Gagnrýna undirróður Hvíta hússins gegn sóttvarnasérfræðingi Kjartan Kjartansson skrifar 14. júlí 2020 12:05 Anthony Fauci stýrir Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna. Hann hefur undanfarið gerst meira afgerandi í viðvörunum vegna kórónuveirufaraldursins. Hvíta húsið sendi fjölmiðlum skjal sem var ætlað að grafa undan trúverðugleika hans um helgina í stíl við það sem tíðkast gegn pólitískum andstæðingum. Vísir/EPA Lýðheilsusérfræðingar, vísindamenn og demókratar gagnrýna tilraunir Hvíta hússins til þess að grafa undan Anthony Fauci, helsta smitvarnasérfræðingi ríkisstjórnarinnar, í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. Embættismenn í Hvíta húsinu sendu fjölmiðlum vestanhafs skjal með upplýsingum sem var ætlað að rýra trúverðugleika Fauci undir nafnleynd. Fauci hefur undanfarnar vikur talað skýrar um ástand kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum jafnvel þegar það gengur þvert gegn því sem Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur ranglega fram. Þannig sagði hann í viðtali við Five Thirty Eight fyrir helgi að Bandaríkin stæðu sig ekki frábærlega í að taka á faraldrinum. Þrátt fyrir þetta og að Trump forseti þoli ekkert andóf gegn sér þótti það sæta furðu þegar Hvíta húsið kom fram við sinn eigin sérfræðing í smitvörnum eins og pólitískan andstæðing um helgina. Í skjali sem var sent ýmsum fjölmiðlum voru rakin ummæli Fauci um faraldurinn frá undanförnum mánuðum sem Hvíta húsið telur að sýni að hann hafi ítrekað haft rangt fyrir sér. Þau ummæli voru flest frá upphafsdögum faraldursins þegar enn var tiltölulega lítið vitað um hann og Fauci lagði áherslu á að leiðbeiningar yfirvalda gætu breyst með nýrri þekkingu. Þá voru sum ummælin tekin úr samhengi. Hvíta húsið benti þannig á viðtal við Fauci á NBC-sjónvarpsstöðinni í lok febrúar þar sem hann sagði að Bandaríkjamenn þyrftu ekki að breyta daglegu lífi sínu vegna faraldursins strax. Þess var ekki getið í skjali Hvíta hússins til fjölmiðla að strax í næstu andrá sagði Fauci að þó að hættan væri lítil í augnablikinu gæti það breyst ef samfélagslegt smit hæfist í Bandaríkjunum. Þá þyrfti að grípa til mun viðameiri aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Ummælin féllu um hálfum mánuði áður en ríkisstjórn Trump greip til aðgerða vegna faraldursins innanlands. Skjalinu fylgdi að embættismenn Hvíta hússins hefðu áhyggjur af því hversu oft Fauci hefði haft rangt fyrir sér um faraldurinn. „Sláandi“ að grafið sé undan Fauci Janis Orlowski, aðalheilbrigðisfulltrúi Sambands bandaríska læknaskóla, segir aðför Hvíta hússins að Fauci „sláandi“. „Þegar þú byrjar að grafa undan vísindamönnum eins og Fauci, sem er þjóðargersemi, ertu í verulegum vandræðum,“ segir Orlowski við Washington Post. Fleiri heilbrigðissérfræðingar taka í sama streng. Carlos del Rio, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Emory-læknaháskólann, sagðist í tísti á sunnudag með böggum hildar yfir því að Hvíta húsið hefði ekki aðeins ýtt Fauci til hliðar heldur borið út óhróður um hann. Tom Frieden, fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC), hafnaði gagnrýni á að Fauci hefði í upphafi faraldursins sagt að grímur væru ekki nauðsynlegar en síðan snúist hugur þegar ljóst varð að fólk sem sýndi ekki einkenni gæti smitað aðra. „Það kallast vísindi, ekki mistök. Raunverulegu og banvænu mistökin eru að hlusta ekki á vísindin,“ tísti Frieden. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, varði upplýsingablaðið sem var sent fjölmiðlum með þeim rökum að það hafi verið beint svar við fyrirspurn Washington Post. Skjalið var engu að síður sent fleiri fjölmiðlum. Fullyrti hún að vinnusamband Trump og Fauci væri gott. Joe Biden, væntanlegt forsetaefni demókrata, tísti um að Trump forseti ætti að eyða minni tíma á golfvellinum og hlusta meira á sérfræðinga eins og Fauci. Repúblikanar hafa aftur á móti að mestu þagað um tilraunir Hvíta hússins til þess að rægja Fauci. Fauci hefur ekki gefið Trump skýrslu um faraldurinn í persónu frá því í byrjun júní þrátt fyrir að smitum fjölgi nú víða í Bandaríkjunum.Vísir/EPA Bar áfram tíst um að læknar og sóttvarnastofnun ljúgi Trump forseta er sagt hafa gramist sú athygli og aðdáun sem Fauci hefur fengið í faraldrinum. Skoðanakannanir benda til þess að Fauci njóti mun meira trausts almennings en forsetinn. Washington Post