Segja pólska ríkisútvarpið ala á gyðingahatri fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2020 23:19 Duda forseti í mynd á ríkissjónvarpsstöðinni TVP. Alþjóðlegir eftirlitsmenn segja að stöðin sé hlutdræg í umfjöllun um pólsk stjórnmál. Vísir/EPA Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. Seinni umferð forsetakosninganna fer fram á sunnudag. Kosið er á milli Duda og Rafal Trzaskowski, frjálslynds borgarstjóra Varsjár og frambjóðanda helsta stjórnarandstöðuflokks landsins. Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, styður Duda. Alþjóðlegir eftirlitsmenn halda því fram að umfjöllun opinberu sjónvarpsstöðvarinnar TVP hafi verið afar hlutdræg um pólsk stjórnmál. AJC í Mið-Evrópu, hagsmunasamtök gyðinga segjast slegin yfir því að stöðin hafi haft uppi gyðingaandúð í helsta fréttaþætti sínum í gær. Fjallað var um bætur til gyðinga fyrir eignarnám á eigum fórnarlamba helfararinnar sem er umdeilt mál í Póllandi. Þáttastjórnandi spurði þá hvort að Trzaskowski myndi „verða við kröfum gyðinga“. Stöðin hefur áður gagnrýnt Trzaskowski þegar hann sagði sem aðstoðarutanríkisráðherra að pólsk stjórnvöld ættu að semja við samtök gyðinga um bætur. „Það er eitt þegar öfgahægrihópar á jaðrinum bera út svona skilaboð. Það er allt annað þegar ríkissjónvarpsstöð sem er fjármögnuð með peningum skattgreiðenda gerir það,“ segja AJC við Reuters-fréttastofuna. Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, sakaði Trzaskowski um að skorta föðurlandsást vegna afstöðu hans til bóta til afkomenda fórnarlamba helfararinnar. „Hvernig gæti nokkur með snefil af pólskri sál, pólsku hjarta, sagt eitthvað í líkingu við þetta? Trzaskowski hefur þetta greinilega ekki fyrst honum finnst þetta vera mál til að ræða,“ sagði Kaczynski. Því vísaði Trzaskowski á bug í dag og sagði ummælin sýna um hvað kosningarnar um helgina snúast. „Hvort við viljum búa í landi þar sem leiðtogi stjórnarflokksins getur sagt að við séum rusl, að við höfum ekki pólskt hjarta, pólska sál,“ sagði hann. Pólland Tengdar fréttir Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Segir „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. 14. júní 2020 10:56 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Samtök gyðinga saka ríkissjónvarpsstöð Póllands um að ala á hatri í aðdraganda forsetakosninga um helgina. Þáttastjórnendur stöðvarinnar settu spurningamerki við hvort að mótframbjóðandi Andrzej Duda forseta ætti eftir að „verða við kröfum gyðinga“. Seinni umferð forsetakosninganna fer fram á sunnudag. Kosið er á milli Duda og Rafal Trzaskowski, frjálslynds borgarstjóra Varsjár og frambjóðanda helsta stjórnarandstöðuflokks landsins. Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, styður Duda. Alþjóðlegir eftirlitsmenn halda því fram að umfjöllun opinberu sjónvarpsstöðvarinnar TVP hafi verið afar hlutdræg um pólsk stjórnmál. AJC í Mið-Evrópu, hagsmunasamtök gyðinga segjast slegin yfir því að stöðin hafi haft uppi gyðingaandúð í helsta fréttaþætti sínum í gær. Fjallað var um bætur til gyðinga fyrir eignarnám á eigum fórnarlamba helfararinnar sem er umdeilt mál í Póllandi. Þáttastjórnandi spurði þá hvort að Trzaskowski myndi „verða við kröfum gyðinga“. Stöðin hefur áður gagnrýnt Trzaskowski þegar hann sagði sem aðstoðarutanríkisráðherra að pólsk stjórnvöld ættu að semja við samtök gyðinga um bætur. „Það er eitt þegar öfgahægrihópar á jaðrinum bera út svona skilaboð. Það er allt annað þegar ríkissjónvarpsstöð sem er fjármögnuð með peningum skattgreiðenda gerir það,“ segja AJC við Reuters-fréttastofuna. Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi Laga og réttlætis, sakaði Trzaskowski um að skorta föðurlandsást vegna afstöðu hans til bóta til afkomenda fórnarlamba helfararinnar. „Hvernig gæti nokkur með snefil af pólskri sál, pólsku hjarta, sagt eitthvað í líkingu við þetta? Trzaskowski hefur þetta greinilega ekki fyrst honum finnst þetta vera mál til að ræða,“ sagði Kaczynski. Því vísaði Trzaskowski á bug í dag og sagði ummælin sýna um hvað kosningarnar um helgina snúast. „Hvort við viljum búa í landi þar sem leiðtogi stjórnarflokksins getur sagt að við séum rusl, að við höfum ekki pólskt hjarta, pólska sál,“ sagði hann.
Pólland Tengdar fréttir Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48 Segir „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. 14. júní 2020 10:56 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Stefnir í aðra umferð kosninga í Póllandi Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta í fyrstu umferð skal kosið aftur á milli þeirra tveggja atkvæðamestu. 28. júní 2020 19:48
Segir „hugmyndafræði hinsegin fólks“ verri en kommúnisma Andrzej Duda, forseti Póllands, beindi sjónum sínum að baráttu hinsegin fólks í landinu í kosningaræðu sinni í gær og sagði „hugmyndafræðina“ skaðlegri en kommúnisma. 14. júní 2020 10:56