Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2020 19:33 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi ríkislögreglustjóri, hyggst vinda ofan af samningunum sem Haraldur gerði við umrædda lögregluþjóna. Vísir/Vilhelm Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi ríkislögreglustjóri, aflaði. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að Sigríður hafi tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að hún hyggist vinda ofan af samningunum. Haraldur bauð yfirlögregluþjónum og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra sem greiða í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, í ágúst í fyrra að færa fastar yfirvinnustundir inn í grunnlaun. Samkomulagið leiddi til þess að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali og þeir fengu aukin lífeyrisréttindi. Skuldbindingar LSR jukust um 309 milljónir króna vegna samkomulagsins sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Málið var afar umdeilt og á þeim tíma sem samningurinn var gerður var Haraldur þegar í miklu stappi við lögreglumenn. Lögreglustjórar vöktu jafnan athygli á því að með samkomulaginu væru laun umræddra lögregluþjóna orðin hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Dómsmálaráðherra fól Sigríði Björk, nýjum ríkislögreglustjóra, að taka samningana til skoðunar og sendi hún lögreglustjórum bréf þess efnis. Sigríði var meðal annars falið að skoða hvort breytingarnar hafi verið í samræmi við yfirlýstan stofnanasamning. Embætti ríkislögreglustjóra leitaði til Forum lögmanna til að gera álitsgerð um réttarstöðu embættisins vegna samninganna að sögn RÚV. Í álitsgerðinni var skýrt tekið fram að Haraldur hafði enga heimild til að gera samningana, engin málefnaleg rök voru fyrir þeim og að eina markmiðið hafi verið að auka lífeyrisréttindi lögregluþjónanna sem skrifuðu undir samninginn. Þá hafi ríkislögreglustjóri ekki haft heimild til að skuldbinda LSR með þeim hætti, samningarnir eigi hvorki stoð í lögum né í stofnanasamningi ríkislögreglustjóra og landssambands lögreglumanna. Samningarnir hafi verið gagngert gerðir til að tryggja lögregluþjónum stóraukin lífeyrisréttindi á kostnað LSR og mögulega ríkissjóðs. Vegna þessa byggist þeir ekki á lögmætum sjónarmiðum og séu því ógildanlegir. Sigríður staðfesti í samtali við fréttastofu RÚV að hún hafi tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að hún hyggist vinda ofan af samkomulaginu sem Haraldur gerði við þá og ákvarða að nýju launasamsetningu í B-liði launaflokka í samræmi við lög, kjarasamninga og stofnanasamninga. Lögreglumennirnir hafa tvær vikur til að skila inn andmælum. Ekki náðist í Sigríði Björk við gerð þessarar fréttar. Lögreglumál Kjaramál Stjórnsýsla Lífeyrissjóðir Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Enn beðið eftir áliti hæfnisnefndar um stöðu ríkislögreglustjóra Hæfnisnefnd hefur enn ekki skilað ráðherra áliti sínu um mat á umsækjendum um stöðu ríkislögreglustjóra. 4. mars 2020 10:45 Laun yfirmanna hjá lögreglunni hækkuðu um 48% með samkomulagi Haraldar Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. 20. febrúar 2020 18:17 Spyrja hvort verið sé að tryggja að Haraldur kjafti ekki frá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar ræddu mál fráfarandi ríkislögreglustjóra í Víglínunni. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. Þetta er niðurstaða lögfræðiálits sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir, núverandi ríkislögreglustjóri, aflaði. Fram kom í kvöldfréttum RÚV að Sigríður hafi tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að hún hyggist vinda ofan af samningunum. Haraldur bauð yfirlögregluþjónum og aðstoðaryfirlögregluþjónum hjá embætti ríkislögreglustjóra sem greiða í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, í ágúst í fyrra að færa fastar yfirvinnustundir inn í grunnlaun. Samkomulagið leiddi til þess að föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali og þeir fengu aukin lífeyrisréttindi. Skuldbindingar LSR jukust um 309 milljónir króna vegna samkomulagsins sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Málið var afar umdeilt og á þeim tíma sem samningurinn var gerður var Haraldur þegar í miklu stappi við lögreglumenn. Lögreglustjórar vöktu jafnan athygli á því að með samkomulaginu væru laun umræddra lögregluþjóna orðin hærri en laun flestra lögreglustjóra í landinu. Dómsmálaráðherra fól Sigríði Björk, nýjum ríkislögreglustjóra, að taka samningana til skoðunar og sendi hún lögreglustjórum bréf þess efnis. Sigríði var meðal annars falið að skoða hvort breytingarnar hafi verið í samræmi við yfirlýstan stofnanasamning. Embætti ríkislögreglustjóra leitaði til Forum lögmanna til að gera álitsgerð um réttarstöðu embættisins vegna samninganna að sögn RÚV. Í álitsgerðinni var skýrt tekið fram að Haraldur hafði enga heimild til að gera samningana, engin málefnaleg rök voru fyrir þeim og að eina markmiðið hafi verið að auka lífeyrisréttindi lögregluþjónanna sem skrifuðu undir samninginn. Þá hafi ríkislögreglustjóri ekki haft heimild til að skuldbinda LSR með þeim hætti, samningarnir eigi hvorki stoð í lögum né í stofnanasamningi ríkislögreglustjóra og landssambands lögreglumanna. Samningarnir hafi verið gagngert gerðir til að tryggja lögregluþjónum stóraukin lífeyrisréttindi á kostnað LSR og mögulega ríkissjóðs. Vegna þessa byggist þeir ekki á lögmætum sjónarmiðum og séu því ógildanlegir. Sigríður staðfesti í samtali við fréttastofu RÚV að hún hafi tilkynnt yfirmönnum hjá embættinu að hún hyggist vinda ofan af samkomulaginu sem Haraldur gerði við þá og ákvarða að nýju launasamsetningu í B-liði launaflokka í samræmi við lög, kjarasamninga og stofnanasamninga. Lögreglumennirnir hafa tvær vikur til að skila inn andmælum. Ekki náðist í Sigríði Björk við gerð þessarar fréttar.
Lögreglumál Kjaramál Stjórnsýsla Lífeyrissjóðir Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Enn beðið eftir áliti hæfnisnefndar um stöðu ríkislögreglustjóra Hæfnisnefnd hefur enn ekki skilað ráðherra áliti sínu um mat á umsækjendum um stöðu ríkislögreglustjóra. 4. mars 2020 10:45 Laun yfirmanna hjá lögreglunni hækkuðu um 48% með samkomulagi Haraldar Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. 20. febrúar 2020 18:17 Spyrja hvort verið sé að tryggja að Haraldur kjafti ekki frá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar ræddu mál fráfarandi ríkislögreglustjóra í Víglínunni. 8. desember 2019 18:11 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Enn beðið eftir áliti hæfnisnefndar um stöðu ríkislögreglustjóra Hæfnisnefnd hefur enn ekki skilað ráðherra áliti sínu um mat á umsækjendum um stöðu ríkislögreglustjóra. 4. mars 2020 10:45
Laun yfirmanna hjá lögreglunni hækkuðu um 48% með samkomulagi Haraldar Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. 20. febrúar 2020 18:17
Spyrja hvort verið sé að tryggja að Haraldur kjafti ekki frá Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar ræddu mál fráfarandi ríkislögreglustjóra í Víglínunni. 8. desember 2019 18:11