Elín Jóna leikmaður ársins og kampavínið flæddi Sindri Sverrisson skrifar 13. júlí 2020 23:00 Elín Jóna Þorsteinsdóttir með verðlaunin sín sem leikmaður ársins. mynd/@elinjona_96 Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, var um helgina útnefnd besti leikmaður tímabilsins hjá danska félaginu Vendsyssel, annað árið í röð. Elín Jóna átti stóran þátt í því að Vendsyssel var í efsta sæti dönsku 1. deildarinnar þegar hlé var gert á keppni í mars í vegna kórónuveirufaraldursins. Að lokum var ákveðið að blása tímabilið af og staðan í mars látin gilda sem lokastaða, og því fékk Vendsyssel sæti í úrvalsdeildinni. Það var ekki fyrr en nú um helgina sem að leikmenn, þjálfarar og aðrir sem koma að Vendsyssel-liðinu gátu fagnað úrvalsdeildarsætinu saman með viðeigandi hætti. Hópurinn snæddi veislumat saman og kampavínið fékk að flæða enda félagið ekki verið í úrvalsdeild frá því að það var stofnað árið 2011. Elín Jóna fékk svo verðlaun sín sem besti leikmaður tímabilsins. View this post on Instagram Sturlað tímabil toppað með að vera valinn leikmaður ársins Er svo stolt af liðinu og því sem við höfum afrekað á þessu timabili. Nú bíður bara úrvalsdeildin - Vild sæson toppet med prisen som årets spiller jeg er stolt af holdet og det vi har opnået denne sæson Nu venter LIGAEN #veha1elin A post shared by Elín Jóna (@elinjona_96) on Jul 11, 2020 at 1:15pm PDT Elín Jóna skrifaði í vor undir nýjan samning við Vendsyssel sem gildir til næstu tveggja ára. Við það tilefni sagði þjálfari liðsins, Kent Ballegaard, að þessi fyrrverandi Haukakona væri án nokkurs vafa besti markvörður deildarinnar og að oft hefði hún tryggt liði sínu sigur. „Hún er mikilvægur hlekkur í framtíð Vendsyssel. Elín gæti átt mjög bjarta framtíð og við ætlum að vinna saman að því, og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Ballegaard. View this post on Instagram I ga r holdte vi guld- og grillfest, hvor vi fejrede vores oprykning i @dameligaen @elinjona_96 blev ka ret som a rets spiller for sæsonen 19/20! A post shared by Vendsyssel Håndbold (@vendsysselhaandbold) on Jul 12, 2020 at 8:07am PDT Elín Jóna hefur fengið hornamanninn Steinunni Hansdóttur sem liðsfélaga fyrir næstu leiktíð og eru æfingar hafnar hjá Vendsyssel sem á bikarleik við Horsens 13. ágúst. Fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni á að fara fram 26. ágúst. Danski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Íslenskir liðsfélagar hjá Vendsyssel næsta vetur Íslenska landsliðskonan Steinunn Hansdóttir hefur gert samning við danska b-deildarliðið Vendsyssel. 19. maí 2020 14:17 Elín Jóna áfram lykilmaður Vendsyssel | Þjálfarinn hæstánægður Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, hefur verið algjör lykilmaður hjá Vendsyssel sem er á toppi næstefstu deildar Danmerkur. Hún hefur nú skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. 2. mars 2020 23:15 Danir flauta tímabilið af | Íslendingalið meistarar Danska handboltatímabilinu er lokið. Íslendingaliðin Aalborg og Esbjerg standa uppi sem meistarar. 7. apríl 2020 12:31 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, var um helgina útnefnd besti leikmaður tímabilsins hjá danska félaginu Vendsyssel, annað árið í röð. Elín Jóna átti stóran þátt í því að Vendsyssel var í efsta sæti dönsku 1. deildarinnar þegar hlé var gert á keppni í mars í vegna kórónuveirufaraldursins. Að lokum var ákveðið að blása tímabilið af og staðan í mars látin gilda sem lokastaða, og því fékk Vendsyssel sæti í úrvalsdeildinni. Það var ekki fyrr en nú um helgina sem að leikmenn, þjálfarar og aðrir sem koma að Vendsyssel-liðinu gátu fagnað úrvalsdeildarsætinu saman með viðeigandi hætti. Hópurinn snæddi veislumat saman og kampavínið fékk að flæða enda félagið ekki verið í úrvalsdeild frá því að það var stofnað árið 2011. Elín Jóna fékk svo verðlaun sín sem besti leikmaður tímabilsins. View this post on Instagram Sturlað tímabil toppað með að vera valinn leikmaður ársins Er svo stolt af liðinu og því sem við höfum afrekað á þessu timabili. Nú bíður bara úrvalsdeildin - Vild sæson toppet med prisen som årets spiller jeg er stolt af holdet og det vi har opnået denne sæson Nu venter LIGAEN #veha1elin A post shared by Elín Jóna (@elinjona_96) on Jul 11, 2020 at 1:15pm PDT Elín Jóna skrifaði í vor undir nýjan samning við Vendsyssel sem gildir til næstu tveggja ára. Við það tilefni sagði þjálfari liðsins, Kent Ballegaard, að þessi fyrrverandi Haukakona væri án nokkurs vafa besti markvörður deildarinnar og að oft hefði hún tryggt liði sínu sigur. „Hún er mikilvægur hlekkur í framtíð Vendsyssel. Elín gæti átt mjög bjarta framtíð og við ætlum að vinna saman að því, og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Ballegaard. View this post on Instagram I ga r holdte vi guld- og grillfest, hvor vi fejrede vores oprykning i @dameligaen @elinjona_96 blev ka ret som a rets spiller for sæsonen 19/20! A post shared by Vendsyssel Håndbold (@vendsysselhaandbold) on Jul 12, 2020 at 8:07am PDT Elín Jóna hefur fengið hornamanninn Steinunni Hansdóttur sem liðsfélaga fyrir næstu leiktíð og eru æfingar hafnar hjá Vendsyssel sem á bikarleik við Horsens 13. ágúst. Fyrsti leikur liðsins í úrvalsdeildinni á að fara fram 26. ágúst.
Danski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Íslenskir liðsfélagar hjá Vendsyssel næsta vetur Íslenska landsliðskonan Steinunn Hansdóttir hefur gert samning við danska b-deildarliðið Vendsyssel. 19. maí 2020 14:17 Elín Jóna áfram lykilmaður Vendsyssel | Þjálfarinn hæstánægður Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, hefur verið algjör lykilmaður hjá Vendsyssel sem er á toppi næstefstu deildar Danmerkur. Hún hefur nú skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. 2. mars 2020 23:15 Danir flauta tímabilið af | Íslendingalið meistarar Danska handboltatímabilinu er lokið. Íslendingaliðin Aalborg og Esbjerg standa uppi sem meistarar. 7. apríl 2020 12:31 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Íslenskir liðsfélagar hjá Vendsyssel næsta vetur Íslenska landsliðskonan Steinunn Hansdóttir hefur gert samning við danska b-deildarliðið Vendsyssel. 19. maí 2020 14:17
Elín Jóna áfram lykilmaður Vendsyssel | Þjálfarinn hæstánægður Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, hefur verið algjör lykilmaður hjá Vendsyssel sem er á toppi næstefstu deildar Danmerkur. Hún hefur nú skrifað undir nýjan samning til tveggja ára við félagið. 2. mars 2020 23:15
Danir flauta tímabilið af | Íslendingalið meistarar Danska handboltatímabilinu er lokið. Íslendingaliðin Aalborg og Esbjerg standa uppi sem meistarar. 7. apríl 2020 12:31