Telur tímabært að breyta löggjöf um getraunir Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2020 11:32 Magnús Sigurbjörnsson ræddi stöðu getrauna hér á landi í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm Magnús Sigurbjörnsson, stafrænn ráðgjafi, telur mörg tækifæri felast í því að breyta löggjöf í kringum getraunir og veðmálasíður. Ríkið verði af töluverðum tekjum í núverandi ástandi á meðan fólk nýtir sér erlendar veðmálasíður til þess að veðja á íþróttaleiki. Þetta kemur fram í grein Magnúsar sem birtist í Morgunblaðinu fyrir helgi. Hann var gestur Bítisins í morgun þar sem hann ræddi þessi mál. „Það er búið að vera umræða um þetta, aðallega eftir að Þórsarar settu á sig derhúfu sem var kannski ekki alveg lögleg samkvæmt lögunum, frá erlendum veðbönkum. Svo eru til hátt í tvöhundruð erlendir veðbankar sem gætu alveg séð sér fært að koma hingað til lands,“ sagði Magnús um stöðu getrauna hér á landi. Vísaði hann þar til atviks þar sem bæði þjálfari og leikmenn Þórs mættu með húfur merktar erlenda veðmálafyrirtækinu Coolbet í viðtöl eftir leik gegn Grindavík í júní. Félaginu var gert að greiða 50 þúsund króna sekt. Hann segir ljóst að áhuginn sé til staðar, bæði hjá veðbönkum og íslenskum notendum sem nýta sér nú þegar þjónustu þeirra í gegnum internetið. Það hafi bara verið tímaspursmál hvenær íþróttafélög myndu nýta sér þann áhuga. „Það þýðir þó ekki að sakast við Þórsara, önnur íþróttafélög hafa fengið freistandi tilboð frá erlendum veðbönkum og oft munað litlu að þau hafi hoppað á vagninn og auglýst. En það er bara bannað,“ skrifar Magnús í greininni. Erlendar veðmálasíður njóta töluverðra vinsælda hér á landi.Vísir/Getty Gæti verið jákvætt fyrir íþróttafélög og fjölmiðla Magnús telur tilefni til þess að breyta löggjöfinni og opna frekar á starfsemi veðbanka hér á landi. Nú þegar séu Íslendingar að nota slíkar síður, en á meðan starfsemin fer fram á erlendri grundu sé samfélagið að verða af tekjum. „Talið er að um 3-4 milljarðar fari árlega til erlendra veðbanka án þess að neinn fái neitt. Sem dæmi að þá er helmingur liða í ensku úrvalsdeildinni með samstarfssamning við veðmálafyrirtæki og 17 af 24 liðum ensku B-deildarinnar,“ skrifar Magnús, sem telur að margir geti hagnast á því að breyta leikreglunum. „Það væri skemmtilegra að opna aðeins á þetta og það væri kannski hagur í því fyrir íþróttafélögin fjárhagslega, og fjölmiðla líka,“ sagði Magnús um málið í Bítinu. Hann segir Íslenskar getraunir standa sig vel í þessum málum en þau séu í einokunarstöðu á íslenskum getraunamarkaði. Það væri hægt að breyta löggjöfinni þannig að auglýsingar yrðu leyfðar og íþróttafélögin gætu átt í samstarfi við fyrirtækin sem gera út á getraunir. „Svo er ríkið líka að verða af tekjum. Yngri kynslóðin gerir svolítið það sem hún vill á netinu og það er ekkert mál fyrir ungu kynslóðina að fara á einhvern veðbanka og skrá sig og fá þar miklu fleiri markaði og betri möguleika til þess að veðja á. Þau hundsa svolítið það sem Íslenskar getraunir eru að bjóða upp á.“ Íþróttir Fjárhættuspil Bítið Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Innlent Fleiri fréttir Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Sjá meira
Magnús Sigurbjörnsson, stafrænn ráðgjafi, telur mörg tækifæri felast í því að breyta löggjöf í kringum getraunir og veðmálasíður. Ríkið verði af töluverðum tekjum í núverandi ástandi á meðan fólk nýtir sér erlendar veðmálasíður til þess að veðja á íþróttaleiki. Þetta kemur fram í grein Magnúsar sem birtist í Morgunblaðinu fyrir helgi. Hann var gestur Bítisins í morgun þar sem hann ræddi þessi mál. „Það er búið að vera umræða um þetta, aðallega eftir að Þórsarar settu á sig derhúfu sem var kannski ekki alveg lögleg samkvæmt lögunum, frá erlendum veðbönkum. Svo eru til hátt í tvöhundruð erlendir veðbankar sem gætu alveg séð sér fært að koma hingað til lands,“ sagði Magnús um stöðu getrauna hér á landi. Vísaði hann þar til atviks þar sem bæði þjálfari og leikmenn Þórs mættu með húfur merktar erlenda veðmálafyrirtækinu Coolbet í viðtöl eftir leik gegn Grindavík í júní. Félaginu var gert að greiða 50 þúsund króna sekt. Hann segir ljóst að áhuginn sé til staðar, bæði hjá veðbönkum og íslenskum notendum sem nýta sér nú þegar þjónustu þeirra í gegnum internetið. Það hafi bara verið tímaspursmál hvenær íþróttafélög myndu nýta sér þann áhuga. „Það þýðir þó ekki að sakast við Þórsara, önnur íþróttafélög hafa fengið freistandi tilboð frá erlendum veðbönkum og oft munað litlu að þau hafi hoppað á vagninn og auglýst. En það er bara bannað,“ skrifar Magnús í greininni. Erlendar veðmálasíður njóta töluverðra vinsælda hér á landi.Vísir/Getty Gæti verið jákvætt fyrir íþróttafélög og fjölmiðla Magnús telur tilefni til þess að breyta löggjöfinni og opna frekar á starfsemi veðbanka hér á landi. Nú þegar séu Íslendingar að nota slíkar síður, en á meðan starfsemin fer fram á erlendri grundu sé samfélagið að verða af tekjum. „Talið er að um 3-4 milljarðar fari árlega til erlendra veðbanka án þess að neinn fái neitt. Sem dæmi að þá er helmingur liða í ensku úrvalsdeildinni með samstarfssamning við veðmálafyrirtæki og 17 af 24 liðum ensku B-deildarinnar,“ skrifar Magnús, sem telur að margir geti hagnast á því að breyta leikreglunum. „Það væri skemmtilegra að opna aðeins á þetta og það væri kannski hagur í því fyrir íþróttafélögin fjárhagslega, og fjölmiðla líka,“ sagði Magnús um málið í Bítinu. Hann segir Íslenskar getraunir standa sig vel í þessum málum en þau séu í einokunarstöðu á íslenskum getraunamarkaði. Það væri hægt að breyta löggjöfinni þannig að auglýsingar yrðu leyfðar og íþróttafélögin gætu átt í samstarfi við fyrirtækin sem gera út á getraunir. „Svo er ríkið líka að verða af tekjum. Yngri kynslóðin gerir svolítið það sem hún vill á netinu og það er ekkert mál fyrir ungu kynslóðina að fara á einhvern veðbanka og skrá sig og fá þar miklu fleiri markaði og betri möguleika til þess að veðja á. Þau hundsa svolítið það sem Íslenskar getraunir eru að bjóða upp á.“
Íþróttir Fjárhættuspil Bítið Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Innlent Fleiri fréttir Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Sjá meira