Báru kennsl á líkamsleifar sem TikTok-notendur fundu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2020 18:50 Líkamsleifarnar fundust af nokkrum unglingum sem voru að taka upp myndband fyrir samfélagsmiðilinn TikTok. Getty/Rafael Henrique/Donald Miralle Lögregluyfirvöld í Seattle í Bandaríkjunum hafa borið kennsl á líkamsleifar tveggja einstaklinga sem fundust í síðasta mánuði af unglingum sem voru að taka upp myndband fyrir samfélagsmiðilinn TikTok. Fórnarlömbin voru þau Jessica Lewis, 35 ára, og kærastinn hennar Austin Wenner, 27 ára. Talið er að parið hafi verið myrt og er málið nú rannsakað sem slíkt. Unglingarnir sem fundu líkamsleifarnar komu auga á ferðatösku sem innihélt einn plastpokanna sem líkum parsins hafði verið komið fyrir í. Taskan fannst á strönd í vesturhluta Seattle borgar og gerði unglingarnir lögreglunni viðvart. Í myndbandinu sem unglingarnir tóku upp þann 19. júní síðastliðinn sést ein stúlka úr hópnum opna ferðatöskuna, sem er svört á lit, með priki og kvarta yfir fnyknum sem steig upp úr töskunni. Myndbandinu deildu þau næsta dag á TikTok. Unglingarnir segjast hafa farið á ströndina samkvæmt leiðbeiningum snjallforrits sem sendir notendur í handahófskennda ævintýraleit. „Við erum ánægð með að myndbandið sé í dreifingu. Við töluðum við krakkana sem tengjast málinu og þau deildu með okkur upplýsingum sem þau hafa undir höndum,“ sagði Mark Jamieson, rannsóknarlögreglumaður í Seattle. „Krakkarnir fundu tösku á ströndinni sem lyktaði illa og hringdu í neyðarlínuna… Lögreglumenn mættu á staðinn eftir einn og hálfan tíma. Þeir rannsökuðu töskuna og komust að því að líklega væri um líkamsleifar að ræða og hringdu í kjölfarið í rannsóknarlögreglumenn og embætti réttarmeinafræðings,“ bætti hann við. Annar poki fannst í sjónum en í honum voru einnig líkamsleifar að sögn fréttastofu CNN. Talið er að líkamsleifarnar hafi verið í pokunum í einhverja daga áður en þeir fundust. Hvorki hafði verið tilkynnt um hvarf Lewis né Wenner. Gina Jaschke, frænka Lewis, leitaði til fjölmiðla og hvatti fólk til að stíga fram ef það hefði einhverjar upplýsingar um málið. „Þau voru bara venjulegt, gott fólk. Enginn á það skilið sem þau þurftu að líða,“ sagði hún í samtali við fréttastofu KIRO. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Seattle í Bandaríkjunum hafa borið kennsl á líkamsleifar tveggja einstaklinga sem fundust í síðasta mánuði af unglingum sem voru að taka upp myndband fyrir samfélagsmiðilinn TikTok. Fórnarlömbin voru þau Jessica Lewis, 35 ára, og kærastinn hennar Austin Wenner, 27 ára. Talið er að parið hafi verið myrt og er málið nú rannsakað sem slíkt. Unglingarnir sem fundu líkamsleifarnar komu auga á ferðatösku sem innihélt einn plastpokanna sem líkum parsins hafði verið komið fyrir í. Taskan fannst á strönd í vesturhluta Seattle borgar og gerði unglingarnir lögreglunni viðvart. Í myndbandinu sem unglingarnir tóku upp þann 19. júní síðastliðinn sést ein stúlka úr hópnum opna ferðatöskuna, sem er svört á lit, með priki og kvarta yfir fnyknum sem steig upp úr töskunni. Myndbandinu deildu þau næsta dag á TikTok. Unglingarnir segjast hafa farið á ströndina samkvæmt leiðbeiningum snjallforrits sem sendir notendur í handahófskennda ævintýraleit. „Við erum ánægð með að myndbandið sé í dreifingu. Við töluðum við krakkana sem tengjast málinu og þau deildu með okkur upplýsingum sem þau hafa undir höndum,“ sagði Mark Jamieson, rannsóknarlögreglumaður í Seattle. „Krakkarnir fundu tösku á ströndinni sem lyktaði illa og hringdu í neyðarlínuna… Lögreglumenn mættu á staðinn eftir einn og hálfan tíma. Þeir rannsökuðu töskuna og komust að því að líklega væri um líkamsleifar að ræða og hringdu í kjölfarið í rannsóknarlögreglumenn og embætti réttarmeinafræðings,“ bætti hann við. Annar poki fannst í sjónum en í honum voru einnig líkamsleifar að sögn fréttastofu CNN. Talið er að líkamsleifarnar hafi verið í pokunum í einhverja daga áður en þeir fundust. Hvorki hafði verið tilkynnt um hvarf Lewis né Wenner. Gina Jaschke, frænka Lewis, leitaði til fjölmiðla og hvatti fólk til að stíga fram ef það hefði einhverjar upplýsingar um málið. „Þau voru bara venjulegt, gott fólk. Enginn á það skilið sem þau þurftu að líða,“ sagði hún í samtali við fréttastofu KIRO.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira