Oft erfitt fyrir útivinnandi foreldra að rækta vinskap Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. júlí 2020 10:00 Vísir/Getty Margir tengja jafnvægi heimilis og vinnu við þá áskorun að vinna ekki of mikið en ná þess frekar að njóta samvista með fjölskyldunni. Jafn einfalt og þetta hljómar þekkja það flestir af eigin raun að svo er ekki. Útivinnandi foreldrar upplifa sig oft í kapphlaupi við tímann, að vinna, sækja, skutla, elda, þvo, kaupa inn o.s.frv. Þegar börnin eru sofnuð er oft kíkt á nokkra vinnupósta eða einhver verkefni kláruð. Morguninn eftir hefst sama kapphlaupið á ný. Í nýlegri grein Harvard Business Review er útivinnandi foreldrum hins vegar bent á mikilvægi þess að rækta vini sína og vinskap utan vinnufélaga. Þetta eru vinirnir sem við treystum fyrir leyndarmálum okkar, áhyggjum eða vangaveltum. Oft fólkið sem hefur þekkt okkur lengi og veit fyrir hvað við stöndum eða í hverju styrkleikar eða veikleikarnir okkar liggja. Að halda úti sambandi við þessa vini, samhliða því að vera að vinna, reka heimili, ala upp börn og verja tíma með makanum, á það því til að verða svolítið útundan. Í umræddri grein er því fleygt fram að sambandsrofin, þ.e. sú þróun að heyra æ sjaldnar í vinum sínum, gerist hvað hraðast á þrítugsaldri eða á þeim aldri þegar margir eru að eignast sín fyrstu börn og koma sér upp heimili. Samkvæmt rannsóknum gerir það okkur hins vegar mjög gott að rækta sambandið við vini utan vinnu og fjölskyldu. Til dæmis sýna rannsóknir að það að rækta sambandið vel við bestu vini sína hjálpar okkur að standast álag og streitu, eflir félagslega getu okkar og hefur meira að segja þau áhrif að við stöndum okkur betur í vinnu. Þetta skýrist meðal annars af því að það eru traustu vinirnir sem fá okkur oft til að hugsa aðeins út fyrir boxið þegar kemur að vinnunni og átta okkur á fleiri sjónarhornum. Vinirnir eru utanaðkomandi, eru óhræddir við að segja okkur sína skoðun og við getum treyst því að þeir vilja okkur vel. Flest fólk kannast líka við það að upplifa sig ánægð og endurnærð eftir góða samverustund með bestu vinunum eða vinkonum. Að ná góðu jafnvægi á milli heimilis og vinnu þarf því einnig að fela það í sér að fólk sé meðvitað um að rækta sambandið við trausta og góða vini. Oft er þetta hægt án þess að taka tíma frá fjölskyldunni. Stutt spjall í símanum á meðan verið er að elda eða vaska upp eða stokkið inn í búð. Eða eins og segir í laglínunni „Enginn veit fyrr en reynir á hvort vini áttu þá.“ Góðu ráðin Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjá meira
Margir tengja jafnvægi heimilis og vinnu við þá áskorun að vinna ekki of mikið en ná þess frekar að njóta samvista með fjölskyldunni. Jafn einfalt og þetta hljómar þekkja það flestir af eigin raun að svo er ekki. Útivinnandi foreldrar upplifa sig oft í kapphlaupi við tímann, að vinna, sækja, skutla, elda, þvo, kaupa inn o.s.frv. Þegar börnin eru sofnuð er oft kíkt á nokkra vinnupósta eða einhver verkefni kláruð. Morguninn eftir hefst sama kapphlaupið á ný. Í nýlegri grein Harvard Business Review er útivinnandi foreldrum hins vegar bent á mikilvægi þess að rækta vini sína og vinskap utan vinnufélaga. Þetta eru vinirnir sem við treystum fyrir leyndarmálum okkar, áhyggjum eða vangaveltum. Oft fólkið sem hefur þekkt okkur lengi og veit fyrir hvað við stöndum eða í hverju styrkleikar eða veikleikarnir okkar liggja. Að halda úti sambandi við þessa vini, samhliða því að vera að vinna, reka heimili, ala upp börn og verja tíma með makanum, á það því til að verða svolítið útundan. Í umræddri grein er því fleygt fram að sambandsrofin, þ.e. sú þróun að heyra æ sjaldnar í vinum sínum, gerist hvað hraðast á þrítugsaldri eða á þeim aldri þegar margir eru að eignast sín fyrstu börn og koma sér upp heimili. Samkvæmt rannsóknum gerir það okkur hins vegar mjög gott að rækta sambandið við vini utan vinnu og fjölskyldu. Til dæmis sýna rannsóknir að það að rækta sambandið vel við bestu vini sína hjálpar okkur að standast álag og streitu, eflir félagslega getu okkar og hefur meira að segja þau áhrif að við stöndum okkur betur í vinnu. Þetta skýrist meðal annars af því að það eru traustu vinirnir sem fá okkur oft til að hugsa aðeins út fyrir boxið þegar kemur að vinnunni og átta okkur á fleiri sjónarhornum. Vinirnir eru utanaðkomandi, eru óhræddir við að segja okkur sína skoðun og við getum treyst því að þeir vilja okkur vel. Flest fólk kannast líka við það að upplifa sig ánægð og endurnærð eftir góða samverustund með bestu vinunum eða vinkonum. Að ná góðu jafnvægi á milli heimilis og vinnu þarf því einnig að fela það í sér að fólk sé meðvitað um að rækta sambandið við trausta og góða vini. Oft er þetta hægt án þess að taka tíma frá fjölskyldunni. Stutt spjall í símanum á meðan verið er að elda eða vaska upp eða stokkið inn í búð. Eða eins og segir í laglínunni „Enginn veit fyrr en reynir á hvort vini áttu þá.“
Góðu ráðin Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjá meira