Tvær líkamsárásir gegn ungmennum í nótt Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2020 06:46 Lögregla rannsakar nú málin. Vísir/vilhelm Lögreglunni barst tilkynning um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti. Þar hafði verið ráðist að ungum stúlkum en meintir árásaraðilar, tveir drengir og ein stúlka, höfðu yfirgefið vettvang þegar lögreglu bar að garði. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem kemur fram að málið sé í rannsókn. Forráðamenn barnanna og Barnavernd hafa fengið tilkynningu um atvikið. Rétt fyrir klukkan hálf fjögur var svo tilkynnt um líkamsárás í Árbæ þar sem hafði verið ráðist á ungmenni. Árásaraðili hafði yfirgefið vettvang þar en málið hefur verið tilkynnt og er í rannsókn. Önnur líkamsárás varð í miðbænum rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi þegar ráðist var á mann með eggvopni á Ingólfstorgi. Maðurinn hlaut áverka á hálsi og var fluttur til aðhlynningar á bráðadeild en árásarmaðurinn var farinn af vettvangi. Skurðurinn var grunnur og því ekki talin þörf á aðgerð. Rétt fyrir klukkan fimm í morgun var tilkynnt um líkamsárás í Hlíðahverfi þar sem maður hafði ráðist á konu og ógnað henni með eggvopni. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Klukkan hálf sex var svo tilkynnt um mann sem var að stela úr bílum í hverfi 108. Hann sagðist hafa farið í margar bifreiðar í hverfinu og tekið þaðan muni, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. Fjórir voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá voru höfð afskipti af manni í Breiðholti sem grunaður er um akstur áhrifum fíkniefna, en sá var með bifhjól á röngum skráningarmerkjum og er grunaður um nytjastuld og akstur eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Lögreglunni barst tilkynning um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti. Þar hafði verið ráðist að ungum stúlkum en meintir árásaraðilar, tveir drengir og ein stúlka, höfðu yfirgefið vettvang þegar lögreglu bar að garði. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem kemur fram að málið sé í rannsókn. Forráðamenn barnanna og Barnavernd hafa fengið tilkynningu um atvikið. Rétt fyrir klukkan hálf fjögur var svo tilkynnt um líkamsárás í Árbæ þar sem hafði verið ráðist á ungmenni. Árásaraðili hafði yfirgefið vettvang þar en málið hefur verið tilkynnt og er í rannsókn. Önnur líkamsárás varð í miðbænum rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi þegar ráðist var á mann með eggvopni á Ingólfstorgi. Maðurinn hlaut áverka á hálsi og var fluttur til aðhlynningar á bráðadeild en árásarmaðurinn var farinn af vettvangi. Skurðurinn var grunnur og því ekki talin þörf á aðgerð. Rétt fyrir klukkan fimm í morgun var tilkynnt um líkamsárás í Hlíðahverfi þar sem maður hafði ráðist á konu og ógnað henni með eggvopni. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Klukkan hálf sex var svo tilkynnt um mann sem var að stela úr bílum í hverfi 108. Hann sagðist hafa farið í margar bifreiðar í hverfinu og tekið þaðan muni, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu. Fjórir voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá voru höfð afskipti af manni í Breiðholti sem grunaður er um akstur áhrifum fíkniefna, en sá var með bifhjól á röngum skráningarmerkjum og er grunaður um nytjastuld og akstur eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira