Óli Stef vildi stöðva bíl fatlaðrar konu sem þó komst hjá við illan leik Jakob Bjarnar skrifar 14. júlí 2020 08:59 Óli Stef ákvað að kjörið væri að stöðva bíl sem var að fara um Laugaveginn, enda smellpassaði það inn í viðburðinn Kakó og undrun, og konan varð undrandi, ekki vantaði það því hún taldi sig í fullum rétti að fara þar um. visir/vilhelm Ólafur Stefánsson fyrrverandi handboltakappi og landsliðsmaður vildi stöðva bíl konu sem vildi fara um Laugaveg á bíl sínum. Bíllinn er með merki til marks um að þar færi fatlaður einstaklingur en það fór fram hjá hinum ákafa gjörningalistamanni. Óheppileg hetjudáð Fyrir tæpri viku fjallaði Mbl.is um það sem ekki verður betur skilið en nokkur hetjudáð Ólafs Stefánssonar, handboltakappa, í það minnsta í hugum þeirra sem aðhyllast bíllausan lífsstíl og göngugötur. Óli „brá sér fyrir bifreið sem ók ólöglega niður Laugaveg síðdegis í dag og vakti þannig undrun og athygli vegfarenda.“ Sagt er af því að mbl.is hafi átt leið hjá þegar Óli Stef hélt viðburðinn Kakó og undrun, hluti af viðburðauppsprettum (e. pop up) Borgarinnar okkar, Vínstúkunnar Tíu sopa og Vonarstrætis. Myndir sýna Ólaf með kakóbolla og einhverja furðuhluti; „eflaust gerðum til að valda undrun gesta, er hann stendur í vegi fyrir bílnum sem virti að vettugi bann við akstri niður sumargötuna. Ólafur hafði þó ekki erindi sem erfiði og þurfti að sveigja frá er ökumaður bifreiðarinnar lét ekki segjast og hélt akstrinum áfram.“ Konan skelkuð og kvíðin En hér er ekki öll sagan sögð. „Þetta er sem sagt bíllinn hennar mömmu og þessu lendum við í þegar við keyrum heim,“ segir kona nokkur sem deilir téðri frétt mbl.is á Facebook og bendir á að kurteisi kosti ekki neitt. Ólafur Stefánsson, eða Óli Stef eins og hann er jafnan kallaður, er einhver skærasta handboltastjarna sem Ísland hefur eignast. En hann hefur að undanförnu getið sér gott orð sem gjörningalistamaður og hefur meðal annars fengist við að skemmta öldruðum með heimspekilegu og frumlegu sprelli.visir/vilhelm Konan segir svo frá: „Um daginn lamdi einhver maður í húddið og reif upp hurðina og bölvaði mömmu! Hún varð auðvitað mjög skelkuð.“ Þá segir að konan að kvíði hafi gripið um sig í brjósti móður hennar og að hún þori vart út úr húsi. „Svona uppákomur eru orðnar daglegt brauð. Tek fram að mamma er með hjólastólamerkið í bílnum sínum og leyfismiðann um að hún megi keyra heim til sín.“ Heilbrigðismál Reykjavík Umhverfismál Samgöngur Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Ólafur Stefánsson fyrrverandi handboltakappi og landsliðsmaður vildi stöðva bíl konu sem vildi fara um Laugaveg á bíl sínum. Bíllinn er með merki til marks um að þar færi fatlaður einstaklingur en það fór fram hjá hinum ákafa gjörningalistamanni. Óheppileg hetjudáð Fyrir tæpri viku fjallaði Mbl.is um það sem ekki verður betur skilið en nokkur hetjudáð Ólafs Stefánssonar, handboltakappa, í það minnsta í hugum þeirra sem aðhyllast bíllausan lífsstíl og göngugötur. Óli „brá sér fyrir bifreið sem ók ólöglega niður Laugaveg síðdegis í dag og vakti þannig undrun og athygli vegfarenda.“ Sagt er af því að mbl.is hafi átt leið hjá þegar Óli Stef hélt viðburðinn Kakó og undrun, hluti af viðburðauppsprettum (e. pop up) Borgarinnar okkar, Vínstúkunnar Tíu sopa og Vonarstrætis. Myndir sýna Ólaf með kakóbolla og einhverja furðuhluti; „eflaust gerðum til að valda undrun gesta, er hann stendur í vegi fyrir bílnum sem virti að vettugi bann við akstri niður sumargötuna. Ólafur hafði þó ekki erindi sem erfiði og þurfti að sveigja frá er ökumaður bifreiðarinnar lét ekki segjast og hélt akstrinum áfram.“ Konan skelkuð og kvíðin En hér er ekki öll sagan sögð. „Þetta er sem sagt bíllinn hennar mömmu og þessu lendum við í þegar við keyrum heim,“ segir kona nokkur sem deilir téðri frétt mbl.is á Facebook og bendir á að kurteisi kosti ekki neitt. Ólafur Stefánsson, eða Óli Stef eins og hann er jafnan kallaður, er einhver skærasta handboltastjarna sem Ísland hefur eignast. En hann hefur að undanförnu getið sér gott orð sem gjörningalistamaður og hefur meðal annars fengist við að skemmta öldruðum með heimspekilegu og frumlegu sprelli.visir/vilhelm Konan segir svo frá: „Um daginn lamdi einhver maður í húddið og reif upp hurðina og bölvaði mömmu! Hún varð auðvitað mjög skelkuð.“ Þá segir að konan að kvíði hafi gripið um sig í brjósti móður hennar og að hún þori vart út úr húsi. „Svona uppákomur eru orðnar daglegt brauð. Tek fram að mamma er með hjólastólamerkið í bílnum sínum og leyfismiðann um að hún megi keyra heim til sín.“
Heilbrigðismál Reykjavík Umhverfismál Samgöngur Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira