Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2020 19:30 Oliver Dowden menningarmálaráðherra Bretlands Getty/PA Images Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjunum og ákveðið að banna aðkomu kínverska fyrirtækisins Huawei að uppbyggingu 5G fjarskiptakerfinu í Bretlandi. Breski menningarmálaráðherrann greindi frá þessari ákvörðun í dag sem er stefnubreyting frá því Boris Johnson forsætisráðherrra reyndi í janúar að ná málamiðlun milli efnahags- og öryggishagsmuna með því að heimila Huawei takmarkaða aðkomu að uppbyggingu 5G samskipakerfisins. Huawei mætti ekki tengjast kjarna kerfisiins og mætti í heild ekki koma að meira en 35 prósentum af samskiptakerfinu. Forsætisráðherrann er hins vegar undir þrýstingi frá hluta flokksmanna sinna sem gagnrýna framkomu kínverskra stjórnvalda í Hong Kong og meint tengsl Huawei við kínversk stjórnvöld. Oliver Dowden menningarmálaráðherra Bretlands sagði á breska þinginu í dag að hömlur sem bandaríkjastjórn hefði sett á starfsemi Huawei gerði þróun tækni fyrirtækisins erfiða í Bretlandi. „Svo það sé á hreinu þá mega símafyrirtæki frá lokum þessa árs ekki kaupa neinn 5G-búnað frá Huawei og þegar frumvarpið um öryggi fjarskipta hefur verið samþykkt verður það lögbrot að gera slíkt,“ sagði Dowden. Bandaríkjastjórn sem á í viðskiptastríði við Kínverja hefur þrýst á Breta og fleiri þjóðir að útiloka Huawei sem þykir standa fremst í þróun 5G samskiptanetsinis í heiminum. Hafa Bandaríkjamenn meðal annars bannað Huawei að nota bandarískan hugbúnað og tækni við uppbygginigu kerfisins. Þá hefur það áhrif í Bretlandi að bresk stjórnvöld reyna nú að ná hagstæðum viðskiptasamingum við Bandaríkjamenn eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Herra forseti, við höfum ekki tekið þessa ákvörðun af neinni léttúð. Og ég verð að vera reinskilinn um þessar ákvarðanir og afleiðingar þeirra fyrir öll kjördæmi landsins. Þetta mun seinka útbreiðslu 5G. Ákvarðanir okkar í janúar höfðu þegar seinkað útbreiðslunni um eitt ár og kostað allt að einum milljarði punda,“ sagði menningarmálaráðherrann á breska þinginu í dag. Viðbótarkostnaðurinn við að banna Huawei algerlega verði hálfur milljarður punda þannig að heildarkostnaðurinn við andstöðuna við kínverska fyrirtækið verður um 267 milljarðar íslenskra króna. Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjunum og ákveðið að banna aðkomu kínverska fyrirtækisins Huawei að uppbyggingu 5G fjarskiptakerfinu í Bretlandi. Breski menningarmálaráðherrann greindi frá þessari ákvörðun í dag sem er stefnubreyting frá því Boris Johnson forsætisráðherrra reyndi í janúar að ná málamiðlun milli efnahags- og öryggishagsmuna með því að heimila Huawei takmarkaða aðkomu að uppbyggingu 5G samskipakerfisins. Huawei mætti ekki tengjast kjarna kerfisiins og mætti í heild ekki koma að meira en 35 prósentum af samskiptakerfinu. Forsætisráðherrann er hins vegar undir þrýstingi frá hluta flokksmanna sinna sem gagnrýna framkomu kínverskra stjórnvalda í Hong Kong og meint tengsl Huawei við kínversk stjórnvöld. Oliver Dowden menningarmálaráðherra Bretlands sagði á breska þinginu í dag að hömlur sem bandaríkjastjórn hefði sett á starfsemi Huawei gerði þróun tækni fyrirtækisins erfiða í Bretlandi. „Svo það sé á hreinu þá mega símafyrirtæki frá lokum þessa árs ekki kaupa neinn 5G-búnað frá Huawei og þegar frumvarpið um öryggi fjarskipta hefur verið samþykkt verður það lögbrot að gera slíkt,“ sagði Dowden. Bandaríkjastjórn sem á í viðskiptastríði við Kínverja hefur þrýst á Breta og fleiri þjóðir að útiloka Huawei sem þykir standa fremst í þróun 5G samskiptanetsinis í heiminum. Hafa Bandaríkjamenn meðal annars bannað Huawei að nota bandarískan hugbúnað og tækni við uppbygginigu kerfisins. Þá hefur það áhrif í Bretlandi að bresk stjórnvöld reyna nú að ná hagstæðum viðskiptasamingum við Bandaríkjamenn eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Herra forseti, við höfum ekki tekið þessa ákvörðun af neinni léttúð. Og ég verð að vera reinskilinn um þessar ákvarðanir og afleiðingar þeirra fyrir öll kjördæmi landsins. Þetta mun seinka útbreiðslu 5G. Ákvarðanir okkar í janúar höfðu þegar seinkað útbreiðslunni um eitt ár og kostað allt að einum milljarði punda,“ sagði menningarmálaráðherrann á breska þinginu í dag. Viðbótarkostnaðurinn við að banna Huawei algerlega verði hálfur milljarður punda þannig að heildarkostnaðurinn við andstöðuna við kínverska fyrirtækið verður um 267 milljarðar íslenskra króna.
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira