Nánari svör hafi ekki fengist frá Ríkislögreglustjóra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 10. júlí 2020 18:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hafði frumkvæði að því að fengið yrði lögfræðiálit á kjarabótum fyrrverandi ríkislögreglustjóra til handa yfirmanna í lögreglunni. Hún segir fyrri ummæli sín um að heimild hafi verið fyrir kjarabótunum skýrast af upplýsingunum sem þá lágu fyrir. Núverandi ríkislögreglustjóri reiknar með að málið endi fyrir dómstólum. Ákvörðun Haraldar Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóra, að bjóða 11 yfirmönnum að færa fastar yfirvinnustundir inn í grunnlaun og auk þannig lífeyrisréttindi skorti lagastoð, ef marka má lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir eftirmaður hans lét taka saman í vor. Þar segir jafnframt að engin málefnaleg rök hafi verið ákvörðun Haraldar. Í ljósi þessa sé hægt að vinda ofan af henni, sem núverandi ríkislögreglustjóri hyggst gera og hefur gert umræddum yfirmönnum viðvart. Í skriflegu svari til fréttastofu segir formaður Landssambands lögreglumanna að sambandið hafi þegar mótmælt fyrirhugaðri afturköllun lífeyrisbreytinganna. Formlegra andmæla sé jafnframt að vænta frá lögreglusambandinu innan tveggja vikna því lögmaður þess sé „einfaldlega á allt annarri skoðun en fram kemur í lögfræðiáliti“ ríkislögreglustjóra. Sigríður segist sjálf gera ráð fyrir því að málið endi fyrir dómstólum, enda sé um 300 milljónir króna í húfi. Dómsmálaráðherra óskaði eftir því í apríllok að Sigríður tæki kjarabreytingar forvera hennar til skoðunar, en ráðherrann hafði áður sagt að Haraldur hefði haft fulla heimild til að bæta kjör undirmanna sinna. „Auðvitað er almennt forstöðumönnum heimilt að gera slíka samninga en þeir verða auðvitað að vera innan þeirra stofnanasamninga sem eru í gildi. Það komu athugasemdir frá Kjara- og mannauðssýslu um að það þyrftu að vera þannig breytingar á starfi viðkomandi aðila og fleira svo að þetta væri innan þeirra stofnanasamninga sem væru í gildi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Ummæli hennar hafi því ekki verið röng, miðað við upplýsingarnar sem lágu fyrir á þeim tíma. „Eftir að við fengum síðan umsögn frá Kjara og -mannauðssýslu Ríkisins þá óskuðum við eftir nánari svörum frá ríkislögreglustjóra sem ekki fengust,“ segir Áslaug. Sigríður Björk hefur sagst ætla að vinda ofan af ákvörðun forvera sína. Styður þú hana í þeirri vegferð? „Ég óskaði eftir því að hún myndi skoða þetta og þetta er í ferli þar og ég hef ekki meira um það að segja í bili,“ segir Áslaug Arna. Lögreglumál Kjaramál Stjórnsýsla Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Dómsmálaráðherra hafði frumkvæði að því að fengið yrði lögfræðiálit á kjarabótum fyrrverandi ríkislögreglustjóra til handa yfirmanna í lögreglunni. Hún segir fyrri ummæli sín um að heimild hafi verið fyrir kjarabótunum skýrast af upplýsingunum sem þá lágu fyrir. Núverandi ríkislögreglustjóri reiknar með að málið endi fyrir dómstólum. Ákvörðun Haraldar Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóra, að bjóða 11 yfirmönnum að færa fastar yfirvinnustundir inn í grunnlaun og auk þannig lífeyrisréttindi skorti lagastoð, ef marka má lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir eftirmaður hans lét taka saman í vor. Þar segir jafnframt að engin málefnaleg rök hafi verið ákvörðun Haraldar. Í ljósi þessa sé hægt að vinda ofan af henni, sem núverandi ríkislögreglustjóri hyggst gera og hefur gert umræddum yfirmönnum viðvart. Í skriflegu svari til fréttastofu segir formaður Landssambands lögreglumanna að sambandið hafi þegar mótmælt fyrirhugaðri afturköllun lífeyrisbreytinganna. Formlegra andmæla sé jafnframt að vænta frá lögreglusambandinu innan tveggja vikna því lögmaður þess sé „einfaldlega á allt annarri skoðun en fram kemur í lögfræðiáliti“ ríkislögreglustjóra. Sigríður segist sjálf gera ráð fyrir því að málið endi fyrir dómstólum, enda sé um 300 milljónir króna í húfi. Dómsmálaráðherra óskaði eftir því í apríllok að Sigríður tæki kjarabreytingar forvera hennar til skoðunar, en ráðherrann hafði áður sagt að Haraldur hefði haft fulla heimild til að bæta kjör undirmanna sinna. „Auðvitað er almennt forstöðumönnum heimilt að gera slíka samninga en þeir verða auðvitað að vera innan þeirra stofnanasamninga sem eru í gildi. Það komu athugasemdir frá Kjara- og mannauðssýslu um að það þyrftu að vera þannig breytingar á starfi viðkomandi aðila og fleira svo að þetta væri innan þeirra stofnanasamninga sem væru í gildi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Ummæli hennar hafi því ekki verið röng, miðað við upplýsingarnar sem lágu fyrir á þeim tíma. „Eftir að við fengum síðan umsögn frá Kjara og -mannauðssýslu Ríkisins þá óskuðum við eftir nánari svörum frá ríkislögreglustjóra sem ekki fengust,“ segir Áslaug. Sigríður Björk hefur sagst ætla að vinda ofan af ákvörðun forvera sína. Styður þú hana í þeirri vegferð? „Ég óskaði eftir því að hún myndi skoða þetta og þetta er í ferli þar og ég hef ekki meira um það að segja í bili,“ segir Áslaug Arna.
Lögreglumál Kjaramál Stjórnsýsla Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40
Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur. 9. júlí 2020 19:33