Leiðir til að lifa af leiðinlegt föstudagssíðdegi Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. júlí 2020 10:00 Ertu að bíða eftir því að komast í helgarfrí? Vísir/Getty Það kannast margir við það að fljótlega eftir hádegi á föstudögum líður okkur eins og það sé ekkert að gera í vinnunni annað en að bíða eftir því að komast í helgarfrí. Við verðum eirðarlaus, vöfrum á netinu, nennum ekki að byrja á neinu nýju og tíminn líður hægt. En í stað þess að horfa stanslaust á klukkuna eru hér nokkur ráð til að sporna við þeirri tilfinningu að föstudagssíðdegin geti verið grútleiðinlegur tími. 1. Geymdu skemmtilegu verkefnin Sparaðu skemmtilegustu verkefnin fram yfir hádegi og þá helst þannig að þú gleymir þér í þeim síðustu einn til tvo tímana áður en þú ferð heim. 2. Lærðu eitthvað nýtt Er eitthvað í vinnunni þinni sem þú hafðir hugsað þér að prófa eða læra á? Er eitthvað sem samstarfsfélaginn þinn kann og gæti kennt þér? Ef svo er, er tilvalið að nýta eftir hádegi á föstudögum til að læra eitthvað nýtt. 3. Hreyfðu þig Það kannast margir við syfju síðdegis og hún á jafnvel til að gera fyrr vart við sig á föstudögum ef verið er að bíða eftir því að komast heim. Að standa upp, hreyfa sig, heilsa upp á samstarfsfélaga, fá sér aukakaffibolla eða kíkja út í ferskt loft getur stytt biðtímann og hrist af okkur föstudagsslenið. 4. Taktu forskot á mánudaginn Síðan er upplagt að búa til verkefnalista fyrir mánudaginn og athuga hvort þar séu mögulega einhver verkefni sem þú gætir skellt þér í strax. Það getur verið góð tilfinning að vera á undan áætlun og fara þannig inn í gott helgarfrí. Góðu ráðin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Það kannast margir við það að fljótlega eftir hádegi á föstudögum líður okkur eins og það sé ekkert að gera í vinnunni annað en að bíða eftir því að komast í helgarfrí. Við verðum eirðarlaus, vöfrum á netinu, nennum ekki að byrja á neinu nýju og tíminn líður hægt. En í stað þess að horfa stanslaust á klukkuna eru hér nokkur ráð til að sporna við þeirri tilfinningu að föstudagssíðdegin geti verið grútleiðinlegur tími. 1. Geymdu skemmtilegu verkefnin Sparaðu skemmtilegustu verkefnin fram yfir hádegi og þá helst þannig að þú gleymir þér í þeim síðustu einn til tvo tímana áður en þú ferð heim. 2. Lærðu eitthvað nýtt Er eitthvað í vinnunni þinni sem þú hafðir hugsað þér að prófa eða læra á? Er eitthvað sem samstarfsfélaginn þinn kann og gæti kennt þér? Ef svo er, er tilvalið að nýta eftir hádegi á föstudögum til að læra eitthvað nýtt. 3. Hreyfðu þig Það kannast margir við syfju síðdegis og hún á jafnvel til að gera fyrr vart við sig á föstudögum ef verið er að bíða eftir því að komast heim. Að standa upp, hreyfa sig, heilsa upp á samstarfsfélaga, fá sér aukakaffibolla eða kíkja út í ferskt loft getur stytt biðtímann og hrist af okkur föstudagsslenið. 4. Taktu forskot á mánudaginn Síðan er upplagt að búa til verkefnalista fyrir mánudaginn og athuga hvort þar séu mögulega einhver verkefni sem þú gætir skellt þér í strax. Það getur verið góð tilfinning að vera á undan áætlun og fara þannig inn í gott helgarfrí.
Góðu ráðin Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira