Dúxinn ánægður með að réttlætið hafi sigrað Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2020 16:09 Davíð Atli Gunnarsson, dúx úr Framhaldsskólanum á Húsavík. Samsett „Mín viðbrögð eru bara þau að réttlætið sigraði, þetta er bara þannig,“ segir Davíð Atli Gunnarsson, dúx úr Framhaldsskólanum á Húsavík sem synjað var um skólavist við Háskólann á Akureyri um mánaðamótin. HA tilkynnti í dag að allir umsækjendur með stúdentspróf, sem ekki fengu inngöngu í skólann nú í vor, myndu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. Davíð vakti athygli á máli sínu í viðtali við Vísi í síðustu viku. Hann útskrifaðist frá Framhaldsskólanum í Húsavík í fyrra með meðaleinkunnina 9,38 og nær fullkomna mætingu. Í vor sótti Davíð um að hefja nám við viðskiptafræðideild HA haustið 2020 en fékk synjun, að öllum líkindum vegna þess að forgangsraða þurfti umsóknum sökum mikillar aðsóknar og umsókn Davíðs uppfyllti ekki nægilega þá matsþætti sem voru til grundvallar. Davíð sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að hann væri mjög óánægður með afgreiðslu skólans á umsókn hans. „Ég bjóst ekki við því að mér yrði hafnað. Það kom ekki upp í hugann. Ég sótti ekki um neins staðar annars staðar því ég gekk bara að því að ég myndi komast inn. Þannig að nú er ég í pattstöðu því ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera,“ sagði Davíð. Þegar blaðamaður náði tali af Davíð síðdegis í dag var hann í vinnunni og hafði ekki heyrt af ákvörðun háskólaráðs, sem tekin var á fundi ráðsins í morgun. Fregnirnar komu honum því vitanlega á óvart – en fyrst og fremst voru tíðindin afar gleðileg. „Þetta er virkilega ánægjulegt,“ segir Davíð. Hann setti sig í samband við skólann eftir að umsókn hans var synjað en hafði ekki fengið nein viðbrögð. Þá hafði hann nú á fjórða tímanum raunar ekki fengið staðfestingu á skólavist í haust en gera má ráð fyrir að von sé á henni. Í tilkynningu segir að allir umsækjendum sem uppfylltu inntökuskilyrði fái jákvætt svar fyrir lok dags í dag. „Ég er bara að fá þessar fréttir núna, frá þér,“ segir Davíð léttur í bragði. Hann kveðst ekki hafa verið búinn að gera neinar ráðstafanir fyrir haustið. „Maður auðvitað byrjaður í einhverjum pælingum en ég ætlaði nú ekki að fara að staðfesta neitt eða gera neitt meira fyrr en ég fékk endanlegt svar. Og nú er það komið. Þannig að ég sætti mig bara við þessa niðurstöðu.“ Þannig að þú býrð þig undir að byrja í viðskiptafræði í haust? „Já, ég geri það svo sannarlega.“ Akureyri Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá ekki inngöngu í viðeigandi háskólanám og telja sig svikin Hjónin Kolbrún Eva Kristjánsdóttir og Heimir Freyr Heimisson fá ekki inngöngu í nám sem hentar þeim, þrátt fyrir að hafa lokið námi sem á að vera ígildi stúdentsprófs. 9. júlí 2020 11:14 Allir umsækjendur með stúdentspróf sem fengu synjun fá skólavist Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. 10. júlí 2020 14:10 Dúx með ágætiseinkunn og nær fullkomna mætingu fær ekki inngöngu í Háskólann á Akureyri Dúxinn segist gáttaður á málinu og gagnrýnir HA fyrir forgangsröðun á þeim skilyrðum sem þarf inn í námið. 2. júlí 2020 21:12 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
