Þríeykið gott dæmi um að teymi virka betur en einstaka stjórnendur Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. júlí 2020 10:00 Teymi eru leiðtogar framtíðarinnar segir Pétur Arason og bendir á þríeykið svonefnda sem gott dæmi. Vísir/Vilhelm „Í sinn ýktustu mynd ef þú ert að leita að sterkum stjórnanda eða leiðtoga færðu oft týpurnar sem eru annaðhvort ofstjórnendur (e. micro managers), óttastjórnendur eða týpur sem eiga auðvelt með að heilla og ráðkast með fólk og fá það til að gera eitthvað sem það í raun vill ekki,“ segir Pétur Arason frumkvöðull og stofnandi Manino sem mælir frekar með því að vinnustaðir horfi til teymanna í heild frekar en einstakra stjórnenda. Hann segir mýtuna sterka um súperhetjuna sem allt getur og aldrei gerir mistök, stendur fremst í stafni, tekur aldrei frí, slekkur alla elda o.s.frv. en þetta eru að hans mati oft þeir eiginleikar sem fyrirtæki og stofnanir leita að þegar þeim vantar sterkan leiðtoga eða stjórnanda. „Rót vandans liggur í þessari óbilandi trú okkar á að pýramídinn og deildarskipulagið sé eina og besta leiðin til að vinna leikinn. Þetta skipulagsform er gamalt og það virkar að sjálfsögðu, annars værum við ekki að nota það. En er þetta það besta skipulag sem við getum notað?“ spyr Pétur sem segir þríeykið svonefnda gott dæmi um hversu vel teymi geta virkað. Pétur segir að til þess að teymisvinna virki sem best þarf að treysta starfsfólkinu. Pétur Arason.Vísir/Vilhelm „Ég vil meina að leiðtogi framtíðarinnar sé teymið. Hættum að líta til þess að við þurfum einhvern einn sem leiðir okkur áfram, við höfum öll burði til að flytja fyrirtækin okkar áfram og oftast höfum við mun betri upplýsingar í þeirri stöðu sem við erum í en einhver leiðtogi eða yfirmaður sem oft er langt í burtu frá því sem við erum að gera.“ Að sögn Péturs er of sjaldan horft til þess hvað vantar inn í teymin þegar verið er að ráða inn nýtt fólk. „Flest fyrirtæki hugsa eingöngu um hæfni nýrra starfsmanna en ekki hvernig manneskjur þau eru. Sum fyrirtæki eru vissulega að skoða hvort að viðkomandi persóna passi inn í menninguna, en þetta er alltof sjaldgæft ekki síst að teymin sjálf velji starfsmenn út frá ákveðnum mannlegum eiginleikum sem vantar inn í teymin,“ segir Pétur. Pétur segir að sú staða sem er uppi í heiminum í dag sýni vel hvernig teymi geta virkað betur en einstakir stjórnendur. „Til að setja þetta í samhengi við ástandið sem við erum að ganga í gegnum þá er þríeykið okkar ágætis birtingarmynd þess sem ég er að tala um. Það sést vel á viðbrögðum þjóða heims hvaða aðferðir eru að virka einna best til að eiga við þessa stöðu. Okkur lánaðist að setja saman hóp fólks, teymi, sem tók á sig ábyrgðina á að leiða okkur í gegnum stöðuna og það þurfti að öllum líkindum ákveðna auðmýkt og samkennd að hálfu þeirra sem ráða til að velja þessa leið,“ segir Pétur. Pétur segir meiri skynsemi í því fólgin að byggja upp teymi frekar en að treysta á einstaka einstaklinga enda geti enginn einn einstaklingur búið yfir sama fjölbreytileika og teymi. Gott teymi geti búið yfir eiginleikum eins og ákveðni, forvitni, framsýni, drifkrafti, útsjónarsemi, úthaldi, kænsku, dirfsku, auðmýkt, ígrundun, húmor, athyglisgáfu, félagsfærni, hæfni í mannlegum samskiptum o.s.frv. „En með því að greina þetta og hafa augun á þessu er auðvelt að setja saman teymi þar sem allir þessir styrkleikar geta verið til staðar. Í slíkum teymum er nánast öruggt að eitthvað