Nærri öll skemmtiferðaskipin hafa afboðað komu til Ísafjarðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. júlí 2020 14:00 Nærri öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað komu sína. Vísir/Egill Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. Bæjarfélagið hyggur á framkvæmdir uppá milljarð til að geta tekið á móti fleiri skemmtiferðaskipum í framtíðinni. Mikill fjöldi skemmtiferðaskipa hefur komið til hafna Ísafjarðarbæjar undanfarin ár og í sumar var gert ráð fyrir 150 skemmtiferðaskipum. Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri segir að öll hafi afboðað sig nema 26. „Ég á von á að þessar tuttugu og eitthvað bókanir eigi eftir að verða afbókaðar innan skamms þegar nær dregur þeim dagsetningum sem við á,“ segir Guðmundur. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði. Vísir Þetta hafi veruleg áhrif á rekstur hafnarinnar. „Á milli 50-60% af tekjum hafnarinnar koma frá því að þjónustu skemmtiferðaskip þannig að þetta er gríðarlegt högg fyrir okkur hér. Sennilega það stærsta á landinu miðað við þær hafnir sem eru að taka á móti skemmtiferðaskipum,“ segir Guðmundur. „Þetta eru rútufyrirtæki, leiðsögumenn og allir ferðaþjónustuaðilar hér naga handabökin í dag.“ Guðmundur segir að bæjarstjórnin og hafnarsstjórn hafi hins vegar ákveðið að ráðast í framkvæmdir á Sundabakka höfn til að geta tekið á móti öllum skemmtiferðaskipum nær bænum í framtíðinni. „Þetta er framkvæmd upp á rúman milljarð sem er bara að detta í gang næstu misserin og innan þriggja ára gerum við ráð fyrir að taka á móti öllum skipum að bryggju. Ef við náum þeim að bryggju ætlum við að auka tekjur okkar um 40-50 milljónir á ári,“ segir Guðmundur. „Síðustu ár hefur rekstur hjá okkur gengið mjög vel þannig að við ætlum að vona að á næsta ári verði allt komið í eðlilegt horf og við erum komin með 150 skemmtiferðaskip bókuð til okkar á næsta ári.“ Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna Algert hrun hefur orðið í komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna og annarra hafna í landinu á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins. 9. júlí 2020 19:20 Rafvæðingin að bresta á en kostnaðarsamt ef tengja á stóru skemmtiferðaskipin Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. 5. júlí 2020 10:06 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Sjá meira
Nánast öll skemmtiferðaskip sem áætluðu komu til hafna Ísafjarðarbæjar í sumar hafa afboðað. Hafnarstjórinn segir þetta eitt mesta tekjufall sem hafnir á landinu verða fyrir í sumar. Bæjarfélagið hyggur á framkvæmdir uppá milljarð til að geta tekið á móti fleiri skemmtiferðaskipum í framtíðinni. Mikill fjöldi skemmtiferðaskipa hefur komið til hafna Ísafjarðarbæjar undanfarin ár og í sumar var gert ráð fyrir 150 skemmtiferðaskipum. Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri segir að öll hafi afboðað sig nema 26. „Ég á von á að þessar tuttugu og eitthvað bókanir eigi eftir að verða afbókaðar innan skamms þegar nær dregur þeim dagsetningum sem við á,“ segir Guðmundur. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði. Vísir Þetta hafi veruleg áhrif á rekstur hafnarinnar. „Á milli 50-60% af tekjum hafnarinnar koma frá því að þjónustu skemmtiferðaskip þannig að þetta er gríðarlegt högg fyrir okkur hér. Sennilega það stærsta á landinu miðað við þær hafnir sem eru að taka á móti skemmtiferðaskipum,“ segir Guðmundur. „Þetta eru rútufyrirtæki, leiðsögumenn og allir ferðaþjónustuaðilar hér naga handabökin í dag.“ Guðmundur segir að bæjarstjórnin og hafnarsstjórn hafi hins vegar ákveðið að ráðast í framkvæmdir á Sundabakka höfn til að geta tekið á móti öllum skemmtiferðaskipum nær bænum í framtíðinni. „Þetta er framkvæmd upp á rúman milljarð sem er bara að detta í gang næstu misserin og innan þriggja ára gerum við ráð fyrir að taka á móti öllum skipum að bryggju. Ef við náum þeim að bryggju ætlum við að auka tekjur okkar um 40-50 milljónir á ári,“ segir Guðmundur. „Síðustu ár hefur rekstur hjá okkur gengið mjög vel þannig að við ætlum að vona að á næsta ári verði allt komið í eðlilegt horf og við erum komin með 150 skemmtiferðaskip bókuð til okkar á næsta ári.“
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna Algert hrun hefur orðið í komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna og annarra hafna í landinu á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins. 9. júlí 2020 19:20 Rafvæðingin að bresta á en kostnaðarsamt ef tengja á stóru skemmtiferðaskipin Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. 5. júlí 2020 10:06 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Sjá meira
Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22
Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna Algert hrun hefur orðið í komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna og annarra hafna í landinu á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins. 9. júlí 2020 19:20
Rafvæðingin að bresta á en kostnaðarsamt ef tengja á stóru skemmtiferðaskipin Framkvæmdir við rafvæðingu Tangabryggju á Akureyri eru vel á veg komnar. Þar verður hægt að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn. Það mun þó kosta mikla fjármuni ef tengja á stærri skemmtiferðaskip við rafmagn. 5. júlí 2020 10:06