Fimm létust í gíslatöku í kirkju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 17:11 Fimm létust í árásinni. Getty/Frikkie Kapp Fimm létust í árás á kirkju í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. Að sögn lögreglunnar var mönnum, konum og börnum bjargað úr kirkjunni en árásin hafði breyst í gíslatöku. Þá hefur lögreglan handtekið minnst fjörutíu einstaklinga og lagt hald á tugi vopna. Miklar deilur hafa verið um forystu kirkjunnar, sem kallast International Pentecostal Holiness Church, og kviknuðu deilurnar eftir að fyrrverandi leiðtogi hennar lést árið 2016. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið í hópi andstæðinga núverandi leiðtogans en lögreglan hefur áður verið kölluð þangað þegar safnaðarmeðlimir hófust handa við að skjóta á hvorn annan árið 2018. Árið áður höfðu fjármál kirkjunnar vakið mikla athygli þegar ásakanir um að 110 milljón rönd, að jafnvirði 925 milljóna íslenskra króna, hefðu horfið litu dagsins ljós. Að sögn talsmanns lögreglunnar gerðu árásarmennirnir kirkjugestum viðvart og sögðust þeir ætla að taka yfir kirkjuna. Útkall til lögreglu barst klukkan þrjú að nóttu til að staðartíma. Þá sagði hann að fjórir hafi fundist látnir, en þeir höfðu verið skotnir í bílum sínum og kveikt í þeim. Þá var öryggisvörður, sem svaraði útkallinu, einnig skotinn til bana. Fimm rifflar, sextán haglabyssur og þrettán skammbyssur, auk fleiri vopna fundust í kirkjunni þegar lögregla gerði þar húsleit. Þá greindi lögreglan frá því að meðal þeirra sem voru handteknir voru hermenn í Suður-Afríska hernum, lögreglumenn hjá lögregluembættinu í Jóhannesarborg og fulltrúar Fangamálastofnunar. Talið er að safnaðarmeðlimir kirkjunnar í Suður-Afríku séu um þrjár milljónir talsins. Suður-Afríka Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira
Fimm létust í árás á kirkju í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. Að sögn lögreglunnar var mönnum, konum og börnum bjargað úr kirkjunni en árásin hafði breyst í gíslatöku. Þá hefur lögreglan handtekið minnst fjörutíu einstaklinga og lagt hald á tugi vopna. Miklar deilur hafa verið um forystu kirkjunnar, sem kallast International Pentecostal Holiness Church, og kviknuðu deilurnar eftir að fyrrverandi leiðtogi hennar lést árið 2016. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið í hópi andstæðinga núverandi leiðtogans en lögreglan hefur áður verið kölluð þangað þegar safnaðarmeðlimir hófust handa við að skjóta á hvorn annan árið 2018. Árið áður höfðu fjármál kirkjunnar vakið mikla athygli þegar ásakanir um að 110 milljón rönd, að jafnvirði 925 milljóna íslenskra króna, hefðu horfið litu dagsins ljós. Að sögn talsmanns lögreglunnar gerðu árásarmennirnir kirkjugestum viðvart og sögðust þeir ætla að taka yfir kirkjuna. Útkall til lögreglu barst klukkan þrjú að nóttu til að staðartíma. Þá sagði hann að fjórir hafi fundist látnir, en þeir höfðu verið skotnir í bílum sínum og kveikt í þeim. Þá var öryggisvörður, sem svaraði útkallinu, einnig skotinn til bana. Fimm rifflar, sextán haglabyssur og þrettán skammbyssur, auk fleiri vopna fundust í kirkjunni þegar lögregla gerði þar húsleit. Þá greindi lögreglan frá því að meðal þeirra sem voru handteknir voru hermenn í Suður-Afríska hernum, lögreglumenn hjá lögregluembættinu í Jóhannesarborg og fulltrúar Fangamálastofnunar. Talið er að safnaðarmeðlimir kirkjunnar í Suður-Afríku séu um þrjár milljónir talsins.
Suður-Afríka Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Sjá meira