fjallað um það fyrir helgi að Hvíta húsið hefði ýtt Fauci til hliðar undanfarnar vikur. Það hafi afboðað Fauci í sjónvarpsviðtöl og þá hefur hann ekki rætt við Trump um faraldurinn frá því í byrjun júní. Í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina í síðustu viku lýsti Trump sóttvarnasérfræðingnum sem „viðkunnunalegum“ manni en að hann hefði gert „mörg mistök“. Í öðru viðtali lýsti Trump sig ósammála því mati Fauci að Bandaríkin væru ekki vel stödd hvað faraldurinn varðaði. Fjöldi ríkja hefur þurft að bakka með áform um að slaka á sóttvarnareglum og breiðist veiran hratt út í ríkjum eins og Flórída og Texas. Dan Scavino, samfélagsmiðlastjóri Hvíta hússins, birti skrípamynd þar sem hæðst var að Fauci á Facebook-síðu sinni á sunnudagskvöld. Á myndinni var Fauci sýndur sem krani sem hellir köldu vatni á hagkerfi Bandaríkjanna. Unreal. White House Deputy Chief of Staff for Communications posted this on Facebook. New CBS News polling shows many voters in states hard hit by Covid surges blame President Trump for pushing to reopen too soon. pic.twitter.com/2zm94PewBR— Ben Tracy (@benstracy) July 14, 2020 Trump gekk enn lengra í að kasta rýrð á sérfræðinga eigin ríkisstjórnar um faraldurinn þegar hann áframtísti leikjarþáttarstjórnanda sem sakaði Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, lækna, fjölmiðla og demókrata um að ljúga um faraldurinn. „Ég held að þetta snúist allt um kosningarnar og að koma í veg fyrir að efnahagslífið jafni sig, sem snýst allt um kosningarnar. Ég er kominn með ógeð á því,“ tísti Chuck Woolery og Trump miðlaði áfram til tuga milljóna fylgjenda sinna á Twitter. Sóttvarnastofnunin tilkynnti að hún ætlaði að endurskoða leiðbeiningar til skóla um hvernig hægt væri að standa að opnun eftir faraldurinn í síðustu viku eftir að Trump gagnrýndi að þær væru óhentugar og dýrar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46 Kæmi Fauci ekki á óvart ef tilfellin verði 100 þúsund á dag í Bandaríkjunum Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna segir að honum kæmi það ekki á óvart ef tilfelli kórónuveirusmita í Bandaríkjunum nái 100 þúsund á dag í náinni framtíð. 30. júní 2020 21:42 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Lýðheilsusérfræðingar, vísindamenn og demókratar gagnrýna tilraunir Hvíta hússins til þess að grafa undan Anthony Fauci, helsta smitvarnasérfræðingi ríkisstjórnarinnar, í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. Embættismenn í Hvíta húsinu sendu fjölmiðlum vestanhafs skjal með upplýsingum sem var ætlað að rýra trúverðugleika Fauci undir nafnleynd. Fauci hefur undanfarnar vikur talað skýrar um ástand kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum jafnvel þegar það gengur þvert gegn því sem Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur ranglega fram. Þannig sagði hann í viðtali við Five Thirty Eight fyrir helgi að Bandaríkin stæðu sig ekki frábærlega í að taka á faraldrinum. Þrátt fyrir þetta og að Trump forseti þoli ekkert andóf gegn sér þótti það sæta furðu þegar Hvíta húsið kom fram við sinn eigin sérfræðing í smitvörnum eins og pólitískan andstæðing um helgina. Í skjali sem var sent ýmsum fjölmiðlum voru rakin ummæli Fauci um faraldurinn frá undanförnum mánuðum sem Hvíta húsið telur að sýni að hann hafi ítrekað haft rangt fyrir sér. Þau ummæli voru flest frá upphafsdögum faraldursins þegar enn var tiltölulega lítið vitað um hann og Fauci lagði áherslu á að leiðbeiningar yfirvalda gætu breyst með nýrri þekkingu. Þá voru sum ummælin tekin úr samhengi. Hvíta húsið benti þannig á viðtal við Fauci á NBC-sjónvarpsstöðinni í lok febrúar þar sem hann sagði að Bandaríkjamenn þyrftu ekki að breyta daglegu lífi sínu vegna faraldursins strax. Þess var ekki getið í skjali Hvíta hússins til fjölmiðla að strax í næstu andrá sagði Fauci að þó að hættan væri lítil í augnablikinu gæti það breyst ef samfélagslegt smit hæfist í Bandaríkjunum. Þá þyrfti að grípa til mun viðameiri aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Ummælin féllu um hálfum mánuði áður en ríkisstjórn Trump greip til aðgerða vegna faraldursins innanlands. Skjalinu fylgdi að embættismenn Hvíta hússins hefðu áhyggjur af því hversu oft Fauci hefði haft rangt fyrir sér um faraldurinn. „Sláandi“ að grafið sé undan Fauci Janis Orlowski, aðalheilbrigðisfulltrúi Sambands bandaríska