Justin Thomas efstur fyrir lokahringinn Ísak Hallmundarson skrifar 12. júlí 2020 09:30 Justin Thomas er efstur fyrir lokahringinn. getty/Sam Greenwood Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas leiðir fyrir lokahringinn á Workday Charity Open mótinu í golfi. Hinn norski Viktor Hovland er í öðru sæti. Thomas hefur spilað stöðugt og gott golf alla helgina en í gær lék hann á 66 höggum, sex undir pari, líkt og daginn áður. Hann er samtals á sextán höggum undir pari á mótinu og hefur ekki fengið einn einasta skolla á 54 holum. Viktor Hovland er næstur á eftir Thomas, á fjórtán höggum undir pari, en hann lék einnig á 66 höggum í gær. Colin Morikawa sem var efstur fyrir gærdaginn lék á pari í gær og er í þriðja sæti á þrettán höggum undir pari. Rickie Fowler er ásamt fjórum öðrum kylfingum á níu höggum undir pari í 8. sæti á meðan Phil Mickelson átti slæman dag í gær þar sem hann lék á tveimur höggum yfir pari og er núna samtals á pari á mótinu í 59. sæti. Bein útsending frá lokahringnum hefst kl. 17:00 á Stöð 2 Golf í dag. Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas leiðir fyrir lokahringinn á Workday Charity Open mótinu í golfi. Hinn norski Viktor Hovland er í öðru sæti. Thomas hefur spilað stöðugt og gott golf alla helgina en í gær lék hann á 66 höggum, sex undir pari, líkt og daginn áður. Hann er samtals á sextán höggum undir pari á mótinu og hefur ekki fengið einn einasta skolla á 54 holum. Viktor Hovland er næstur á eftir Thomas, á fjórtán höggum undir pari, en hann lék einnig á 66 höggum í gær. Colin Morikawa sem var efstur fyrir gærdaginn lék á pari í gær og er í þriðja sæti á þrettán höggum undir pari. Rickie Fowler er ásamt fjórum öðrum kylfingum á níu höggum undir pari í 8. sæti á meðan Phil Mickelson átti slæman dag í gær þar sem hann lék á tveimur höggum yfir pari og er núna samtals á pari á mótinu í 59. sæti. Bein útsending frá lokahringnum hefst kl. 17:00 á Stöð 2 Golf í dag.
Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira