertugur sonur Nielsen, Jimmy Hayat, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dætur hennar, hin 36 ára Jamilla Hayat og Samina Hayat, 33 ára, hlutu einnig fangelsisdóma; Jamilla eitt og hálft ár og Samina þrjú og hálft ár. Í frétt danska ríkisútvarpsins DR segir að sú síðastnefnda hafi þegið mest fé frá móður sinni, eða alls um 37 milljónir danskra króna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Saminu hefði átt að vera ljóst að fé móður hennar væri illa fengið. Samina og systkini hennar neituðu öll sök og báru því fyrir sig að þau hefðu ekki vitað að móðir þeirra hefði komist yfir fjármunina með glæpsamlegum hætti. Dómurinn taldi framburð þeirra þess efnis ekki trúverðugan. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hefði Nielsen dregið sér fé alls 298 sinnum með ólöglegum hætti. Var hún ákærð fyrir að draga sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna, en málið er eitt umfangsmesta fjársvikamál sem komið hefur upp í Danmörku. Þá sagði jafnframt í ákæru að Nielsen hefði dregið sér fé á árunum1993 til 2002 en þá með öðrum aðgerðum. Auk alls þessa var hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Nielsen sagði fyrir dómi að hún hefði eytt peningunum að stórum hluta í sjálfan sig – en einnig í börn sín. „Þetta varð að einhvers konar fíkn, ég tók peninga og keypti það sem mér datt í hug. Var góð við börnin mín, var góð við fjölskyldu mína.“
Danmörk Mest lesið Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent Fleiri fréttir Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Sjá meira