„Stjórnandi sem er undirlagður af streitu er ekki að sýna sínar bestu hliðar“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. júlí 2020 10:37 Hugrún Linda Guðmundsdóttir Vísir/Vilhelm Hugrún Linda Guðmundsdóttir segir mikilvægt að stjórnendur hugi að sjálfum sér þegar álag er mikið og það eigi ekki síst við um nú þegar aðstæður í atvinnulífinu eru krefjandi og óvissa ríkir víða enn. Þá er mikilvægt að treysta starfsfólkinu sínu og reyna að skapa jákvætt andrúmsloft á vinnustöðum því það eitt og sér hjálpar teymum oft að komast í gegnum erfiða tíma. Hugrún er félagsráðgjafi, markþjálfi og núvitundarkennari hjá Heillandi hugur, Fræðslu og heilsusetur. Hún segir að á meðan krísuástand varir sé mikilvægt að stjórnendur haldi fólkinu sínu upplýstu eftir bestu getu. Þannig geti góð upplýsingamiðlun ein og sér komið í veg fyrir óþarfa óöryggi og óvissu á meðal starfsmanna. Þetta eigi vel við nú þegar atvinnulífið er að hefja sína viðspyrnu fyrir alvöru til að koma hjólum hagkerfisins aftur af stað. Hugrún segir þó að þótt stjórnendum sé mikið í mun að starfsfólki þeirra líði sem best, megi þeir ekki gleyma sjálfum sér. „Stjórnendur eru bara fólk eins og allir hinir. Ég myndi því ráðleggja þeim að byrja á að hlúa að sjálfum sér. Stjórnendur verða að passa streitueinkennin sín og halda andlegu jafnvægi í gegnum óvissu og erfiðleika. Stjórnandi sem er undirlagður af streitu er ekki að sýna sínar bestu hliðar og er ekki gott fordæmi fyrir hina,“ segir Hugrún og bætir við „Yfirvegaður og rólegur stjórnandi tekur betri ákvarðanir, er meira til staðar fyrir fólkið sitt, hefur betri yfirsýn og, einbeitingu. Alveg sama hvað gengur á í fyrirtækinu þá þurfa allir að halda athygli til að geta leyst verkefnin sem koma upp.“ En hvað myndir þú ráðleggja stjórnendum sem vilja efla sjálfstraust starfsfólks og teyma? „Stjórnandi þarf að treysta fólkinu sínu, leyfa þeim að koma með hugmyndir og lausnir, láta fólk finna að það skiptir máli. Að fólk fái verkefni við hæfi þar sem það getur nýtt styrkleikana sína og getu á sem bestan hátt. Félagslega umhverfið þarf að vera öruggt þannig að það sé pláss fyrir fólk sem líður kannski ekki alltaf vel, að það sé skilningur til staðar og hlustun á milli starfsmanna, samstaða og sanngirni. Stjórnandi getur haft áhrif á það hvernig fólk upplifir starfið sitt, en það skiptir miklu máli að fólk upplifi að starfið sem það sinnir sé mikilvægt og skipti máli í stærra samhengi, að það hafi tilgang. Þetta gerir stjórnandi með því að veita því athygli sem fólk gerir ásamt jákvæðri endurgjöf, hlustun og hlýju. Svo er alltaf gott að skapa jákvæðar tilfinningar, hafa gleðina og húmorinn upp við. Brjóta upp dagana og gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Hugrún. Að sögn Hugrúnar er líka mikilvægt að stjórnandi sem sjálfu glímir við mikið álag og streitu þori að biðja um aðstoð, hvort sem sú aðstoð er innanhús eða frá utanaðkomandi. Það geti hjálpað stjórnandanum að ná yfirsýn og skipuleggja næstu vikur og mánuði. „Oft er hægt að útdeila verkefnum, forgangsraða betur og skipuleggja það sem hægt er að skipuleggja. Mikilvægast fyrir alla er að halda heilsu, passa upp andlegt og líkamlegt jafnvægi sem og jafnvægi milli vinnu og einkalífs,“ segir Hugrún. Stjórnun Tengdar fréttir Þurfum súrefnisgrímuna til að sinna verkefnunum framundan Óvissan við að það sem framundan getur haft áhrif á sjálfsöryggi og líðan sem mikilvægt er að efla þannig að við séum betur í stakk búin til að takast á við áskoranirnar framundan í vinnu og einkalífi. 2. júní 2020 11:00 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
