Innlent

Handtekinn grunaður um fjölda brota

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan hafði í nótt afskipti af hátt í tug ökumanna sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Lögreglan hafði í nótt afskipti af hátt í tug ökumanna sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann grunaðan um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum, nytjastuld bifreiðar, vörslu fíkniefna, innbrot og þjófnað í Fossvoginum rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Ökumaðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þá hafði lögregla afskipti af hátt í tug ökumanna sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Upplýsingar um önnur mál var ekki að finna í dagbók lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×