Mörg dæmi um að fólki sé sagt upp eftir að hafa greinst með heilabilun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2020 21:00 Mörg dæmi eru um að vinnuveitendur segi upp starfsfólki eftir að það greinist með heilabilun. Fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir gríðarlega mikilvægt að vinnuveitendur komi til móts við fólkið til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Áætlað er að um fimm þúsund manns séu með greiningu um heilabilun á Íslandi og er Alzheimersjúkdómurinn algengastur. Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir að eftir að fólk fær greiningu sé lítið sem ekkert sem taki við. „Fólk kemur til okkar og bara hvað svo? Hvaða meðferðir eru í boði? Manneskja sem er ekki farin að sýna mikil einkenni, þá eru ekki úrræði í boði. Það er fyrst að þú getur nýtt þér sérhæfða dagþjálfun en þarna þegar þú ert nýgreindur þá er ekkert. Svo spyr fólk: hvernig á ég að segja vinnuveitanda mínum frá þessu?,“ segir Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimer samtakanna. Það reynist fólki mjög erfitt að tilkynna vinnuveitanda um greininguna. Dæmi sé um að fólki sé sagt upp eftir að það greinist. „Ég hef heyrt töluvert mörg dæmi um það. Þetta er ekki illska heldur er þetta bara fáfræði. sumar stöður getur maður vissulega ekki unnið áfram. Til dæmis ábyrgðarstöður. Þá verður maður að einfalda en það er oft hægt að finna aðrar stöður og aðlaga,“ segir Sigurbjörg. Samtökin vilja vekja athygli á málinu enda gríðarlega mikilvægt að fólk með heilabilun einangrist ekki. „Það er svo mikilvægt að halda áfram lífi sínu þó maður fái þennan sjúkdóm. Öll höfum við hlutverk í lífinu og við viljum gefa af okkur og þiggja og að vera tekin úr vinnu of snemma getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd fólks,“ segir Sigurbjörg. Heilbrigðismál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Mörg dæmi eru um að vinnuveitendur segi upp starfsfólki eftir að það greinist með heilabilun. Fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir gríðarlega mikilvægt að vinnuveitendur komi til móts við fólkið til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Áætlað er að um fimm þúsund manns séu með greiningu um heilabilun á Íslandi og er Alzheimersjúkdómurinn algengastur. Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir að eftir að fólk fær greiningu sé lítið sem ekkert sem taki við. „Fólk kemur til okkar og bara hvað svo? Hvaða meðferðir eru í boði? Manneskja sem er ekki farin að sýna mikil einkenni, þá eru ekki úrræði í boði. Það er fyrst að þú getur nýtt þér sérhæfða dagþjálfun en þarna þegar þú ert nýgreindur þá er ekkert. Svo spyr fólk: hvernig á ég að segja vinnuveitanda mínum frá þessu?,“ segir Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimer samtakanna. Það reynist fólki mjög erfitt að tilkynna vinnuveitanda um greininguna. Dæmi sé um að fólki sé sagt upp eftir að það greinist. „Ég hef heyrt töluvert mörg dæmi um það. Þetta er ekki illska heldur er þetta bara fáfræði. sumar stöður getur maður vissulega ekki unnið áfram. Til dæmis ábyrgðarstöður. Þá verður maður að einfalda en það er oft hægt að finna aðrar stöður og aðlaga,“ segir Sigurbjörg. Samtökin vilja vekja athygli á málinu enda gríðarlega mikilvægt að fólk með heilabilun einangrist ekki. „Það er svo mikilvægt að halda áfram lífi sínu þó maður fái þennan sjúkdóm. Öll höfum við hlutverk í lífinu og við viljum gefa af okkur og þiggja og að vera tekin úr vinnu of snemma getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd fólks,“ segir Sigurbjörg.
Heilbrigðismál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira