Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar

Í kvöldfréttum förum við yfir þær breytingar sem gerðar verða á hömlum á komu ferðamanna til landsins frá og með næsta fimmtudegi og fjölgun þeirra.

Leigjendum í atvinnuhúsnæði gengur illa að ná í húsráðanda til að segja upp leigusamningi en tugir leigjenda er skráðir í íbúðarhúsnæði annars staðar því óheimilt er að hafa lögheimili í atvinnuhúsnæði.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir greinir frá því hvernig ríki sem vilja þrengja að mannréttindum og fjölmiðlum flæmdu hana úr starfi forstjóra hjá Mannréttinda- og samvinnustofnunar Evrópu og segjum við einnig frá því að Bretar hafa látið undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar um að útiloka kínverska hátæknifyrirtækið Huawei frá aðkomu að uppbyggingu 5G samskiptanetsins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×