læknaskóla, segir aðför Hvíta hússins að Fauci „sláandi“. „Þegar þú byrjar að grafa undan vísindamönnum eins og Fauci, sem er þjóðargersemi, ertu í verulegum vandræðum,“ segir Orlowski við Washington Post. Fleiri heilbrigðissérfræðingar taka í sama streng. Carlos del Rio, sérfræðingur í smitsjúkdómum við Emory-læknaháskólann, sagðist í tísti á sunnudag með böggum hildar yfir því að Hvíta húsið hefði ekki aðeins ýtt Fauci til hliðar heldur borið út óhróður um hann. Tom Frieden, fyrrverandi forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC), hafnaði gagnrýni á að Fauci hefði í upphafi faraldursins sagt að grímur væru ekki nauðsynlegar en síðan snúist hugur þegar ljóst varð að fólk sem sýndi ekki einkenni gæti smitað aðra. „Það kallast vísindi, ekki mistök. Raunverulegu og banvænu mistökin eru að hlusta ekki á vísindin,“ tísti Frieden. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, varði upplýsingablaðið sem var sent fjölmiðlum með þeim rökum að það hafi verið beint svar við fyrirspurn Washington Post. Skjalið var engu að síður sent fleiri fjölmiðlum. Fullyrti hún að vinnusamband Trump og Fauci væri gott. Joe Biden, væntanlegt forsetaefni demókrata, tísti um að Trump forseti ætti að eyða minni tíma á golfvellinum og hlusta meira á sérfræðinga eins og Fauci. Repúblikanar hafa aftur á móti að mestu þagað um tilraunir Hvíta hússins til þess að rægja Fauci. Fauci hefur ekki gefið Trump skýrslu um faraldurinn í persónu frá því í byrjun júní þrátt fyrir að smitum fjölgi nú víða í Bandaríkjunum.Vísir/EPA Bar áfram tíst um að læknar og sóttvarnastofnun ljúgi Trump forseta er sagt hafa gramist sú athygli og aðdáun sem Fauci hefur fengið í faraldrinum. Skoðanakannanir benda til þess að Fauci njóti mun meira trausts almennings en forsetinn. Washington Post fjallað um það fyrir helgi að Hvíta húsið hefði ýtt Fauci til hliðar undanfarnar vikur. Það hafi afboðað Fauci í sjónvarpsviðtöl og þá hefur hann ekki rætt við Trump um faraldurinn frá því í byrjun júní. Í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina í síðustu viku lýsti Trump sóttvarnasérfræðingnum sem „viðkunnunalegum“ manni en að hann hefði gert „mörg mistök“. Í öðru viðtali lýsti Trump sig ósammála því mati Fauci að Bandaríkin væru ekki vel stödd hvað faraldurinn varðaði. Fjöldi ríkja hefur þurft að bakka með áform um að slaka á sóttvarnareglum og breiðist veiran hratt út í ríkjum eins og Flórída og Texas. Dan Scavino, samfélagsmiðlastjóri Hvíta hússins, birti skrípamynd þar sem hæðst var að Fauci á Facebook-síðu sinni á sunnudagskvöld. Á myndinni var Fauci sýndur sem krani sem hellir köldu vatni á hagkerfi Bandaríkjanna. Unreal. White House Deputy Chief of Staff for Communications posted this on Facebook. New CBS News polling shows many voters in states hard hit by Covid surges blame President Trump for pushing to reopen too soon. pic.twitter.com/2zm94PewBR— Ben Tracy (@benstracy) July 14, 2020 Trump gekk enn lengra í að kasta rýrð á sérfræðinga eigin ríkisstjórnar um faraldurinn þegar hann áframtísti leikjarþáttarstjórnanda sem sakaði Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, lækna, fjölmiðla og demókrata um að ljúga um faraldurinn. „Ég held að þetta snúist allt um kosningarnar og að koma í veg fyrir að efnahagslífið jafni sig, sem snýst allt um kosningarnar. Ég er kominn með ógeð á því,“ tísti Chuck Woolery og Trump miðlaði áfram til tuga milljóna fylgjenda sinna á Twitter. Sóttvarnastofnunin tilkynnti að hún ætlaði að endurskoða leiðbeiningar til skóla um hvernig hægt væri að standa að opnun eftir faraldurinn í síðustu viku eftir að Trump gagnrýndi að þær væru óhentugar og dýrar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46 Kæmi Fauci ekki á óvart ef tilfellin verði 100 þúsund á dag í Bandaríkjunum Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna segir að honum kæmi það ekki á óvart ef tilfelli kórónuveirusmita í Bandaríkjunum nái 100 þúsund á dag í náinni framtíð. 30. júní 2020 21:42 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24
Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46
Kæmi Fauci ekki á óvart ef tilfellin verði 100 þúsund á dag í Bandaríkjunum Dr. Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna segir að honum kæmi það ekki á óvart ef tilfelli kórónuveirusmita í Bandaríkjunum nái 100 þúsund á dag í náinni framtíð. 30. júní 2020 21:42