Íslensk erfðagreining skimar áfram næstu vikuna Stefán Ó. Jónsson og Telma Tómasson skrifa 13. júlí 2020 12:14 Kári Stefánsson ræðir við fréttamenn eftir fund með forsætisráðherra vegna skimunar fyrir Covid-19 í lok maí. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir reikning til stjórnvalda vegna skimunarvinnu ekki á borðinu, enn sem komið er. Mikilvægast sé nú að flutningur vegna landamæraskimunar frá ÍE yfir á veirufræðideild Landspítalans gangi snurðulaust fyrir sig. Samið hefur verið fyrirtækið um að sinna skimunarvinnu sinni í viku til viðbótar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í samtali við fréttastofu í morgun að mikil vinna hefði farið fram um helgina á milli veirufræðideildar Landspítalans og starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar. Unnið sé að flutningi skimunarvinnu á landamærunum vegna kórónuveirunnar og að sú samvinna hafi gengið vel. Ráðgert var að veirufræðideildin tæki yfir alla vinnuna frá Íslenskri erfðagreiningu frá og með morgundeginum. Í því sambandi segir Kári að ákveðin dagsetning skipti ekki höfuðmáli, mikilvægast sé að allt gangi vel og flutningurinn skili sem mestum og bestum árangri. Ekki beðin um að gefa vinnuna Aðspurður um hvort Íslensk erfðagreining hygðist senda reikning fyrir skimunarvinnunni sagði Kári að íslensk stjórnvöld hefðu beðið fyrirtækið um að koma að skimunarvinnunni í upphafi faraldursins, þegar bráðavandi steðjaði að þjóðinni. Ekki hefði verið beðið um að Íslensk erfðagreining gæfi sína vinnu. Hins vegar væru á þessu augnabliki engin áform um að senda reikning, mál málanna nú væri að flutningur frá ÍE til Landspítalans gengi vel. Allar ákvarðanir væru teknar í fullu samráði við Amgen, móðurfélag ÍE í Bandaríkjunum, að hans sögn. Þá segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að Íslensk erfðagreining hafi afhent veirufræðideildinni tiltekinn hugbúnað fyrir vinnslu sýna, kennslu og aðlögun að búnaðinum. Framlengja um viku Maríanna Garðarsdóttir, forstöðumaður rannsóknarþjónustu Landspítalans, segir í samtali við Ríkisútvarpið að ekki muni takast að koma upp búnaði til að taka við skimun ÍE fyrir morgundaginn. Því hafi verið samið við fyrirtækið um að halda áfram greiningum þar til spítalinn gettur aukið greiningarafköst sín, í hið minnsta viku til viðbótar. Rúmlega 2100 sýni voru tekin á landamærunum í gær. Þrjú smit greindust, en beðið er eftir mótefnamælingu og því ekki vitað hvort þau séu virk eða ekki. Ekkert innanlandssmit hefur verð greint í 10 daga. 15 eru nú í einangrun og 77 í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. 9. júlí 2020 20:38 Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir reikning til stjórnvalda vegna skimunarvinnu ekki á borðinu, enn sem komið er. Mikilvægast sé nú að flutningur vegna landamæraskimunar frá ÍE yfir á veirufræðideild Landspítalans gangi snurðulaust fyrir sig. Samið hefur verið fyrirtækið um að sinna skimunarvinnu sinni í viku til viðbótar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í samtali við fréttastofu í morgun að mikil vinna hefði farið fram um helgina á milli veirufræðideildar Landspítalans og starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar. Unnið sé að flutningi skimunarvinnu á landamærunum vegna kórónuveirunnar og að sú samvinna hafi gengið vel. Ráðgert var að veirufræðideildin tæki yfir alla vinnuna frá Íslenskri erfðagreiningu frá og með morgundeginum. Í því sambandi segir Kári að ákveðin dagsetning skipti ekki höfuðmáli, mikilvægast sé að allt gangi vel og flutningurinn skili sem mestum og bestum árangri. Ekki beðin um að gefa vinnuna Aðspurður um hvort Íslensk erfðagreining hygðist senda reikning fyrir skimunarvinnunni sagði Kári að íslensk stjórnvöld hefðu beðið fyrirtækið um að koma að skimunarvinnunni í upphafi faraldursins, þegar bráðavandi steðjaði að þjóðinni. Ekki hefði verið beðið um að Íslensk erfðagreining gæfi sína vinnu. Hins vegar væru á þessu augnabliki engin áform um að senda reikning, mál málanna nú væri að flutningur frá ÍE til Landspítalans gengi vel. Allar ákvarðanir væru teknar í fullu samráði við Amgen, móðurfélag ÍE í Bandaríkjunum, að hans sögn. Þá segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að Íslensk erfðagreining hafi afhent veirufræðideildinni tiltekinn hugbúnað fyrir vinnslu sýna, kennslu og aðlögun að búnaðinum. Framlengja um viku Maríanna Garðarsdóttir, forstöðumaður rannsóknarþjónustu Landspítalans, segir í samtali við Ríkisútvarpið að ekki muni takast að koma upp búnaði til að taka við skimun ÍE fyrir morgundaginn. Því hafi verið samið við fyrirtækið um að halda áfram greiningum þar til spítalinn gettur aukið greiningarafköst sín, í hið minnsta viku til viðbótar. Rúmlega 2100 sýni voru tekin á landamærunum í gær. Þrjú smit greindust, en beðið er eftir mótefnamælingu og því ekki vitað hvort þau séu virk eða ekki. Ekkert innanlandssmit hefur verð greint í 10 daga. 15 eru nú í einangrun og 77 í sóttkví. Fréttin hefur verið uppfærð
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. 9. júlí 2020 20:38 Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu. 9. júlí 2020 20:38
Tíu sýna-aðferðin næstbesti kosturinn Alma Möller, landlæknir, er bjartsýn á að veirufræðideildin ráði við umfang skimana á landamærunum með því að keyra tíu sýni saman í einu. Hún segir aðferðina þó vera næstbesta kostinn því þegar tíu sýni séu prófuð samtímis minnki næmi prófana, samanborið við þá aðferð sem Íslensk erfðagreining hefur viðhaft á landamærunum sem hverfist um að prófa hvert og eitt sýni. 8. júlí 2020 14:47