„Mín viðbrögð eru bara þau að réttlætið sigraði, þetta er bara þannig,“ segir Davíð Atli Gunnarsson, dúx úr Framhaldsskólanum á Húsavík sem synjað var um skólavist við Háskólann á Akureyri um mánaðamótin. HA tilkynnti í dag að allir umsækjendur með stúdentspróf, sem ekki fengu inngöngu í skólann nú í vor, myndu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. Davíð vakti athygli á máli sínu í viðtali við Vísi í síðustu viku. Hann útskrifaðist frá Framhaldsskólanum í Húsavík í fyrra með meðaleinkunnina 9,38 og nær fullkomna mætingu. Í vor sótti Davíð um að hefja nám við viðskiptafræðideild HA haustið 2020 en fékk synjun, að öllum líkindum vegna þess að forgangsraða þurfti umsóknum sökum mikillar aðsóknar og umsókn Davíðs uppfyllti ekki nægilega þá matsþætti sem voru til grundvallar. Davíð sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að hann væri mjög óánægður með afgreiðslu skólans á umsókn hans. „Ég bjóst ekki við því að mér yrði hafnað. Það kom ekki upp í hugann. Ég sótti ekki um neins staðar annars staðar því ég gekk bara að því að ég myndi komast inn. Þannig að nú er ég í pattstöðu því ég hreinlega veit ekki hvað ég á að gera,“ sagði Davíð. Þegar blaðamaður náði tali af Davíð síðdegis í dag var hann í vinnunni og hafði ekki heyrt af ákvörðun háskólaráðs, sem tekin var á fundi ráðsins í morgun. Fregnirnar komu honum því vitanlega á óvart – en fyrst og fremst voru tíðindin afar gleðileg. „Þetta er virkilega ánægjulegt,“ segir Davíð. Hann setti sig í samband við skólann eftir að umsókn hans var synjað en hafði ekki fengið nein viðbrögð. Þá hafði hann nú á fjórða tímanum raunar ekki fengið staðfestingu á skólavist í haust en gera má ráð fyrir að von sé á henni. Í tilkynningu segir að allir umsækjendum sem uppfylltu inntökuskilyrði fái jákvætt svar fyrir lok dags í dag. „Ég er bara að fá þessar fréttir núna, frá þér,“ segir Davíð léttur í bragði. Hann kveðst ekki hafa verið búinn að gera neinar ráðstafanir fyrir haustið. „Maður auðvitað byrjaður í einhverjum pælingum en ég ætlaði nú ekki að fara að staðfesta neitt eða gera neitt meira fyrr en ég fékk endanlegt svar. Og nú er það komið. Þannig að ég sætti mig bara við þessa niðurstöðu.“ Þannig að þú býrð þig undir að byrja í viðskiptafræði í haust? „Já, ég geri það svo sannarlega.“
Akureyri Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá ekki inngöngu í viðeigandi háskólanám og telja sig svikin Hjónin Kolbrún Eva Kristjánsdóttir og Heimir Freyr Heimisson fá ekki inngöngu í nám sem hentar þeim, þrátt fyrir að hafa lokið námi sem á að vera ígildi stúdentsprófs. 9. júlí 2020 11:14 Allir umsækjendur með stúdentspróf sem fengu synjun fá skólavist Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. 10. júlí 2020 14:10 Dúx með ágætiseinkunn og nær fullkomna mætingu fær ekki inngöngu í Háskólann á Akureyri Dúxinn segist gáttaður á málinu og gagnrýnir HA fyrir forgangsröðun á þeim skilyrðum sem þarf inn í námið. 2. júlí 2020 21:12 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Fá ekki inngöngu í viðeigandi háskólanám og telja sig svikin Hjónin Kolbrún Eva Kristjánsdóttir og Heimir Freyr Heimisson fá ekki inngöngu í nám sem hentar þeim, þrátt fyrir að hafa lokið námi sem á að vera ígildi stúdentsprófs. 9. júlí 2020 11:14
Allir umsækjendur með stúdentspróf sem fengu synjun fá skólavist Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. 10. júlí 2020 14:10
Dúx með ágætiseinkunn og nær fullkomna mætingu fær ekki inngöngu í Háskólann á Akureyri Dúxinn segist gáttaður á málinu og gagnrýnir HA fyrir forgangsröðun á þeim skilyrðum sem þarf inn í námið. 2. júlí 2020 21:12