skemmtilegt gerist, að einhverjir galdrar verða til,“ segir Pétur. Stjórnun Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Í sinn ýktustu mynd ef þú ert að leita að sterkum stjórnanda eða leiðtoga færðu oft týpurnar sem eru annaðhvort ofstjórnendur (e. micro managers), óttastjórnendur eða týpur sem eiga auðvelt með að heilla og ráðkast með fólk og fá það til að gera eitthvað sem það í raun vill ekki,“ segir Pétur Arason frumkvöðull og stofnandi Manino sem mælir frekar með því að vinnustaðir horfi til teymanna í heild frekar en einstakra stjórnenda. Hann segir mýtuna sterka um súperhetjuna sem allt getur og aldrei gerir mistök, stendur fremst í stafni, tekur aldrei frí, slekkur alla elda o.s.frv. en þetta eru að hans mati oft þeir eiginleikar sem fyrirtæki og stofnanir leita að þegar þeim vantar sterkan leiðtoga eða stjórnanda. „Rót vandans liggur í þessari óbilandi trú okkar á að pýramídinn og deildarskipulagið sé eina og besta leiðin til að vinna leikinn. Þetta skipulagsform er gamalt og það virkar að sjálfsögðu, annars værum við ekki að nota það. En er þetta það besta skipulag sem við getum notað?“ spyr Pétur sem segir þríeykið svonefnda gott dæmi um hversu vel teymi geta virkað. Pétur segir að til þess að teymisvinna virki sem best þarf að treysta starfsfólkinu. Pétur Arason.Vísir/Vilhelm „Ég vil meina að leiðtogi framtíðarinnar sé teymið. Hættum að líta til þess að við þurfum einhvern einn sem leiðir okkur áfram, við höfum öll burði til að flytja fyrirtækin okkar áfram og oftast höfum við mun betri upplýsingar í þeirri stöðu sem við erum í en einhver leiðtogi eða yfirmaður sem oft er langt í burtu frá því sem við erum að gera.“ Að sögn Péturs er of sjaldan horft til þess hvað vantar inn í teymin þegar verið er að ráða inn nýtt fólk. „Flest fyrirtæki hugsa eingöngu um hæfni nýrra starfsmanna en ekki hvernig manneskjur þau eru. Sum fyrirtæki eru vissulega að skoða hvort að viðkomandi persóna passi inn í menninguna, en þetta er alltof sjaldgæft ekki síst að teymin sjálf velji starfsmenn út frá ákveðnum mannlegum eiginleikum sem vantar inn í teymin,“ segir Pétur. Pétur segir að sú staða sem er uppi í heiminum í dag sýni vel hvernig teymi geta virkað betur en einstakir stjórnendur. „Til að setja þetta í samhengi við ástandið sem við erum að ganga í gegnum þá er þríeykið okkar ágætis birtingarmynd þess sem ég er að tala um. Það sést vel á viðbrögðum þjóða heims hvaða aðferðir eru að virka einna best til að eiga við þessa stöðu. Okkur lánaðist að setja saman hóp fólks, teymi, sem tók á sig ábyrgðina á að leiða okkur í gegnum stöðuna og það þurfti að öllum líkindum ákveðna auðmýkt og samkennd að hálfu þeirra sem ráða til að velja þessa leið,“ segir Pétur. Pétur segir meiri skynsemi í því fólgin að byggja upp teymi frekar en að treysta á einstaka einstaklinga enda geti enginn einn einstaklingur búið yfir sama fjölbreytileika og teymi. Gott teymi geti búið yfir eiginleikum eins og ákveðni, forvitni, framsýni, drifkrafti, útsjónarsemi, úthaldi, kænsku, dirfsku, auðmýkt, ígrundun, húmor, athyglisgáfu, félagsfærni, hæfni í mannlegum samskiptum o.s.frv. „En með því að greina þetta og hafa augun á þessu er auðvelt að setja saman teymi þar sem allir þessir styrkleikar geta verið til staðar. Í slíkum teymum er nánast öruggt að eitthvað skemmtilegt gerist, að einhverjir galdrar verða til,“ segir Pétur.
Stjórnun Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira