Atvinnutekjur kvenna 1,8 milljónum krónum lægri en karla árið 2019 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2020 15:06 Frá Kvennafrídeginum árið 2018. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. Meðaltal atvinnutekna karla á öllum aldri árið 2019 voru 5,8 milljónir króna á ári á meðan meðaltal atvinnutekna kvenna á öllum aldri á sama tímabili voru rúmar fjórar milljónir samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Launamismunurinn var þá um 1,8 milljónir króna á ári milli kynja eða 31 prósent. Meðaltal atvinnutekna kynjanna árin 2018 og 2019. Bæði eru meðalatvinnutekjur allra aldurshópa skoðaðar og svo sérstaklega aldurshóparnir 45-49 ára, 50-54 ára og 55-59 ára, sem almennt eru tekjuhæstu aldurshóparnir.Hagstofa Íslands/skjáskot Þá var meðaltal heildartekna karla á árinu 7,7 milljónir á ári en rétt rúmar 6 milljónir meðal kvenna. Mismunur á heildartekjum karla og kvenna að meðaltali á ári í fyrra voru því 1,7 milljónir króna eða 21,6 prósent. Heildartekjur hjá körlum á aldrinum 45 til 54 ára um 10,3 milljónir á ári en meðal kvenna í sama aldurshópi voru tekjurnar um 7,8 milljónir á ári. Meðaltöl heildartekna kynjanna áriðn 2018 og 2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Launamunurinn hefur ekki mikið breyst milli ára en árið 2018 mismunur milli kynjanna á atvinnutekjum 1,8 milljónir eins og nú í ár og um 1,6 milljóna króna mismunur á heildartekjum. Konur vinni mikla ólaunaða vinnu fyrir fjölskylduna og samfélagið í heild „Við í femínísku hreyfingunni teljum að þetta séu tölur sem eigi að líta til þegar talað er um launamun kynjanna. Þegar fólk talar um launamun er oftast verið að ræða mun þegar reiknað er út frá klukkustund en þegar heildartekjurnar eru skoðaðar þá birtist munur sem við sjáum ekki í útreiknuðum launamun sem stjórnvöld birta reglulega,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún segir þá sjást að konur vinni að meðaltali færri klukkustundir á mánuði en karlar og því sjáist munur þegar heildartekjurnar eru skoðaðar. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.Aðsend/Carolina Salas Muñoz „Þessi munur kemur auðvitað ekkert til vegna þess að konur eru eitthvað latari en karlar og nenni ekki að vinna eins mikið,“ segir Brynhildur. „Þessi munur á heildartekjum kemur til vegna þess að konur eru að vinna gífurlega mikla ólaunaða vinnu fyrir samfélagið og fyrir fjölskylduna.“ „Það eru þær sem eru að vinna styttri vinnutíma til að sækja börnin í leikskóla og í skóla, til þess að sinna umönnun fjölskyldu og aldraðra. Þess vegna kemur þessi munur til,“ segir Brynhildur. Þá bendir hún á að þessi tekjumunur komi ekki aðeins niður á konum í dag heldur muni hafa áhrif á lífeyrisréttindi þeirra síðar meir. „Konur sem vinna styttri vinnutíma til að vinna alla þessa ólaunuðu vinnu eiga von á lægri lífeyristekjum þegar þær fara á eftirlaun en karlar. Þetta er stórvægilegt vandamál.“ Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Gagnast lenging fæðingarorlofs öllum? Á síðustu starfsdögum sínum fyrir jól lögfesti Alþingi lengingu fæðingarorlofs á Íslandi úr níu mánuðum í tíu og er stefnan að lengja það í tólf mánuði árið 2021. 11. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. Meðaltal atvinnutekna karla á öllum aldri árið 2019 voru 5,8 milljónir króna á ári á meðan meðaltal atvinnutekna kvenna á öllum aldri á sama tímabili voru rúmar fjórar milljónir samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Launamismunurinn var þá um 1,8 milljónir króna á ári milli kynja eða 31 prósent. Meðaltal atvinnutekna kynjanna árin 2018 og 2019. Bæði eru meðalatvinnutekjur allra aldurshópa skoðaðar og svo sérstaklega aldurshóparnir 45-49 ára, 50-54 ára og 55-59 ára, sem almennt eru tekjuhæstu aldurshóparnir.Hagstofa Íslands/skjáskot Þá var meðaltal heildartekna karla á árinu 7,7 milljónir á ári en rétt rúmar 6 milljónir meðal kvenna. Mismunur á heildartekjum karla og kvenna að meðaltali á ári í fyrra voru því 1,7 milljónir króna eða 21,6 prósent. Heildartekjur hjá körlum á aldrinum 45 til 54 ára um 10,3 milljónir á ári en meðal kvenna í sama aldurshópi voru tekjurnar um 7,8 milljónir á ári. Meðaltöl heildartekna kynjanna áriðn 2018 og 2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Launamunurinn hefur ekki mikið breyst milli ára en árið 2018 mismunur milli kynjanna á atvinnutekjum 1,8 milljónir eins og nú í ár og um 1,6 milljóna króna mismunur á heildartekjum. Konur vinni mikla ólaunaða vinnu fyrir fjölskylduna og samfélagið í heild „Við í femínísku hreyfingunni teljum að þetta séu tölur sem eigi að líta til þegar talað er um launamun kynjanna. Þegar fólk talar um launamun er oftast verið að ræða mun þegar reiknað er út frá klukkustund en þegar heildartekjurnar eru skoðaðar þá birtist munur sem við sjáum ekki í útreiknuðum launamun sem stjórnvöld birta reglulega,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún segir þá sjást að konur vinni að meðaltali færri klukkustundir á mánuði en karlar og því sjáist munur þegar heildartekjurnar eru skoðaðar. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.Aðsend/Carolina Salas Muñoz „Þessi munur kemur auðvitað ekkert til vegna þess að konur eru eitthvað latari en karlar og nenni ekki að vinna eins mikið,“ segir Brynhildur. „Þessi munur á heildartekjum kemur til vegna þess að konur eru að vinna gífurlega mikla ólaunaða vinnu fyrir samfélagið og fyrir fjölskylduna.“ „Það eru þær sem eru að vinna styttri vinnutíma til að sækja börnin í leikskóla og í skóla, til þess að sinna umönnun fjölskyldu og aldraðra. Þess vegna kemur þessi munur til,“ segir Brynhildur. Þá bendir hún á að þessi tekjumunur komi ekki aðeins niður á konum í dag heldur muni hafa áhrif á lífeyrisréttindi þeirra síðar meir. „Konur sem vinna styttri vinnutíma til að vinna alla þessa ólaunuðu vinnu eiga von á lægri lífeyristekjum þegar þær fara á eftirlaun en karlar. Þetta er stórvægilegt vandamál.“
Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Gagnast lenging fæðingarorlofs öllum? Á síðustu starfsdögum sínum fyrir jól lögfesti Alþingi lengingu fæðingarorlofs á Íslandi úr níu mánuðum í tíu og er stefnan að lengja það í tólf mánuði árið 2021. 11. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Gagnast lenging fæðingarorlofs öllum? Á síðustu starfsdögum sínum fyrir jól lögfesti Alþingi lengingu fæðingarorlofs á Íslandi úr níu mánuðum í tíu og er stefnan að lengja það í tólf mánuði árið 2021. 11. febrúar 2020 08:00