Erlent

Lýst eftir borgarstjóra Seúl

Andri Eysteinsson skrifar
Park Won-soon borgarstjóri Seúl.
Park Won-soon borgarstjóri Seúl. Getty/ Tom Williams

Lögregla leitar nú að hinum 64 ára gamla Park Won-soon, borgarstjóra suður-kóresku höfuðborgarinnar Seúl, en hann mætti ekki til vinnu í ráðhúsinu í morgun.

Lögreglan segir að farsími borgarstjórans hafi síðast gefið frá sér merki nærri lítilli hæð í Sungbuk-hverfinu í borginni og að nú sé slökkt á símanum.

Dóttir borgarstjórans segir að hann hafi skilið eftir torræð skilaboð áður en hann yfirgaf heimili sitt um morguninn. Vakti það mikla furðu dóttur Park sem hafði samband við lögreglu eftir að hún náðist ekki í 

Park sem gengt hefur embættinu frá árinu 2011 mætti ekki til starfa í morgun en hann átti að funda með fulltrúa frá skrifstofu suður-kóreska forsetans. Park er samflokksmaður forseta landsins, Moon Jae-in og hefur verið orðaður við það að verða eftirmaður Moon þegar kjörtímabili hans lýkur 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×