Hugrún Linda Guðmundsdóttir segir mikilvægt að stjórnendur hugi að sjálfum sér þegar álag er mikið og það eigi ekki síst við um nú þegar aðstæður í atvinnulífinu eru krefjandi og óvissa ríkir víða enn. Þá er mikilvægt að treysta starfsfólkinu sínu og reyna að skapa jákvætt andrúmsloft á vinnustöðum því það eitt og sér hjálpar teymum oft að komast í gegnum erfiða tíma. Hugrún er félagsráðgjafi, markþjálfi og núvitundarkennari hjá Heillandi hugur, Fræðslu og heilsusetur. Hún segir að á meðan krísuástand varir sé mikilvægt að stjórnendur haldi fólkinu sínu upplýstu eftir bestu getu. Þannig geti góð upplýsingamiðlun ein og sér komið í veg fyrir óþarfa óöryggi og óvissu á meðal starfsmanna. Þetta eigi vel við nú þegar atvinnulífið er að hefja sína viðspyrnu fyrir alvöru til að koma hjólum hagkerfisins aftur af stað. Hugrún segir þó að þótt stjórnendum sé mikið í mun að starfsfólki þeirra líði sem best, megi þeir ekki gleyma sjálfum sér. „Stjórnendur eru bara fólk eins og allir hinir. Ég myndi því ráðleggja þeim að byrja á að hlúa að sjálfum sér. Stjórnendur verða að passa streitueinkennin sín og halda andlegu jafnvægi í gegnum óvissu og erfiðleika. Stjórnandi sem er undirlagður af streitu er ekki að sýna sínar bestu hliðar og er ekki gott fordæmi fyrir hina,“ segir Hugrún og bætir við „Yfirvegaður og rólegur stjórnandi tekur betri ákvarðanir, er meira til staðar fyrir fólkið sitt, hefur betri yfirsýn og, einbeitingu. Alveg sama hvað gengur á í fyrirtækinu þá þurfa allir að halda athygli til að geta leyst verkefnin sem koma upp.“ En hvað myndir þú ráðleggja stjórnendum sem vilja efla sjálfstraust starfsfólks og teyma? „Stjórnandi þarf að treysta fólkinu sínu, leyfa þeim að koma með hugmyndir og lausnir, láta fólk finna að það skiptir máli. Að fólk fái verkefni við hæfi þar sem það getur nýtt styrkleikana sína og getu á sem bestan hátt. Félagslega umhverfið þarf að vera öruggt þannig að það sé pláss fyrir fólk sem líður kannski ekki alltaf vel, að það sé skilningur til staðar og hlustun á milli starfsmanna, samstaða og sanngirni. Stjórnandi getur haft áhrif á það hvernig fólk upplifir starfið sitt, en það skiptir miklu máli að fólk upplifi að starfið sem það sinnir sé mikilvægt og skipti máli í stærra samhengi, að það hafi tilgang. Þetta gerir stjórnandi með því að veita því athygli sem fólk gerir ásamt jákvæðri endurgjöf, hlustun og hlýju. Svo er alltaf gott að skapa jákvæðar tilfinningar, hafa gleðina og húmorinn upp við. Brjóta upp dagana og gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Hugrún. Að sögn Hugrúnar er líka mikilvægt að stjórnandi sem sjálfu glímir við mikið álag og streitu þori að biðja um aðstoð, hvort sem sú aðstoð er innanhús eða frá utanaðkomandi. Það geti hjálpað stjórnandanum að ná yfirsýn og skipuleggja næstu vikur og mánuði. „Oft er hægt að útdeila verkefnum, forgangsraða betur og skipuleggja það sem hægt er að skipuleggja. Mikilvægast fyrir alla er að halda heilsu, passa upp andlegt og líkamlegt jafnvægi sem og jafnvægi milli vinnu og einkalífs,“ segir Hugrún.
Stjórnun Tengdar fréttir Þurfum súrefnisgrímuna til að sinna verkefnunum framundan Óvissan við að það sem framundan getur haft áhrif á sjálfsöryggi og líðan sem mikilvægt er að efla þannig að við séum betur í stakk búin til að takast á við áskoranirnar framundan í vinnu og einkalífi. 2. júní 2020 11:00 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
Þurfum súrefnisgrímuna til að sinna verkefnunum framundan Óvissan við að það sem framundan getur haft áhrif á sjálfsöryggi og líðan sem mikilvægt er að efla þannig að við séum betur í stakk búin til að takast á við áskoranirnar framundan í vinnu og einkalífi. 2. júní 2020 11:00