Þjóðhátíð formlega aflýst Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júlí 2020 15:44 Engin formleg dagskrá verður í Herjólfsdal í ár, að minnsta kosti ekki á vegum Þjóðhátíðarnefndar. Vísir/sigurjón Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið blásin af með einu og öllu. „ÍBV mun ekki standa fyrir einum einasta viðburði um Verslunarmannahelgina; hvort sem um er að ræða dansleiki, tónleika, brennu, brekkusöng eða hvað eina,“ segir í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd sem send var fjölmiðlum nú seinni partinn. Með ákvörðun sinni vill Þjóðhátíðarnefnd sýna „fulla ábyrgð og taka af allan vafa um að ÍBV muni standa fyrir viðburði sem kynni að storka fjöldatakmörkunum.“ Eins og fram hefur komið munu 500 manna samkomutakmörk vera í gildi á Íslandi út ágústmánuð, en eins og venja er fer Þjóðhátíð fram fyrstu helgina í ágúst. Þau sem keypt hafa miða á Þjóðhátíð 2020 mun gefast kostur á að flytja miðann á næsta ár, „enda ljóst að miðaverð á Þjóðhátíð 2021 mun verða hærra en í ár,“ segir Þjóðhátíðarnefnd. Fólk mun þó geta farið fram á endurgreiðslu og standa vonir til að fyrirkomulag endurgreiðslna verði kynnt í lok mánaðar. „Ef fólk kýs að fá miðann sinn ekki endurgreiddan er slíkur stuðningur gríðarlega vel þeginn á þessum erfiðu tímum í rekstri barna- og unglingastarfs og ljóst að slíkur stuðningur hvetur okkur áfram til góðra verka. Einnig verður áfram í boði að kaupa miða á Þjóðhátíð 2020 fyrir þá sem vilja styrkja félagið.“ Þjóðhátíðarlagið og blaðið á sínum stað Þó svo að hátíðin fari ekki fram í ár kemur það ekki í veg fyrir að hið svokallaða Þjóðhátíðarlag ársins líti dagsins ljós. Það verður frumflutt í Brennslunni á FM957 á föstudaginn en höfundar lags og texta eru bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir. „Bræðurnir og Þjóðhátíðarnefnd voru algerlega sammála um að gefa út lagið þrátt fyrir þessi örlög,“ segir í fyrrnefndri yfirlýsingu. Þá mun Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja jafnframt koma út, þrátt fyrir að Þjóðhátíð falli niður. Áætlað er að blaðið komi út 31. júlí og verður hægt að nálgast blaðið í Eyjum og á fastalandinu. Gefst velunnurum Þjóðhátíðar þannig færi á að styðja við ÍBV með kaupum á blaðinu. Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið blásin af með einu og öllu. „ÍBV mun ekki standa fyrir einum einasta viðburði um Verslunarmannahelgina; hvort sem um er að ræða dansleiki, tónleika, brennu, brekkusöng eða hvað eina,“ segir í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd sem send var fjölmiðlum nú seinni partinn. Með ákvörðun sinni vill Þjóðhátíðarnefnd sýna „fulla ábyrgð og taka af allan vafa um að ÍBV muni standa fyrir viðburði sem kynni að storka fjöldatakmörkunum.“ Eins og fram hefur komið munu 500 manna samkomutakmörk vera í gildi á Íslandi út ágústmánuð, en eins og venja er fer Þjóðhátíð fram fyrstu helgina í ágúst. Þau sem keypt hafa miða á Þjóðhátíð 2020 mun gefast kostur á að flytja miðann á næsta ár, „enda ljóst að miðaverð á Þjóðhátíð 2021 mun verða hærra en í ár,“ segir Þjóðhátíðarnefnd. Fólk mun þó geta farið fram á endurgreiðslu og standa vonir til að fyrirkomulag endurgreiðslna verði kynnt í lok mánaðar. „Ef fólk kýs að fá miðann sinn ekki endurgreiddan er slíkur stuðningur gríðarlega vel þeginn á þessum erfiðu tímum í rekstri barna- og unglingastarfs og ljóst að slíkur stuðningur hvetur okkur áfram til góðra verka. Einnig verður áfram í boði að kaupa miða á Þjóðhátíð 2020 fyrir þá sem vilja styrkja félagið.“ Þjóðhátíðarlagið og blaðið á sínum stað Þó svo að hátíðin fari ekki fram í ár kemur það ekki í veg fyrir að hið svokallaða Þjóðhátíðarlag ársins líti dagsins ljós. Það verður frumflutt í Brennslunni á FM957 á föstudaginn en höfundar lags og texta eru bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir. „Bræðurnir og Þjóðhátíðarnefnd voru algerlega sammála um að gefa út lagið þrátt fyrir þessi örlög,“ segir í fyrrnefndri yfirlýsingu. Þá mun Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja jafnframt koma út, þrátt fyrir að Þjóðhátíð falli niður. Áætlað er að blaðið komi út 31. júlí og verður hægt að nálgast blaðið í Eyjum og á fastalandinu. Gefst velunnurum Þjóðhátíðar þannig færi á að styðja við ÍBV með kaupum á blaðinu.
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira