Lamb drepið, úrbeinað og etið í Dritvík á Snæfellsnesi Jakob Bjarnar skrifar 14. júlí 2020 12:07 Sá sem tók þessa mynd og birti í Facebookhópi sauðfjárbænda telur engan vafa á leika að sá sem úrbeinaði þetta lamb kunni vel til verka. Maður nokkur birti mynd af lambshræi í hópi Sauðfjárbænda á Facebook þar sem sjá má haganlega úrbeinað lamb. Ekkert eftir nema haus, gæran og svo hryggjarsúla. „Hvaða dánarorsök kæmi fyrst upp í huga ykkar ef þið fynduð svona „lamb“ bak við dauðan stein – sjálfdautt, refur, maður eða ???“ segir maðurinn og telur svarið liggja í augum uppi. „Engir bógar, læri eða innyfli sjáanleg á vettvangi en vambagor á víð og dreif og nýlegt eldstæði stutt frá. Sauðfjárbændur æfir vegna sauðþjófnaðarins Ekki stendur á viðbrögðum félaga í hópnum. „Þetta er eftir mann, svo mikið er víst,“ segir einn úr hópnum. „Mannvonskan í sinni ljótustu mynd,“ segir einn og að þetta sé hræðilegt að sjá. Annar segir það pottétt, að þetta sé af mannavöldum og einn segir: „Sauðaþjófar“. Frá fornu fari hefur slíkur glæpur verið litið mjög alvarlegum augum hér á landi. Vísir setti sig í samband við manninn sem vildi sem minnst um málið segja; taldi að of nákvæm umfjöllun kynni að skaða rannsóknarhagsmuni. En taldi víst að sá sem þarna hefur verið að verki hafi kunnað vel til verka. Einhverjir þeir sem voru á ferð um Snæfellsnes gerðu sér lítið fyrir, drápu lamb, úrbeinuðu og elduðu í fjöruborðinu í Dritvík.visir/vilhelm Lambið fann hann á ótilgreindum stað í fjöruborðinu. Búið er að gera eiganda viðvart og er það að sögn í réttum farvegi. Vísir beindi fyrirspurn til lögreglunnar í umdæminu en málið er ekki enn komið á skrá þar. En, fastlega má búast við því að það verði í dag, eftir rannsókn. Sauðaþjófnaður sjaldgæfur á Íslandi Fyrir þremur árum fjallaði Vísir um ferðmenn sem höfðu slátrað lambi. Málið olli talsverðu uppnámi í bændasamfélaginu Íslandi en þar aflífuðu erlendir ferðamenn lamb í Breiðdal með því að skera það á háls. Átta voru handteknir í tengslum við málið, kærðir fyrir sauðaþjófnað og voru þeir sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeim var gert að greiða fyrir eignatjónið. Þeir báru það fyrir sig að þeir hefðu aflífað lambið sem þeir sögu slasað, þá til að lina þjáningar þess. Lambið drepið og eldað í Dritvík Uppfært 12:15: Svör voru að berast Vísi frá lögreglunni á Vesturlandi. Um er að ræða 6 vikna lamb sem hefur verið drepið og úrbeinað og eldað á staðnum, Dritvík á Snæfellsnesi. Eigandi lambsins er upplýstur um málið og er það nú til rannsóknar. Dýr Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Maður nokkur birti mynd af lambshræi í hópi Sauðfjárbænda á Facebook þar sem sjá má haganlega úrbeinað lamb. Ekkert eftir nema haus, gæran og svo hryggjarsúla. „Hvaða dánarorsök kæmi fyrst upp í huga ykkar ef þið fynduð svona „lamb“ bak við dauðan stein – sjálfdautt, refur, maður eða ???“ segir maðurinn og telur svarið liggja í augum uppi. „Engir bógar, læri eða innyfli sjáanleg á vettvangi en vambagor á víð og dreif og nýlegt eldstæði stutt frá. Sauðfjárbændur æfir vegna sauðþjófnaðarins Ekki stendur á viðbrögðum félaga í hópnum. „Þetta er eftir mann, svo mikið er víst,“ segir einn úr hópnum. „Mannvonskan í sinni ljótustu mynd,“ segir einn og að þetta sé hræðilegt að sjá. Annar segir það pottétt, að þetta sé af mannavöldum og einn segir: „Sauðaþjófar“. Frá fornu fari hefur slíkur glæpur verið litið mjög alvarlegum augum hér á landi. Vísir setti sig í samband við manninn sem vildi sem minnst um málið segja; taldi að of nákvæm umfjöllun kynni að skaða rannsóknarhagsmuni. En taldi víst að sá sem þarna hefur verið að verki hafi kunnað vel til verka. Einhverjir þeir sem voru á ferð um Snæfellsnes gerðu sér lítið fyrir, drápu lamb, úrbeinuðu og elduðu í fjöruborðinu í Dritvík.visir/vilhelm Lambið fann hann á ótilgreindum stað í fjöruborðinu. Búið er að gera eiganda viðvart og er það að sögn í réttum farvegi. Vísir beindi fyrirspurn til lögreglunnar í umdæminu en málið er ekki enn komið á skrá þar. En, fastlega má búast við því að það verði í dag, eftir rannsókn. Sauðaþjófnaður sjaldgæfur á Íslandi Fyrir þremur árum fjallaði Vísir um ferðmenn sem höfðu slátrað lambi. Málið olli talsverðu uppnámi í bændasamfélaginu Íslandi en þar aflífuðu erlendir ferðamenn lamb í Breiðdal með því að skera það á háls. Átta voru handteknir í tengslum við málið, kærðir fyrir sauðaþjófnað og voru þeir sektaðir um 120 þúsund krónur auk þess sem þeim var gert að greiða fyrir eignatjónið. Þeir báru það fyrir sig að þeir hefðu aflífað lambið sem þeir sögu slasað, þá til að lina þjáningar þess. Lambið drepið og eldað í Dritvík Uppfært 12:15: Svör voru að berast Vísi frá lögreglunni á Vesturlandi. Um er að ræða 6 vikna lamb sem hefur verið drepið og úrbeinað og eldað á staðnum, Dritvík á Snæfellsnesi. Eigandi lambsins er upplýstur um málið og er það nú til rannsóknar.
Dýr Landbúnaður Lögreglumál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira